Skessuhorn


Skessuhorn - 08.09.2021, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 08.09.2021, Blaðsíða 15
MIðVIkudAGuR 8. SEptEMbER 2021 15 Sigurður Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri ungmennasambands borgarfjarðar hefur, eins og fram kemur í fréttinni hér að ofan, tekið sér tímabundið leyfi frá störfum og hefur verið ráðinn forstöðumaður ungmennabúða uMFÍ á Laugar- vatni. Í fjarveru hans tekur Sigríð- ur dóra Sigurgeirsdóttir við stöðu framkvæmdastjóra uMSb en hún hefur undanfarið verið tómstunda- fulltrúi hjá borgarbyggð. Svala Eyj- ólfsdóttir mun stíga inn sem tóm- stundafulltrúí í 60% starfi til ára- móta hjá borgarbyggð en eftir ára- mót verður hún í fullu starfi sem starfsmaður hjá uMSb. vaks Íþróttafræðingurinn og húsa- smiðurinn Sigurður Guðmunds- son á Hvanneyri hefur tekið við sem forstöðumaður ungmenna- búða uMFÍ á Laugarvatni. tekur hann við af Skagakonunni Önnu Margréti tómasdóttur, sem hef- ur snúið sér að öðrum verkefnum. ungmennabúðirnar eru vinsælar á meðal grunnskólanemenda og hef- ur mikill fjöldi þeirra dvalið þar á síðastliðnum 16 árum sem þær hafa verið starfræktar, lengst af á Laug- um í Sælingsdal. ungmennabúð- ir uMFÍ á Laugarvatni eru fyr- ir nemendur í 9. bekk grunnskóla, sem geta dvalið þar frá mánudegi til föstudags við leik og störf. Mark- miðið með dvöl ungmennanna er að styrkja félagsfærni þeirra, efla vitund þeirra fyrir umhverfi sínu og samfélagi ásamt mikilvægi þess að hafa heilbrigðan lífsstíl að leið- arljósi. Mikil áhersla er lögð á að ungmennin fái hvíld frá farsím- um og tölvum á meðan þau dvelja í ungmennabúðunum. ðsókn í ungmennabúðir uMFÍ hefur aukist mikið síðustu ár enda vinsælt að komast í heilbrigða hvíld þar sem m.a. farsímar og tölvur trufla ekki nemendur. Árlega koma yfir 2.000 ungmenni í búðirnar og eru þær snemma fullbókaðar. „Ég er mjög spenntur að koma á Laugarvatn og halda áfram að byggja upp starfið þar á þeim góða grunni sem starf ungmennabúð- anna er reist á,“ segir Sigurður Guðmundsson. Hann hefur tekið sér margt skemmtilegt fyrir hend- ur á lífsleiðinni og þekkir vel til starfs uMFÍ og ungmennafélags- hreyfingarinnar. Hann er íþrótta- fræðingur að mennt og hefur síð- astliðin ár verið framkvæmdastjóri ungmennasambands borgarfjarðar (uMSb) auk þess að vera í hluta- starfi hjá uMFÍ. „Ég hlakka til að halda áfram að efla hug og hjörtu ungs fólks á Laugarvatni. ung- mennafélagsandinn er þar alltum- lykjandi og alveg yndislegt að vera þar,“ bætir hann við. mm Sigríður Dóra og Svala. Ljósm. af fésbókarsíðu UMSB. Sigríður Dóra ráðin framkvæmdastjóri UMSB Hressilegur hópur á Laugarvatni. Sigurður ráðinn forstöðumaður Ungmennabúða UMFÍ Sigurður Guðmundsson á Hvanneyri hefur tekið við starfi forstöðumanns Ungmennabúðanna á Laugarvatni. Ljósm. umfí. Líf og fjör í ungmennabúðum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.