Skessuhorn


Skessuhorn - 08.09.2021, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 08.09.2021, Blaðsíða 25
MIðVIkudAGuR 8. SEptEMbER 2021 25 Pennagrein Pennagrein Pennagrein tilboð Sósíalistaflokksins til kjós- enda vegna þingkosninganna 25. september snýst um að þjóðin end- urheimti auðlindir hafsins af auð- hringunum sem hafa sölsað þær undir sig. Efnt verði til fiskiþinga til að móta fiskveiðistefnuna til lengri tíma en kvótakerfinu verði strax lokað og skref stigin í átt að réttlátara kerfi. Markmiðið er að arðurinn af auðlindunum renni til samfélagsins og að byggð verði upp heilbrigð atvinnugrein laus undan spillingu, kúgun og drottnun örfárra yfir fjöldanum. kvótakerfið hefur búið til lokað, ófrjálst spillingarkerfi stórútgerða sem verður að brjóta upp. Stærstu útgerðirnar ráða yfir of stórum hluta veiðanna og þær stjórna allri virðiskeðjunni, allt frá því að fisk- urinn er veiddur og þar til afurð- in er seld erlendis. Margsinnis hafa komið fram vísbendingar um að þessi kerfi séu notuð til að halda niðri fiskverði við löndun og fela síðan arðinn af auðlindinni erlend- is. Þær kynslóðir sem háðu þorska- stríðin börðust ekki til þess að fáum áratugum seinna væru fiskimiðin færð í hendur örfárra en lokuð öll- um öðrum landsmönnum. Það var ekki markmið almennings að hrekja stórútgerðir annarra þjóða af mið- unum til þess eins að þau yrði eign örfárra fjölskyldna og arðurinn rynni fyrst og fremst til örfárra auð- kýfinga. Markmiðið var að Íslend- ingar nýttu fiskimiðin til að byggja hér upp öflugar byggðir, sterk sam- félög og blómlegt mannlíf. kvótakerfið sem upphaflega var sett á til að vernda fiskistofnana hefur þróast í óskapnað sem hefur í reynd einkavætt fiskimið almenn- ings. kerfið hefur brotið niður byggðir og safnað upp auð örfárra, svo miklum að hann ógnar lýðræð- inu og frelsi almennings. Sósíal- istaflokkurinn hefur þá stefnu að leggja niður þetta kerfi og byggja réttlátari umgjörð utan um fisk- veiðar og vinnslu. Ný umgjörð þarf að reisa við það sem kvótakerfið braut niður og brjóta upp þá auð- hringi sem kvótakerfið bjó til. Sósíalistaflokkurinn mun leggja til að takmarkanir verði settar á umfang stórútgerða svo stærstu út- gerðirnar verði brotnar upp langs- um, að þær verði að kljúfa sig upp í tvö eða fleiri félög. Þetta er gert til að draga úr ægivaldi stórútgerð- anna yfir byggðunum og til að tryggja fjölbreytileika og nýliðun. Þá leggja Sósíalistar til að út- gerðar- og fiskvinnslufyrirtækin verði brotin upp þversum, þannig að sama fyrirtækið geti ekki veitt fiskinn og selt sjálfu sér aflann, unnið fiskinn og selt sjálfu sér af- urðirnar og selt síðan sjálfu sér af- urðirnar í útlöndum og falið þar gróðann. kvótakerfið bjó til ógnarauð, ekki síst þegar leyfi var gefið til að veðsetja veiðiheimildir ókominna ára. Sá auður var notaður til að mylja undir örfá fyrirtæki megnið af aflaheimildunum og síðan til að brjóta undir sig fyrirtæki í óskyld- um greinum og í öðrum löndum. Þetta ógnarvald auðs og valda hefur sýnt sig að vera skaðvaldur í samfélaginu. Og ekki bara hér- lendis heldur víða um heim. Það er því eðlileg sjálfsvörn almenn- ings að brjóta þessi fyrirtæki upp. Ísland er einfaldlega of lítið fyrir fyrirtæki af þessari stærð. Sósíalistaflokkurinn leggur til að bundið verði í stjórnarskrá að fisk- veiðiauðlindin sé eign þjóðarinnar og að þjóðin ákveði sjálf hvernig nýtingu hennar er háttað. Helga Thorberg Höf. skipar 1. sæti á lista Sósíalistaflokks Íslands