Bændablaðið - 28.04.2022, Qupperneq 41

Bændablaðið - 28.04.2022, Qupperneq 41
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. apríl 2022 41 Mörg heimili í dreifbýli eru þannig í sveit sett að langt er í næstu slökkvistöð og útkallstími slökkviliðs því langur ef eldur kemur upp og aðstoðar er þörf. Það gerir að verkum að heimilisfólk er í senn sitt eigið slökkvilið og eldvarnaeftirlit. Eldvarnir og fyrstu viðbrögð heimilisfólks geta ráðið miklu um hvernig fer fyrir fólki og eignum. Margir gera sér grein fyrir þessu og tryggja að eldvarnir heimilisins séu ævinlega eins og best verður á kosið. Aðrir þurfa sannarlega að gera betur. Það er ekki að ósekju að Bænda­ samtök Íslands og Eldvarna banda­ lagið hafa gert með sér samkomulag um aðgerðir til að auka eldvarnir í landbúnaði og á heimilum í dreifbýli. Könnun sem Gallup gerði fyrir Eldvarnabandalagið sýnir að úrbóta er víða þörf. Að vísu má segja bændum það til hróss að eldvarnir á heimilum þeirra virðast betri en almennt gerist miðað við kannanir Gallup undanfarna áratugi. Hins vegar er ljóst að margir eru óþarflega berskjaldaðir fyrir eldsvoðum. Mikilvægt er auðvitað að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að eldur komi upp og reyni á eldvarnir heimilisins og setji fólk í hættu. Það má gera með ýmsum hætti; fara gætilega með opinn eld, sýna aðgát við matseld, hlaða snjalltæki í öruggu umhverfi, tryggja að raflagnir séu í lagi. Reykskynjarar bjarga mannslífum Vilji svo óheppilega til að eldur komi upp á heimili reynir á eldvarn­ irnar. Áríðandi er að tryggja að heimilisfólk fái viðvörun um að eldur og reykur sé á heimilinu. Því þarf að tryggja að nægjanlegur fjöldi virkra reykskynjara sé fyrir hendi. • Best er að hafa reykskynjara í öllum rýmum, ekki síst þar sem raf­ og snjalltæki eru notuð og hlaðin. Reykskynjara á að minnsta kosti að setja upp framan við eða í hverri svefnálmu og á hverri hæð á heimilinu. • Gott er að hafa hitaskynjara í votrým um og bílskúr. • Prófa þarf reykskynjara að minnsta kosti árlega. Algengast er að rafhlöður í nýjum reyk­ skynjurum endist í fimm til tíu ár en skipta þarf árlega um rafhlöðu í skynjurum með 9 volta rafhlöðu. Endurnýja skal reykskynjara á tíu ára fresti. Samtengdir reykskynjarar eru áskjósan leg lausn, ekki síst á stærri heimilum og þar sem húsnæði er á fleiri en einni hæð. Ef einn samtengdur reykskynjari fer í gang fara þeir allir í gang. Þar sem þráðlaust net er fyrir hendi er hægt að tengja skynjarana í síma heimilisfólks í gegnum þar til gert app. Slökkvibúnaður og flóttaleiðir Mörgum hefur tekist að bjarga verð mætum og koma í veg fyrir stórslys með notkun einfalds slökkvibúnaðar sem þarf að vera fyrir hendi á öllum heimilum. • Slökkvitæki eiga að vera við helstu útgöngudyr. Þau eiga að vera sýnileg og aðgengileg þegar gengið er um íbúðina svo að allir viti hvar þau eru ef nauðsynlegt reynist að nota þau. • Eldvarnateppi á að vera á sýnilegum stað í eldhúsi. Enginn ætti þó að setja sig eða aðra í hættu við slökkvistarf. Mikilvægast er að tryggja að allir komist heilir út og hringja í neyðarnúmerið, 112. Allir á heimilinu eiga að hafa aðgang að tveimur eða fleiri greiðum flóttaleiðum. Fjölskyldan þarf að ákveða stað utandyra þar sem allir hittast þurfi fjölskyldan að yfirgefa heimilið. Tækifærið er núna! Bændasamtökin og Eldvarna banda­ lagið hafa samið við Eldvarna­ miðstöðina um að selja félags­ mönnum í Bændasamtökunum eld­ varna búnað á sérstökum afsláttar­ kjörum. Allar upplýsingar um tilboð