Bændablaðið - 28.04.2022, Qupperneq 26

Bændablaðið - 28.04.2022, Qupperneq 26
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. apríl 202226 Umhverfissjónarmið hafa haft undarleg áhrif á vegagerð í fleiri löndum en Íslandi. Þrátt fyrir mikla uppfinningasemi í þeim efnum hér á landi, má telja nokkuð víst að frændur okkar Danir slái okkur rækilega við í frumleika. Hér á landi þekkja flestir dæmin um deilur vegna vegagerðar um Teigskóg, vegar yfir Gilsfjörð, uppbyggingu vegar við Þingvelli og um Gjábakkahraun, sem átti m.a. að leggja lífríkið í Þingvallavatni í rúst. Frændur okkar Danir hafa ekki heldur farið varhluta af slíkum deilum, en þar upphófust fyrir mörgum árum harðar deilur um búsvæði „hasselmúsa“ eða heslimúsa (hazel dormouse) við vegagerð á Fjóni. Danir hafa alla tíð lagt áherslu á að góðar samgöngur um landið væru lykillinn að afkomumöguleikum byggða. Þá er landið líka þannig staðsett að í gegnum það liggur vegtenging Noregs og Svíþjóðar við meginland Evrópu. Langt er síðan hraðbraut var lögð frá Kaupmannahöfn vestur fyrir Sjáland og Fjón og niður Jótland til Þýskalands. Nauðsynlegt þótti að tengja þessa hraðbraut með öðrum hraðbrautum við lykilborgir eins og Esbjerg á Jótlandi og Óðinsvé á Fjóni. Þá kom auðvitað líka upp krafa um sams konar tengingu við hafnarborgina Svendborg á Suðaustur-Fjóni við Óðinsvé. Var því ráðist í gerð 35 km hraðbrautar til norðurs frá Svendborg og fyrsta skóflustunga tekin 2. október 2002. Fyrstu 19 km þessarar hraðbrautar voru opnaðir fyrir umferð 16. september árið 2006 en ekki var lokið við þessa vegagerð fyrr en í júní 2009. Byggðu rándýra músabrú yfir hraðbrautina Fljótlega eftir að lokið var við fyrsta áfanga vöknuðu áhyggjur af velferð heslimúsanna á svæðinu rétt norðan við Svendborg. Þessum músum svipar aðeins til okkar litlu hagamúsar, en eru þó með mikið og loðið skott. Þær vega um 17– 20 grömm að vorlagi en þyngjast hressilega yfir sumarið, eða í 30–40 grömm. Búsvæði þeirra er einkum í laufskógum víða í Evrópu og allt suður til Tyrklands. Þótti músavinum ljóst að *Afborganir miðast við Lykillán fyrir 75% af kaupverði til 60 mánaða frá Lykli fjármögnun. Vextir miðast við 6,8% breytilega vexti og eru tengdir við eins mánaða reibor vexti. Lánaskilmála má finna á www.lykill.is. Árleg hlutfalltala kostnaðar – ÁHK er ** 8,88% - Verð innifelur virðisaukaskatt. Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | S: 540 4900 | www.yamaha.is Verð: 2.560.000 kr. 700cc fjórgengis-4WD-H/L drif - driflæsing - spil - rafmagnsstýri - dráttarkúla - götuskráð - hvít númer - 307kg eigin þyngd. GRIZZLY 39.438 kr.* afborgun á mánuði ** 10 Á BYRGÐ Á DRIFREIM ULTRAMATIC ÁBYRGÐ LÁNSHLUTFALL ALLT AÐ 75% Í ALLT AÐ 60 MÁNUÐI UTAN ÚR HEIMI Bílaframleiðendur kaupa þvottavélar í stórum stíl til að fá íhluti í nýja bíla Bílaframleiðendur og framleið­ endur margvíslegra iðnaðartækja hafa verið að kaupa nýjar og not­ aðar þvottavélar í stórum stíl að undanförnu. Ástæðan er skortur á tölvustýringum og hálfleiðurum sem notaðir eru í bíla. Verulega fór að bera á þessum skorti í Covid-19 faraldrinum á árunum 2020–2021. Þá lamaðist starfsemi fjölmargra íhluta fram- leiðenda vegna veikinda starfsfólks. Erfiðlega gekk því að ljúka