Skessuhorn


Skessuhorn - 08.09.2021, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 08.09.2021, Blaðsíða 14
MIðVIkudAGuR 8. SEptEMbER 202114 Leikskólinn Garðasel á Akranesi hélt upp á þrjátíu ára afmæli sitt síðastliðinn miðvikudag. blaða- maður Skessuhorns kíkti í heim- sókn í leikskólann og settist niður með Ingunni Ríkharðsdóttur, leik- skólastjóra, og spjallaði við hana um þær breytingar sem átt hafa sér stað í sögu skólans. Ingunn er fjórði leikskólastjóri Garðasels. Fyrsti leikskólastjórinn var brynja Helga- dóttir. Guðbjörg Gunnarsdóttir tók við af henni og Anney Ágústsdóttir tók við af Guðbjörgu. Ingunn hefur gegnt stöðunni frá 1999. Garðasel er þriggja deilda leik- skóli. Í upphafi voru nemendur skól- ans 54 en í dag eru nemendurnir 18 fleiri, eða 72; 15 á yngstu deildinni, 22 á miðdeild og 35 á elstu deild- inni. Ingunn bendir á að þessi fjölg- un nemenda hafi átt sér stað á sama tíma, starfsmönnum hafi fjölgað en rýmið í skólanum hafi að sjálfsögðu haldist óbreytt. Mötuneyti, sem í byrjun sá um mat fyrir 40 manns, er í dag að elda fyrir 100 manns í sama rými en með uppfærðum tækjum. Þrátt fyrir deildaskiptingu skólans segir Ingunn að samgang- ur nemenda sé óvenju mikill sam- anborið við marga aðra leikskóla. Hver deild hefur sitt lokaða svæði ásamt leikherbergi á 2. hæð. Sam- eiginlegt rými sé hins vegar opið á milli deilda. Ingunn segir að stytting vinnu- vikunnar hafi verið og sé talsverð áskorun fyrir starfsfólk leikskóla um leið og hún sé kærkomin við- bót. Þrátt fyrir styttinguna er ekki gert ráð fyrir því að fjölga þurfi starfsfólki. Hún segir að að til þess að leikskólinn geti haldið uppi sama þjónustustigi og mönnun þurfi að fjölga stöðugildum skólans um 1,8 en í dag er ekki gert ráð fyrir aukn- um stöðugildum til að mæta þess- ari viðbót en við endurskoðun á fyrirkomulagi styttingar gæti það breyst. Ekki sitja allir við sama borð Þá bendir Ingunn á að það sitji ekki allir við sama borð þegar kemur að styttingu vinnuvikunnar. „Stytt- ing vinnuvikunnar nær yfir stærsta hluta vinnumarkaðarins en börnin eiga ekki rétt á styttingu vinnuvik- unnar eins og er. Hver á að sjá um að börnin fái styttri vinnuviku? Sum þeirra eru með 45 stunda vinnuviku og dæmi eru um 50 stunda viku sem eru auðvitað langir vinnudag- ar en með breytingum almennt á vinnutíma foreldra ættum við að sjá breytingar til hagsbóta fyrir börn- in,“ segir hún. Næsta sumar er fyrirhugað að leikskólinn flytji í nýtt húsnæði sem er í byggingu við Asparskóga. Að sögn Ingunnar verður um al- gera byltingu að ræða en hið nýja húsnæði er um þúsund fermetrum stærra en núverandi húsnæði. Nú- verandi húsnæði er 535 fermetrar en hið nýja verður 1.556. Rými fyr- ir starfsmenn breytist mikið. Í upp- hafi voru leikskólakennarar skólans fjórir auk leikskólastjóra. Í dag deila starfsmennirnir, sem eru um tutt- ugu og fimm talsins, einu salerni, sem er birtingarmynd þrengsla og að aðbúnaður hefur ekki haldist í hendur við breytingar í starfsemi skólans. Ingunn segir að mestur munurinn fyrir starfsfólkið verði bætt aðstaða til undirbúningsvinnu. Í dag þurfa starfsmenn að sætta sig við talsverð- an eril við þá vinnu en í nýjum skóla verður öll aðstaða fyrir starfsmenn til fyrirmyndar og algerlega aðskilið annarri vinnuaðstöðu. Starfsfólkið með í ráðum við hönnun Þá segir Ingunn að starfsfólk Garðasels hafi verið haft með í ráð- um við hönnun nýja leikskólans frá upphafi. „Ég er mjög glöð með þennan metnað sem bærinn hefur sýnt með því að hafa okkur með í þessari vegferð. Við höfum stað- ið vörð um hagsmuni barnanna og starfsmanna sem skiptir miklu máli í svona hönnun.