Eldvarnamiðstöðvarinnar er að finna á Bændatorginu. Við hvetjum félagsmenn til þess að yfirfara nú eldvarnir heimilisins og nýta sér tilboðið til að efla þær eftir þörfum. Tækifærið er núna! Vigdís Hӓsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna Garðar H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Eldvarnabandalagsins LESENDARÝNI Reikult er rótlaust þangið Allt frá því að land byggðist hefur það verið okkur lífsnauðsynlegt að nýta auðlindir okkar til bjargar, bæði á hafi og á landi. Allt í kringum landið er matarkista sem við höfum nýtt okkur bæði til matar og afkomu. Hafið er svo sannarlega gjöful auðlind. Það hefur þó ekki verið fyrr en á síðustu árum sem við höfum farið að þróa nýtingu á fleiri tegundum en þessum hefðbundnu og gróska hefur aukist í rannsóknum og þróun á fullnýtingu sjávarafla. Aukinn þekking og áhugi Fullnýting á hefðbundnum sjávarafla hefur aukist og er það vel, enda mikilvægt að nýta allan þann afla sem veiða má og auka virði hans sem mest. Samhliða því verðum við jafnframt að horfa til þess að nýta aðrar tegundir og lífmassa sem finnast við strendur landsins. Rannsóknir hafa aukist á sjávargróðri og sjávardýrum eins og þangi og þara, krabba­ og skeldýrum. Aukinn þekking er að byggjast upp enda sífellt fleiri sem hafa menntað sig og vilja sinna bæði rannsóknum og nýtingu. Víða um land hafa sprottið upp nýsköpunarsetur sem sinna þróun og með styrk frá háskólum og stjórnvöldum má tryggja betri nýtingu auðlindarinnar. Sjálfbær þróun náttúruauðlinda Sjálfbær þróun náttúruauðlinda er eitt af markmiðum stjórnarsáttmála núverndi ríkisstjórnar og fellur þörungaræktun og nýting sjávar­ þörunga vel þar að. Ísland er aðili að Parísarsamkomulaginu sem skyldar þær 195 þjóðir sem skrifuðu undir það til að vinna saman að því að halda hnattrænni hlýnun af mannavöldum undir 2 °C. Samfara fjölgun mannkyns, aukinni neyslu og ósjálfbærum aðferðum í ræktun og veiði hefur álag á vistkerfi jarðarinnar aukist gífurlega á undanförnum áratugum. Við þurfum að finna nýjar og betri leiðir til þess að lifa í sátt með náttúrunni. Regluverk þarf að styðja við aukna verðmætasköpun Á yfirstandandi þingi hef ég lagt fram þingsályktunartillögu sem gengur út á að styðja við aukna verðmætasköpun við nýtingu þörunga. Það er hægt að gera með því að fara yfir lög og reglur til þess að styðja við sjálfbæra nýtingu á þörungum sem vaxta villtir eða eru ræktaðir í sjó eða á landi. Til þess að ná árangri á þessu sviði er einnig mikilvægt að styðja við rannsóknir og nýsköpun um land allt sem varðar öflun þörunga, nýtingu þeirra sem og framleiðslu og markaðssetningu á vörum úr þeim. Samhliða því þarf svo að styrkja eftirlitsaðila og auka sérfræðiþekkingu um þörungaræktun innan viðeigandi stofnana. Mikilvægt er að skapa leiðir fyrir fólk til þess að nýta þörunga til framleiðslu á t.d. lífeldsneyti, matvælum, lífefnavörum eða fóðurbæti fyrir dýr sem og líförvandi efnum til ræktunar Fjölmörg tækifæri eru til nýtingar á þessu sviði en svo hægt sé að grípa þau er nauðsynlegt að hefja vinnu við lagfæringar á regluverkinu. Aukinn áhugi og þekking er hér á landi á þessu sviði og löggjafinn þarf að vera tilbúinn til þess að aðstoða við þessa þróun. Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknar Halla Signý Kristjánsdóttir. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 DRIFSKÖFT OG DRIFSKAFTAEFNI Vigdís Hӓsler. Heimili í dreifbýli þurfa öflugar eldvarnir Garðar H. Guðjónsson.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.