Bændablaðið - 28.04.2022, Page 25

Bændablaðið - 28.04.2022, Page 25
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. apríl 2022 25 Við Norðurlandsveg - 560 VarmahlíðSími: 453 8888 - Opið virka daga kl. 9-17 Viðbótarfóður fyrir nautgripi, hentar til að viðhalda góðri nyt, heilbrigði og bæta efnainnihald. DairyPilot Steinefnafóður fyir nautgripi, hentar vel sem viðbótarfæði fyrir kýr sem eru á beit og til að gefa sem viðbótarfæði með grasi. Somi-mg Boðað er til aðalfundar Bandalags íslenskra leikfélaga laugardaginn 30. apríl 2022. Fundurinn verður haldinn á Park Inn hótelinu, Hafnargötu 57 í Reykjanesbæ. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og hefst fundurinn kl. 9.30. Félög sem hyggjast senda fulltrúa þurfa að fylla út kjörbréfsform á vefnum og nauðsynlegt er að vera innskráð á aðgangi viðkomandi leikfélags. Linkur á kjörbréfsformið er hér: (www.leiklist.is/kjorbref-2022/) Þetta er fyrsti fundurinn síðan árið 2019 sem ekki verður markaður af samkomutakmörkunum enda sannarlega kominn tími til að treysta félagsböndin og stilla saman strengi leikfélaga í landinu. Í tilefni þess hefst þingið á óformlegri málstofu föstudags- kvöldið 29. apríl undir yfirskriftinni Áhugaleiklistin eftir Covid. Rædd verður almennt staða áhugaleiklistar, almenn og sértæk vandamál sem að félögunum steðja og möguleikum og lausnum velt upp. Sveitarstjórnarkosningar verða haldnar 14. maí og því er nú rétti tíminn til að ræða og ýta við fulltrúum í sveitarstjórnum vegna hagsmuna félaganna. Yfirlit yfir þetta allt saman má finna á vefsíðunni www.leiklist.is/bod-a- adalfund-bil-2022/ Einnig má finna þar lög BÍL sem innihalda meðal annars dagskrá aðalfundar, sjá hér í meðfylgjandi link (www.leiklist.is/wp-content/ uploads/2022/03/LogBIL2021. pdf) og fundargerð aðalfundar frá árinu 2021 (www.leiklist.is/ fundargerd-adalfundar-1-mai-2021- i-reykjanesbae/). Nýtt bókhaldskerfi sem tekið var í notkun á síðasta ári hefur aðeins tafið gerð ársreiknings en hann verður sendur út um leið og hann er tilbúinn. -af vef Bandalagsins/SP Boð á aðalfund BÍL 2022 Ullarinnleggjendum býðst að kaupa hlutabréf Ístex hf. á genginu 8,5 í gegnum ullarviðskipti á Bændatorgi til 15 maí. Íslenskur textíliðnaður hf (Ístex hf) er ullarvinnslufyrirtæki í meirihlutaeigu bænda sem vinnur að því að skapa sem mest verðmæti úr íslenskri ull. Fyrirtækið rekur ullarþvottarstöð á Blönduósi og spuna- og bandverksmiðju í Mosfellsbæ. Hægt er að skrá sig í gegnum Bændatorg (bondi.is). Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á Istex.is og í síma 566 6302. Stjórn Ístex Ullarinnleggjendur athugið Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga verður haldinn á Park Inn hótelinu, Hafnargötu 57 í Reykjanesbæ, laugardaginn 30. apríl næstkomandi.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.