í Norðvesturkjördæmi. Góðu vinir mínir í (fyrrum) Al- þýðuflokknum í Norðvesturkjör- dæmi, nú Samfylkingunni. Ég verð að játa mig sigraðan, af hálfu fyrr- um félaga minna í Samfylkingunni í Norðvesturkjördæmi eftir alla þá vinnu sem unnin var, af hálfu sam- göngunefndar Fjórðungssambands Vestfirðinga til fjölda ára, er leit að samgöngum á landi, láði og legi, heima á Vestfjörðum. Nú er kominn á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvestur- kjördæmi, maður sem alla sína stuttu ábúðartíð á Vestfjörðum, Ingimar Ingimarsson búsettur á Reykhólum, en hann skipar sjöunda sæti listans. Hann hefur beitt sér fyrir samgönguleysi áfram á svæð- inu. Hann hefur verið á móti öllu er lýtur að samgöngum á svæðinu. Í framhaldi af þessu, og til að salta enn frekar í sárin, ætlar Samfylking- in að segja upp nýgerðum samningi ríkis og kirkju. Sannarlega er það í andstöðu við núgildandi stjórn- arskrá, en Samfylkingunni virðist slétt sama um það. Þjóðin kaus í rauninni að sérstakt ákvæði skyldi vera um þjóðkirkjuna. Svo virðist sem alls ekki eigi að virða þá niður- stöðu af forystu Samfylkingarinnar. Nú virðist sem ákveðið lífsskoðun- arfélag sem kennir sig við siðmennt ráði för í Samfylkingunni. Ég hefi ákveðið, og gerði það reyndar fyrir margt löngu, þeg- ar ég varð þessa var, að styðja alls ekki Samfylkinguna, fyrir kom- andi alþingiskosningar. Í rauninni skammast ég mín. Það virðist eng- inn áhugi á að virða stjórnarskrá eða þjóðarvilja. Í framhaldi af fram- ansögðu hef ég ákveðið og reynd- ar fjölmargir Vestfirðingar sem studdu Samfylkinguna, að segja NEI tAkk, þetta viljum við ekki. Sjálfur hef ég ákveðið að styðja Viðreisn í Norðvesturkjördæmi og skipa þar þrettánda sæti á lista. Ég verð að benda ykkur á dreng sem skipar fyrsta sæti á lista Við- reisnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Í æsku lærði hann aldrei að segja ósatt og fékk oft bágt fyrir á uppeldisárum sínum. Hann hefur ekki lært það enn, og tel ég hann heiðarlegasta, traustasta og í rauninni frambæri- legasta frambjóðandann í kjördæm- inu fyrir komandi kosningar í sept- embermánuði. Þetta er drengur sem ég tel mig eiga nokkuð mikið í. Hann heitir Guðmundur Gunnars- son, afar kærleiksríkur drengur og er fæddur og uppalinn bolvíkingur og ég veit að hjarta hans slær í kjör- dæminu. Ágætu vinir mínir, í fyrrum Sam- fylkingu og aðrir góðir vinir mínir í Norðvesturkjördæmi. Ég biðla til ykkar að setja X við C við næstu al- þingiskosningar í september mán- uði nk. Guðmundur Gunnarsson er drengurinn sem við öll þurfum á að halda í framtíðinni. Eins og við vitum öll þá er kærleikurinn lang- lyndur, hann er góðviljaður, kær- leikurinn öfundar ekki, kærleikur- inn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp, kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. En nú varir trú, von og kærleik- ur, þetta þrennt, en þeirra er kær- leikurinn mestur. Góðar kveðjur til ykkar allra með þökk fyrir góðar stundir, hér eftir sem og fyrrum. Magnús Ólafs Hansson Höf. skipar 13. sæti á lista Við- reisnar í Norðvesturkjördæmi. Það er alltaf stór stund hjá ungum veiðimönnum þegar þeir setja í og landa fyrsta laxinum. Hann Hauk- ur Smári Ragnarsson, 12 ára veiði- maður úr Grundarfirði, landaði laxi í Norðurá síðastliðinn miðvikudag og var að vonum brosandi með fenginn. Laxinn fékk hann í Haf- þórsstaðahyl. Í Norðurá höfðu þann 1. septem- ber komið 1.285 laxar á land sem er töluvert betri veiði en sumarið í fyrra þegar heildarveiðin