Skessuhorn


Skessuhorn - 08.09.2021, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 08.09.2021, Blaðsíða 26
MIðVIkudAGuR 8. SEptEMbER 202126 Pennagrein Pennagrein Pennagrein Pennagrein Í mínum draumaheimi eru all- ir jafnir. Jafnir til að fá húsnæði á þeim kjörum að heimilisfólkið ráði við að borga húsaleigu og geti jafnframt sent börn sín í skólann með nesti eða hafi ráð á að greiða í skólamötuneytið svo að barnið þurfi ekki að horfa á aðra borða nestið sitt með garnirnar gaulandi. Matur í grunnskólum ætti að vera frír. Allir ættu að geta fengið hús- næði við hæfi. Húsnæði er grunn- þörf alls fólks og enginn ætti að vera húsnæðislaus á Íslandi árið 2021. Það er mannvonska í landi þar sem veður eru válynd. Hægt er að búa til samvinnu- félög iðnaðarmanna sem hafa það að markmiði að búa til ódýrt og öruggt húsnæði. Þessi samvinnu- félög mega ekki vera hagnaðar- drifin. Fólk sem kemur úr meðferð, úr langvarandi sjúkrahúsinnlögn eða fangelsi ætti að vera hjálpað til að fá húsnæði og vinnu við hæfi, svo það geti einbeitt sér að bata og að- lagast samfélaginu að nýju. Það ætti að afglæpavæða fíkni- efni í neysluskömmtun svo að fólk missi ekki fótanna, vegna þess að það verði rekið úr vinnu eða fái ekki vinnu í kjölfar fíkniefnadóms. Það á ekki að eyðileggja líf og æru einstaklinga þó þeir fái fíkniefna- dóm. batnandi fólki er best að lifa. Allir ættu að vera jafnir til að taka þátt í þeim íþróttum eða tómstundum sem þeir helst vilja. Hverfisíþróttahús ættu að vera opin öllum börnum og unglingum sem þau vilja sækja og ættu ekki að vera rekin í hagnaðarskyni. Gjaldfrjáls aðgangur ætti að vera að allri velferðarþjónustu, • heilbrigðisþjónustu, • samgönguþjónustu, • menntaþjónustu, • réttarþjónustu, og svo framvegis. Atvinnu ættu allir að geta fengið við sitt hæfi. Í Stykkishólmi (bæn- um mínum) er vinnustaður, Ás- byrgi, fyrir seinfæra, ofvirka, ein- hverfa og þá sem þurfa aðstoð til að vinna sína vinnu. Þau endur- vinna allt mögulegt, búa til kerti, bera út dreifirit og póst, auk þess sem að einu sinni í viku fær ein kona að koma á vinnustaðinn minn (dvalarheimili aldraðra) og hjálpa til við þvottinn. Ég er og hef allt- af verið stolt af því hvernig hugs- að er um þennan samfélagshóp hjá Stykkishólmsbæ. Enginn á að vera án framfærslu. Atvinnuleysi heftir fólk og býr til fátækt. Það væri bót í máli að búa til og starfrækja bæði garðyrkjubú á stórum mælikvarða og verk- smiðju/saumastofu til að framleiða fatnað og textíl hvers konar. Við eigum nægilegt rafmagn í land- inu, það sýnir sig í því að raforka er seld á spottprís til stóriðju hér í landi. Við Íslendingar getum orðið sjálfbær ef við bara viljum. Foreldrar sem standa allt í einu uppi með að barnið þeirra fæðist eða verður langveikt af einhverj- um sökum á að vera stutt með nið- urgreiðslu búnaðar og kostnað- ar vegna veikinda barnsins. Og fá viðunandi umönnunarbætur til að mæta vinnutapi. Langveikir og fatlaðir eiga að fá að lifa mannsæmandi lífi! Heldri borgarar, öryrkjar, at- vinnulausir eiga að geta átt áhyggjulaust ævikvöld! bætum heilbrigðiskerfið! bætum vegakerfið! bætum menntakerfið! bætum samtryggingarkerfið! Útrýmum fátækt! kjósum XJ! Ágústa Anna Ómarsdóttir. Höf. er lyfjatæknir, býr í Stykkis- hólmi og er á framboðslista Sósíal- istaflokksins í Norðvesturkjördæmi. Við Íslendingar stærum okkur af því að reka hér norrænt velferð- arsamfélag. til að slíkur búskap- ur gangi upp þurfum við að reka heildstæða stefnu, öllum lands- mönnum til hagsbóta. Ríkið þarf að skapa aðstæður til framleiðslu og skammta aðgang að auðlindum til að landsframleiðslan sé næg fyrir alla landsmenn til að lifa sómasam- legu lífi. Í dag er staðan þannig að allar aðstæður eru hinar bestu. Það er nóg til. Á fjögurra ára fresti kjósum við og þegar atkvæðin hafa verið tal- in er mynduð ríkisstjórn