smíði bíla og fleiri tækja sem eru orðin mjög tölvuvædd. Staðan versnaði svo enn frekar þegar Rússar hófu innrás í Úkraínu, en þar voru m.a. framleiddir margvíslegir íhlutir fyrir iðnaðinn. Þá hefur viðskiptabann á Rússa ekki bætt úr skák en þeir eru næstöflugustu framleiðendur á platínu sem notuð er í hálfleiðara í raftækjum. Þetta hefur leitt til þess að stórframleiðendur á tölvukubbum, m.a. í Bandaríkjunum og víðar, hafa átt í miklum erfiðleikum með að standa við skuldbindingar sínar. Þetta hefur haft mikil áhrif á bílaframleiðendur eins og Tesla, Toyota, Ford, Volkswagen, Audi og fleiri sem hafa þurft að draga úr bílaframleiðslu sinni. Sem dæmi hefur Toyota dregið úr sinni framleiðslu sem nemur 100.000 bílum á ári. Hefur sala fólksbíla dregist saman af þessum sökum víða um heim og var um 40% minni í Evrópu í mars síðastliðinn en var áður en heimsfaraldurinn hófst. Þrátt fyrir mikla eftirspurn og fyrirliggjandi pantanir á ökutækjum er búist við að framleiðsla bíla í Evrópu dragist saman um 20% til viðbótar vegna skorts á íhlutum, samkvæmt heimildum ACEA data. Sem dæmi um þróunina, þá herma óstaðfestar fréttir að bíla fram leiðandinn Audi hafi keypt 4.000 þvottavélar fyrir skömmu til að ná sér í tölvustýringar sem nota má í bíla. Stýringarnar eru m.a. notaðar í eldsneytiskerfi hefðbundinna bensín- og dísilbíla og í orkustýringar í rafbílum. Stórir framleiðendur hálfleiðara, m.a. í Taívan og Kína hafa reynt að auka framleiðslu en t.d. ASML Holding NV í Kína er nú komið með pantanir fyrir allri sinni framleiðslugetu á árinu 2023. Hálfleiðaraframleiðandinn Manu facturing Co. í Taívan, sem er stærsta fyrirtæki heims á þessu sviði, kynnti á dögunum að framleiðslan væri í járnum og yrði erfið út árið 2022. Í Kína glíma framleiðendur auk þess við skort á mannafli vegna mikillar tíðni Covid-smita. Þessi skortur á örgjörvum kemur ekki bara niður á bíla fram leiðendum, því tölvuframleiðendur eru ekki síður í vanda vegna þessa. Þannig tefur þetta mjög fyrir framleiðslu á fartölvum, far símum, myndavélum og fleiru. Spyrja má hvort notkun íhluta úr þvottavélum leiði til þess að bílar eins og Audi, Toyota eða Tesla fái undirnöfn eins og Turbo Washing Machine eða eitthvað álíka. /HKr. Bílaframleiðendur kaupa nú þvottavélar í stórum stíl til að næla sér í tölvustýringar sem nauðsynlegar eru í bílana. Búist er við að skortur á hálfleiðurum og tölvustýringum verði viðvarandi út þetta ár að minnsta kosti, með tilheyrandi áhrifum á framleiðslu bíla, tölva og ýmiss konar tæknibúnaðar. Vegagerð getur tekið á sig margvíslegar myndir víðar en á Íslandi: Músabrúin við Svendborg á Fjóni sem mýsnar vilja ekki nota Músabrúin var reist yfir Svendborg-hraðbrautina vegna kröfu dýraverndunarsinna árið 2008 og kostaði sem nam um 360 milljónum íslenskra króna. Var henni ætlað að opna leið fyrir heslimýs yfir þjóðveginn, en fram á sumarið 2021 er einungis vitað um eina mús sem sést hafði í myndavél á vappi við brúna. Mynd / HKr. Þetta kort sýnir hvar Músabrúin er staðsett á Svendborg-hraðbrautinni, eða „mótorveginum“, á Fjóni í Danmörku. Heslumúsin er ekki stór og vegur mest um 40 grömm. Búsvæði hennar er í laufskógum víða um Evrópu.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.