“ Og Ingunn held- ur áfram: „Það sem mér finnst vera styrkleiki þessa nýja leikskóla er að það var ekki einhver verkfræðistofa fengin til verksins og henni sagt að hanna eitt stykki leikskóla fyr- ir okkur. Þá hannar einhver leik- skólann án þess að vera með það á hreinu hvað þarf að vera til staðar til þess að búa til góðan leikskóla. Það er ekkert verra en að vera bú- inn að eyða hundruðum milljóna og standa svo uppi með leikskóla sem þarf endalaust að vera að laga og endurbæta. Mér finnst frábært að hafa fengið tækifæri til þess að taka þátt í þess- ari vinnu við að búa til leikskóla sem ég veit að verður horft til, bæði með hönnun og búnað. Þessi nýi leikskóli mun vekja mikla athygli vegna þess að þetta er algert upp- brot í hönnun á slíkum skóla,“ segir Ingunn að lokum. frg / Ljósm. frg og aðsendar. Nú má nálgast yfirlit yfir öll menn- ingarhús, sýningar, söfn og set- ur sem miðla list og menningu til barna og ungmenna á einum stað á vefnum. Á vef verkefnisins List fyr- ir alla er að finna ítarlegar upplýs- ingar um barnamenningu og list- viðburði fyrir ungt fólk sem gagnast bæði skólum og fjölskyldum. List fyrir alla er verkefni á veg- um mennta- og menningarmála- ráðuneytisins sem hefur verið starf- rækt síðastliðin fimm ár. Markmið þess er að miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafnar þannig aðgengi þeirra að fjölbreyttum og vönduðum list- viðburðum óháð búsetu og efna- hag. Höfuðáhersla er lögð á list fyrir börn og list með börnum og leitast við sinna öllum listgreinum jafnt svo nemendur eigi þess kost að kynnast fjölbreytni listanna, ís- lenskum menningararfi og list frá ólíkum menningarheimum. Vefurinn Listfyriralla.is hef- ur vaxið og dafnað með árunum en þar nú einnig að finna vinsæla list- og menningarfræðslu í formi 150 myndbanda og listkennsluefnis svo og upplýsingar um listviðburði sem bjóðast grunnskólum landsins hverju sinni. Hér á Vesturlandi eru nokkur verkefni kynnt á vefnum og ástæða til að hvetja fólk til að kíkja þar við. um tíu þúsund nemendur á grunnskólaaldri hafa að meðaltali sótt viðburði á vegum Listar fyrir alla á hverju skólaári, en rúmlega 90% grunnskóla landsins hafa tek- ið þátt í verkefninu. Meðal þeirra 27 listviðburða sem í boði verða í vetur eru Ein stór fjölskylda með Gunna og Felix, grímuverðlauna- sýningin Allra veðra von, Goð- sagnakenndar forynjur og furðu- verur kristínar Rögnu, og verk- efnið Stafrænar styttur í samstarfi við Listasafn Einars Jónssonar. Sjá nánar: https://listfyriralla. is/menning-fyrir-alla/ mm Vefurinn List fyrir alla hefur verið opnaður Sameiginlegt rými leikskólans Garðasels. Leikskólinn Garðasel á Akranesi hélt upp á þrjátíu ára afmæli Ingunn Ríkharðsdóttir leikskólastjóri og Sonja Sveinsdóttir leikskólakennari. Sonja hefur verið starfsmaður Garðasels frá upphafi og átti því einmitt þrjátíu ára starfsafmæli á miðvikudaginn. Ingunn með nokkrum nemendum sínum. Elstu börnin gera sig klár í útiveru. Börn að leik á útisvæði.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.