Skessuhorn


Skessuhorn - 08.09.2021, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 08.09.2021, Blaðsíða 1
Vistvænir iðngarðar „Okkar markmið og sýn er að Flóahverfið á Akranesi verði öðrum til fyr- irmyndar hvað varðar skipulags- og umhverfismál en jafnframt sé svæðið skilgreint sem vistvænn iðngarður þar sem margháttuð þjónusta og fram- leiðsla geti átt sér stað innan svæðisins auk samstarfs milli fyrirtækja innan svæðisins. Þannig sjáum við Akranes verða að eftirsóttustu áfangastöðun- um á Íslandi fyrir fyrirtæki í sókn og vexti en fyrirmyndar fyrirtæki í dag eru að gera ríkar kröfur til umhverfisverndar og leitast eftir tækifærum til að ná fram sjálfbærni í aðlaðandi umhverfi,“ segja þeir Alexander Eiríks- son og Guðmundur Sveinn Einarsson forsvarsmenn Merkjaklappar ehf. Fyrirtækið vinnur í samstarfi við bæjaryfirvöld að hönnun framsækins at- vinnusvæðis. Sjá miðopnu Ísland ætti að vera matvælaland Í Skessuhorni í dag er rætt við Ragnheiði I Þórarins- dóttur rektor Landbún- aðarháskóla Íslands. Þar kemur m.a. fram að nem- endafjöldi skólans hef- ur tvöfaldast á skömmum tíma en þar er boðið upp á þrjár fagdeildir; Ræktun og fæðu, Náttúru og skóg og Skipulag og hönnun. „Ég hef fulla trú á að Ís- lendingar eigi inni mörg tækifæri í matvælaframleiðslu en þá þurfum við að marka langtímastefnu í landbúnaði, með tímaramma og eftirfylgni, og leggja meiri áherslu á markaðssetningu,“ segir Ragnheið- ur, en meðal annars er komið inn á aukna þörf heimsbyggðarinnar fyr- ir prótein. „Við þurfum að hugsa til framtíðar í matvælaframleiðslu, hvernig við ætlum að fæða þessa tíu milljarða,“ segir rektor. Sjá bls. 1 FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 36. tbl. 24. árg. 8. september 2021 - kr. 950 í lausasölu Fjármála- og tryggingaráðgjöf á einum stað í útibúum Arion banka Þú getur hitt ráðgjafa frá Verði í útibúum Arion banka á Höfða, Smáratorgi, Selfossi og í Borgarnesi. Pantaðu fund í útibúi eða fjarfund á arionbanki.is. arionbanki.is Ný og öflug vefverslun ALLA LEIÐ Hleypum lífi í sjávarbyggðirnar! Eyjólfur Ármannsson Oddviti í Norðvesturkjördæmi Fyrstu réttir þessa hausts voru um síðustu helgi. Eins og búist hafði verið við kom féð sællegt og vænt af fjalli eftir góða veðráttu í sumar. Á meðfylgjandi mynd heilsa tvær af mannelsku kindunum á Sámsstöðum í Hvítársíðu upp á Daníel Ólafsson. Kíkt var í Nesmelsrétt og er fleiri myndir að finna inni í blaðinu. Ljósm. mm. sími 437-1600 Saga Refilsins frá Bayeux á Söguloftinu Í flutningi Reynis Tómasar Geirssonar Síðasta sýning: laugardaginn 11. september kl. 16:00 Miðasala á tix.is og borðapantanir: landnam@landnam.is og í síma 437-1600

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.