Bændablaðið - 28.04.2022, Page 33

Bændablaðið - 28.04.2022, Page 33
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. apríl 2022 33 BETRA START Ráðgjafar Olís veita allar nánari upplýsingar í síma 515 1100 eða pontun@olis.is. MEÐ EXIDE RAFGEYMUM Áreiðanlegir og sterkbyggðir rafgeymar fyrir flestar gerðir dráttarvéla. Veldu þaulreynda vöru frá gæðaframleiðanda. Reykjavík Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 Lely Center Ísland Landbúnaðarleikföng rýrari úrgangs dýrari og með stærra kolefnisspor en tilbúinn áburður. En ef niturinnihald lífræns áburðar er að lágmarki 3% og flutningsfjarlægð stutt getur slíkur áburður verið hagkvæmur fyrir loftslagið og fyllilega samkeppnishæfur við tilbúinn áburð. „Hænsna- og kjúklingaskítur kemur mjög vel út í samanburði við innfluttan tilbúinn áburð, kostnaðarlega séð, og hefur nokkuð lægra kolefnisspor en tilbúinn áburður,“ bendir Jónas á. Tækifæri og tillögur Greining Matís bendir til þess að heildarmagn næringarefna í þeim lífræna úrgangi sem fellur til hér á landi sé álíka mikið og í innfluttum áburði. Langmest af næringarefnunum er að finna í búfjárúrgangi og er hann almennt nýttur heima á bæjum í jarðrækt. Úrgangur úr eldisdýrum gefur mikið magn næringarefna og er alifuglaskítur t.a.m. þurrari en annar búfjárúrgangur. Hann er næringarríkur og hefur lágt kolefnisspor. Er nýting hans því bæði hagkvæm og umhverfisvæn og er mælt með að leggja kapp á að nýta hann bæði í landgræðslu og landbúnaði. Þá telja skýrsluhöfundar mikla möguleika í frekari nýtingu á fiskeldisseyru enda er búist við að magn þess fari vaxandi næstu misseri. Hún sé rík af nitri og fosfór og með réttri vinnslu hennar gæti hún nýst vel. Skýrsluhöfundar benda á að flestar hindranir sem koma upp við aukna nýtingu á lífrænum úrgangi tengjast kostnaði. Þannig sé nýtingu næringarefna úr skólpi til að mynda ábótavant þar sem nýtingin er lítil sem engin. Mikil næringarefni eru í skólpi sem alla jafna er veitt í hafið. Hins vegar vantar innviði fráveitu og skólphreinsunar til að hægt sé að safna næringarefnum, en þau gætu nýst í landgræðslu. Kjötmjöl hefur mest verið nýtt í landgræðslu og skógrækt en minna í jarðrækt vegna þess að það er seinleyst og hefur því mest áhrif 2-3 árum eftir dreifingu. Ein helsta hindrun þess að molta er lítið notuð í landbúnaði er flutningskostnaður. Molta er ekki sterkur áburður og því þarf mikið magn til að ná fram áhrifum. Skýrsluhöfundar segja þó moltu vannýtt hráefni sem mætti nýta meira og víðar. Áframhaldandi tilraunir Í sumar munu starfsmenn Landbúnaðarháskólans framkvæma aðra tilraun með svipuðu sniði og síðasta sumar þar sem mismunandi hráefni og blöndur af hráefni verða prófaðar. „Einnig verður haldið áfram að fylgjast með gróðurframvindu hjá Landgræðslu en áhrif í uppgræðslu má oft sjá síðar heldur en í akuryrkju. Síðan erum við að skoða mismunandi formeðhöndlun á lífrænum úrgangi til að gera hann meðfærilegri,“ segir Jónas. /ghp Mykja frá nautgripum er stærsta uppspretta búfjáráburðar á Íslandi og er að öllu leyti nýtt í dag við túnrækt. KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is LOFTPRESSUR Í HÆSTA GÆÐAFLOKKI Gerðu kröfur - hafðu samband við Gunnar í síma 590 5135 og kynntu þér þína möguleika. Við bjóðum upp á allar stærðir og gerðir af Ingersoll Rand loftpressum. Mjög hjóðlátar og einfaldar í viðhaldi. Bjóðum upp á þjónustusamninga og leggjum mikla áherslu á að veita góða viðgerðar- og varahlutaþjónustu. Skerpir athygli, eykur þol, ómissandi í sauðburðinn Fæst í Fjarðarkaupum, apóteki Vesturlands, Reykjavíkurapóteki og á netinu - www.lyfjaver.is

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.