Bændablaðið - 28.04.2022, Síða 28

Bændablaðið - 28.04.2022, Síða 28
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. apríl 202228 LÍF&STARF Trausti Hjálmarsson, sauðfjár- bóndi í Austurhlíð í Biskups- tungum, er formaður Deildar sauðfjárbænda og á liðnu Búnaðarþingi var hann kjörinn í stjórn Bændasamtaka Íslands. Trausti og eiginkona hans, Kristín Sigríður Magnúsdóttir, búa í Austurhlíð ásamt fjórum börnum sínum á aldrinum 7–17 ára. Þar halda þau bú sem telur 630 vetrarfóðrað fé, 25 hross, þrjá hunda og 15 ára gamlan kött. Samhliða búskap hefur Trausti starfað við hin ýmsu störf, s.s. rúning, járningar, í kjötmati hjá SS og í girðingaverktöku. Kristín hefur verið í ferðaþjónustu- tengdum störfum. Trausti er ættaður frá Langstöðum í Flóa og er menntaður búfræðingur frá Hvanneyri. „Landbúnaðartengd störf hafa alltaf togað í mig. Ég fór um sveitir að rýja fyrir bændur og kom hingað í Austurhlíð til að rýja fyrir foreldra Kristínar, þannig kynnist ég heimasætunni og upp úr því fórum við að hafa samskipti. Ætli við verðum ekki að sitja uppi með hvort annað úr því sem komið er.“ Bújörð Austurhlíðar hefur verið í eigu fjölskyldu Kristínar í 300 ár. Hún telur 1.000 hektara og þar hefur verið stundaður ýmiss konar búskapur gegnum tíðina. „Hér hefur verið stundaður svínabúskapur og mjólkurframleiðsla, hrossarækt og sauðfjárrækt. Það er mikil ábyrgð að taka við slíkri bújörð og skila henni svo áfram en okkur þykir það spennandi verkefni.“ Bændur eru nútímafólk Trausti var kjörinn formaður Deildar sauðfjárbænda á Búgreinaþingi í mars og svo í stjórn Bændasamtakanna á nýliðnu Búnaðarþingi. „Að vera í stjórn Bænda- samtakanna fylgir því fyrst og fremst í mínum huga að sameina landbúnaðinn, alla bændur. Þar held ég að við séum á réttri vegferð, enda fann ég það á Búnaðarþingi. Það var algjörlega átakalaust þing og áherslurnar voru samhljóða: Fæðuöryggi og íslenskur landbúnaður í allri sinni mynd. Við þurfum að berjast fyrir bættum lífskjörum fólk sem er að starfa við landbúnað, alveg sama í hvaða grein það er. Því fylgir einnig að gæta hagsmuna dreifbýlis, samtökin þurfa að vera virk í samtali um byggðarmál og byggðarþróun.“ Innri uppbygging Bændasam- takanna er honum einnig hugleikin. „Það skiptir máli að samtökin séu sterk inn á við gagnvart bændum og út á við gagnvart almenningi. Bændur þurfa að finna að þeir eigi samastað í félagskerfinu. Aðrir þurfa að sjá að bændur eru nútímafólk – og eru flottir. Verkefni Bændasamtakanna er að sýna fram á það.“ Af lágu afurðaverði Tæp 1.800 sauðfjárbændur eru starfandi á Íslandi í dag. Trausti segir fullan vilja og mikinn kraft í bændum til að halda áfram að framleiða lambakjöt. „Þar er margt sem bendir til þess að sauðfjárbændur séu að standa sig mjög vel í alþjóðlegum samanburði,“ segir Trausti og vísar þar í skýrslu um Afkomu sauðfjárbænda á Íslandi og leiðir til að bæta hana. „Það eru verðmæti fyrir okkur sem þjóð að eiga svona góða og öfluga sauðfjárbændur. Við megum ekki tapa því niður.