var 980 laxar. Norðurá var þá í fjórða sæti yfir heildarveiði í laxveiðiánum, á eftir Rangánum báðum og Mið- fjarðará. Þverá í borgarfirði var svo í fimmta sæti með 1.193 laxa. mm Eitt mikilvægasta mál landsbyggð- arinnar er algjör uppstokkun í sjáv- arútvegi. Sú auðlind okkar, og já hún er enn okkar, er nú undir stjórn örfárra kvótakónga sem hugsa um það eitt að græða sem mest. Og sá gróði er alfarið á kostnað þjóðarinn- ar. Við getum ekki liðið það leng- ur. Stórútgerðin þarf að fara eft- ir lögum um fiskveiðar þ.e. kvóta- þakið. Útgerðin verður að fara eftir skattalögum og greiða 20% tekju- skatt af þeim hlunnindum sem út- gerðinni er afhent árlega. Stoppa verður hringamyndun stórútgerðar í fyrirtækjarekstri. Handfæraveiðar eiga að vera frjálsar og leyfa á sölu „beint frá báti.“ brottkast á afla verður að stöðva með hvötum. Útræðisrétt sjávarjarða verði virtur á ný og staðfestur í lögum um stjórn fisk- veiða. Allur fiskur kæmi að landi og það sem fer venjulega í brott- kast verður einnig að koma að landi án viðurlaga/sekta og selt á mark- aði og sá söluágóði yrði notaður við rekstur Hafrannsóknarstofnun- ar, Fiskistofu og Landhelgisgæsl- unnar. Viðurlög við umframveiði og brottkasti verði hert. Eigendur og áhafnir íslenskra fiskveiðiskipa og fyrirtæki sem hafa veiðirétt í sameiginlegri auðlind þjóðarinnar skulu eiga lögheimili á Íslandi og borga hér skatta og skyldur. Gerð verði skýlaus krafa til fyrirtækja í sjávarútvegi að upplýsa um raun- verulega eigendur fyrirtækjanna og kaupendur. Þarna liggja þeir fjár- munir sem þarf inn í okkar samfé- lag hringinn um landið, sumir nota fín orð eins og innviðir og það má svo sem alveg kalla það svo. Þeir innviðir í samfélagi okkar sem ég er að tala um er heilbrigðis og velferðarkerfið okkar. Við þurf- um að hætta að troða öllum okkar eggjum í sömu körfuna og hafa vit á því að halda því þannig svo við lendum ekki enn á ný í þeirri stöðu eins og núna á Covidtímum, en þá komust við að því að of mörg eggin voru á sama stað = ferðaþjónustan. Þorpin í kringum landið komust að því á sínum tíma þegar kvótinn safnaðist á fárra hendur og skyldi sum byggðarlög eftir nánast í rúst. Loðdýraræktin átti á sínum tíma að bjarga bændum, við vitum hvernig það fór. Það er þessi endalausa ár- átta okkar að safna öllu í sömu körf- una því allir ætla að græða svo og svo mikið. Við höfum undanfarinn áratug og trúlega lengur byrjað að fara með heilbrigðiskerfið allt í sömu körfuna. Nánast allt skal gera á Ak- ureyri eða Reykjavík. Ekki beint gáfulegt á okkar litla landi elds og ísa, hvað gerist ef gosið færist nær Reykjavík? Hvað þá? bara Covid sýndi okkur að þetta er langt frá því að vera gáfulegt. Að setja alla okk- ar sérfræðinga á sama punktinn er einfaldlega röng stefna og hættuleg sérstaklega þegar litið er til hvar á landinu þeir eru staddir. Eftir allar mínar verur á sjúkra- húsum höfuðborgarinnar og samtöl við sérfræðinga þá veit ég að þeir vilja vinna í teymi, en þessi teymi geta verið fleiri en eitt og þau þurfa ekki að vera öll á sama punktinum. Við þurfum að skipuleggja okkar miklu betur, það þarf ekki endilega að vera dýrara og gæti jafnvel verið hagkvæmara. XO Lífið er núna, gerum eitt- hvað í þessu. Sigurlaug Gísladóttir Blönduósi Höf. er oddviti Frjálslynda lýðræð- isflokksins í NV Styrkjum liðið í NV-kjördæmi! Náum auðlindunum af auðhringjunum Eggin og karfan Veiddi Maríulaxinn sinn í Norðurá

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.