Bændablaðið - 28.04.2022, Side 29

Bændablaðið - 28.04.2022, Side 29
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. apríl 2022 29 Ertu þú með fjárgæslu í sauðburðinum ? Eigum tilbúnar myndavélalausnir sem sniðnar eru að þörfum bænda. Tími sauðburðar er að hefjast því er fjargæsla í fjárhúsum oft mikil hagræðing. Myndavélarnar er hægt að nota með snjallsíma, spjaldtölvu eða venjulegri heimilistölvu. Myndavélarnar eru hreyfanlegar og rakaheldar, einnig eru þær með IR næturlýs- ingu og sjá vel í lítilli birtu. Lausnirnar eru sniðnar af þínum þörfum og afhentar tilbúnar til uppsetningar. Heyrðu í okkur í síma 4144400 eða sendu póst á sala@icecom.is Við finnum lausnir sem hentar þér. og fremst að hugsa um sinn búrekstur. En þær ákvarðanir fela í sér loftslagslegan ávinning.“ Mikilvægi smærri búa Talið berst að þróun sauðfjárræktar næstu árin. Um leið og augljóst sé að einhverjir bændur muni hætta búrekstri og önnur bú sjá hagræðingu í stækkun muni þróunin hennar aldrei vera sambærileg við nautgripabúskap, að sögn Trausta. „Ólíkt kúabúum þurfa sauðfjárbú hlutfallslega meira landrými. Við þurfum að hafa vorbeit fyrir féð þegar það fer út, uppskera sama land til heyöflunar og beita aftur að hausti áður en lömb fara til slátrunar. Ef bú eiga að fara út í stærðarhagræðingu þá þurfa þeir bændur að geta keypt jarðir til að auka við sig. Ég sé það ekki í hendi mér að fjöldi bænda geti farið í þá vegferð. Það er alltaf að þrengja að landbúnaðarlandi, jarðir eru oft í eigu aðila sem eru ekki með búsetu þar. Því hefur þrengt mjög að möguleikum bænda að bæta við sig jarðnæði. Einhverjir eru samt að því, sem betur fer. Það er mjög mikilvægt að halda smærri búum í rekstri. Þau eiga alltaf sinn fjölþætta tilverurétt; þau styrkja sveitirnar og þann félagslega kraft sem er í bændum. Á mörgum svæðum eru stærri búin ekki síður háð því að hafa þessi minni með til þess að það sé bara mannskapur til smölunar, til að viðhalda grunnþjónustu, að það séu börn í skólum og félagslífið í sveitinni sé virkt svo eitthvað sé nefnt.“ Hann vill einnig taka beitar- umræðuna fastari tökum. „Það er virkileg þörf og nauðsyn að lægja öldurnar varðandi beit. Við þurfum að geta rætt þetta án öfga og fullyrðinga. Landgræðslan verður að geta bent bændum á lausnir og bændur verða að geta bent Landgræðslunni á lausnir. Bændur hafa stytt beitartímann, fé hefur fækkað og það er því margfalt minna álag á þessi lönd en var. Landið er í framför og bændur hafa litið þannig á að beit teljist sjálfbær svo lengi sem landið sé í framför. Hins vegar er nauðsynlegt að bændur og Landgræðslan komi sér saman um stefnu og áætlun sem hægt er að vinna að saman. Við eigum að nýta sameiginlega hagsmuni okkar til góðra verka.“ Spennandi genasamsetning Riðuveikin var mál málanna á tveggja daga Fagþingi sauðfjárræktarinnar sem haldið var á Hvanneyri í byrjun mánaðarins. „Það er alveg ótrúlegt að upplifa þennan kraft í tengslum við nýja uppgötvun ARR gensins í Þernunesi og svo mögulega verndandi arfgerð T137, sem er mjög spennandi eiginleiki líka. Við megum aldrei gera lítið úr þeim aðgerðum sem hefur verið farið í gegnum tíðina. Þær hafa skilað ákveðnum árangri. Ekki þó þannig að við séum búin að útrýma riðunni. Þær ákvarðanir voru allar teknar eftir bestu vitund fólks á þeim tíma. Nú erum við komin með nýjar upplýsingar. Bændur geta ekki beðið eftir að fara að rækta riðunæmið út úr stofninum. Það er mikill hugur í þeim að byrja strax í haust, fá þessa tilteknu hrúta inn á sæðingastöð og svo í framhaldi að setja upp ræktunarplan og stefnu. Við erum öll að fara af fullum krafti í það.“ Þurfa ekki meiri vinnu Í fyrra var sauðfjár- og geitabændum í fyrsta sinn heimilt, samkvæmt reglugerð, að slátra heima. Fáir bændur nýttu sér hins vegar leyfið. Trausti segir augljósa ástæðu þessa. „Það skortir langfæsta bændur meiri vinnu. Þá skortir frekar auknar tekjur. Það er gríðarlega mikilvægt að kerfið kringum heimaslátrunina og vinnslu afurða heima á býli sé með þeim hætti að sjái fólk sér tækifæri í að gera þetta, það sé þá einfalt og auðvelt. Þetta er nýtt fyrir okkur og við eigum eftir að sjá hvert þetta getur leitt. En í grunninn er það þannig að fæstir bændur hafa haft tíma til þess að sinna þessu. Þeir eru bara í öðrum störfum.“ Langfæsta sauðfjárbændur skortir meiri vinnu að sögn Trausta, enda flestir í öðrum störfum utan búrekstrar. Trausti og Kristín búin að handsama lambhrút. Öxl frá Austurhlíð.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.