“ Vandamál greinarinnar liggja í lágu afurðaverði „Við höfum því miður alltof lítil verkfæri og tæki til þess að takast á við afurðaverðsvandann. Sauðfjárbændur hafa gríðarlega mikla þekkingu og getu til þess að halda áfram að framleiða góða vöru. Við þurfum að einbeita okkur að því að koma afurðatekjunum í eitthvert eðlilegt ferli þannig að við getum staðið undir rekstrarkostnaðinum okkar, þá eru okkur allir vegir færir,“ segir hann og undirstrikar að vel flestir sauðfjárbændur þurfi að vinna utan búskapar til þess að standa undir lífsviðurværi sínu. „Lykilverkefnið er að afurðaverð hækki, að við komumst á þann stað að rekstrareiningin kind geti verið rekstrarhæf með ákveðnum forsendum. Að það sé mitt val að vera með 600 kindur og vinna með, en það sé ekki þannig að ég verði að vinna með því eins og þetta er í dag.“ Verkefnið sé brýnt. „Við höfum dregið úr framleiðslu síðustu árin í þeirri von að jafnvægi náist á milli framboðs og eftirspurnar. Við erum að anna innanlandsmarkaði vel í dag en með aukningu ferðamanna á næstu árum og ef okkur gengur vel að markaðssetja vöruna þá getum við hæglega lent í þeirri stöðu að vera ekki að framleiða nóg. Það væri mjög vond staða að lenda í. Eitt af þeim verkefnum sem Deild sauðfjárbænda verður því að einbeita sér að er hvernig við náum að verja framleiðsluvilja bænda til að framleiðslan fari ekki of langt niður með tilheyrandi kostnaði seinna við að byggja hana upp aftur.“ Kerfislægur vandi Lausnin er ekki augljós að mati Trausta. „Þetta er kerfislægur vandi sem ekki verður leystur nema að líta til allra þátta framleiðsluferlisins. Bændur eru búnir að vera að hagræða heima á búum mjög markvisst síðustu 20 árin. Breytilegur kostnaður er nánast sá sami öll þessi ár og við höfum aukið framleiðslu eftir kind sem gerir þetta hagkvæmara. En það vantar alltaf upp á að afurðaverðið sé í takt við þá hagræðingu. Við höfum verið að horfa til þess að heimila afurðastöðvunum aukna samvinnu. Þar erum við að horfa á tækifæri upp á 1,5 milljarða, sem gæti skilað sér til bænda og neytenda. Afurðastöðvar þurfa að leita allra leiða, rétt eins og við, til að hagræða í sínum rekstri, þannig að þær geti greitt hærra skilaverð til bænda. Þá þarf verslunin einnig að skoða hvort hún geti hagrætt.“ Jákvæðar loftslagsaðgerðir Á síðastliðnum 5 árum hefur kindum í landinu fækkað um tuttugu prósent. „Sauðfjárbændur hafa unnið mjög athyglisvert ræktunarstarf frá aldamótum þar sem framleiðsla á hverja kind hefur aukist mikið. Það er út af fyrir sig risastórt skref í loftslagsmálum. Ég held að bændur hafi nú þegar framkvæmt margar jákvæðar loftslagsaðgerðir ómeðvitað, en verið kannski fyrst Guðrún Hulda Pálsdóttir gudrunhulda@bondi.is Trausti Hjálmarsson, sauðfjárbóndi í Austurhlíð, er formaður Deildar sauðfjárbænda: Lykilþáttur að afurðaverð hækki – Mikilvægi byggðar í sveitum landsins er nýjum stjórnarmeðlimi Bændasamtakanna hugleikið „Sauðfjárbændur hafa unnið mjög athyglisvert ræktunarstarf frá aldamótum þar sem framleiðsla á hverja kind hefur aukist mikið. Það er út af fyrir sig risastórt skref í loftslagsmálum,“ segir Trausti Hjálmarsson, formaður Deildar sauðfjárbænda og stjórnarmeðlimur Bændasamtaka Íslands. Fjölskyldan í páskadagsreið í Haukadal 2022. Trausti, Egill Freyr, Sigríður Mjöll, Magnús Rúnar, Ingibjörg Elín og Kristín. Ingibjörg Elín Traustadóttir á fullu að ganga frá plastendum á rúllum.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.