sem hef- ur það verkefni með höndum að sjá til þess að þessum gæðum, þ.e. arðinum af landsframleiðslunni, sé skipt með sanngjörnum hætti. Öll tæki og tól eru til staðar. Hlutverk ríkisstjórnarinnar á að vera að sækja fjármagn þar sem ofgnótt er og færa til þeirra sem líða skort. Hvernig hefur þetta gengið undanfarna áratugi? Þróun skattbyrði undanfarin 25 ár hefur verið með þeim hætti að skattaálögur hafa verið fluttar frá þeim sem mest hafa til þeirra sem berjast í bökkum. til dæmis hef- ur skattbyrði á almennt verkafólk hækkað úr 21,3% í 25,2%, eða um 18,3%. Skattbyrði á eldri borgara hefur hækkað úr 9,5% í 21,3%, eða um 124%. Á meðan þetta er skatt- byrði á hátekjuhópa lækkuð úr 35% í 26 eða um 34,6% og veiðigjöld hafa lækkað um 65%. Hvert stefnum við? Ef við höldum áfram að kjósa sama fólk til að stjórna landinu okkar og gæta okkar hagsmuna hlýtur að vera rökrétt að áætla að áfram verði rekin sama stefna. Við skulum reikna hvað gerist þá næstu 25 árin. Með sama áframhaldi verður staðan þannig að frá árinu 1995 til ársins 2045 mun skattbyrði á al- mennt verkafólk hafa hækkað úr 21,3% í 29,1%, eða um 36,6%. Skattbyrði á eldri borgara mun hafa hækkað úr 9,5% í 33,1%, eða um 248,4%. Á meðan þetta hefur gerst mun skattbyrði á hátekjuhópa hafa lækkað úr 35% í 17% eða um 51,43% og veiðigjöld verða vænt- anlega úr sögunni. Sé þetta sú framtíð sem fólkið í landinu vill getur það valið sér hana með því að kjósa alveg eins og síð- ast. Vilji fólkið í landinu að Ísland sé fyrir fólkið í landinu er bráðnauð- synlegt að á því verði breyting. Svo einfalt er það. Stefna sósíalista er að Ísland verði fyrir alla landsmenn. Með réttri stjórnun getum við útrýmt fátækt og rekið þjóðfélag sem við getum öll verið stolt af. Það er nefnilega feykinóg til. Nú er kominn tími til að skipta kökunni með sanngjarnari hætti. Setjum X við J og kjósum betra samfélag! Bergvin Eyþórsson Höfundur er félagi í Sósíalista- flokki Íslands og er á framboðslista flokksins í NV kjördæmi. Er Ísland land tækifæranna fyr- ir... unga fólkið sem þarf að borga fimmfalda húsnæðisvexti miðað við jafnaldra sína í Evrópu, þau fötluðu ungmenni sem fá ekki pláss í fram- haldsskóla, þá 700 nemendur sem fá ekki skólavist í tækniskólanum í haust, þá frumkvöðla sem komast ekki að í sjávarútvegi og landbúnaði sem eru lokaðar fyrir nýliðun? Þá bændur og brugghús sem mega ekki selja til neytenda beint frá býli, þá 18.000 Íslendinga sem hafa flutt af landi brott sl. 40 ár um- fram þá sem fluttu heim, öll sprota- fyrirtækin sem hafa flúið landið vegna krónuhagkerfisins, þeirra erlendu fjárfesta sem koma ekki til landsins vegna gengisáhættu? Fyrir sjálfstætt starfandi heil- brigðisstarfsfólk sem fær ekki að starfa fyrir hið opinbera þar sem þörfin er brýn, fyrir þúsundir sem eru á biðlistum eftir aðgerðum, fyr- ir aldraða og öryrkja sem mega ekki vinna vegna letjandi skerð- inga? Svona mætti lengi telja. En Ísland er alveg örugglega land tækifæranna fyrir t.d. banka sem búa við hæsta vaxtamun á Vestur- löndum, tryggingafélög sem bjóða dýrustu tryggingar í Evrópu og þá sem hagnast á veikburða gjald- miðli. Það er ekki nóg að nota falleg slagorð í auglýsingum og brosa, tækifærin verða raunverulega að vera til staðar. Viðreisn hefur kjark og vilja til að ráðast í alvöru breytingar, fyrir alla, ekki bara suma. Gefum framtíðinni tækifæri og setjum X við C í kom- andi Alþingiskosningum. Bjarney Bjarnadóttir Höf. skipar 2. sætið á lista Við- reisnar í Norðvesturkjördæmi Það er staðreynd að stöðnun hefur ríkt í húsnæðismálum víða um land, fyrir utan vaxtarsvæði á suðvesturhorninu, það sem af er þessari öld. Húsnæðis- skortur er víða og lágt fasteignaverð hefur fælt fólk frá því að byggja sér húsnæði og þá fer óheillaboltinn að rúlla. Húsnæðisskortur hamlar ann- arri uppbyggingu eins og í atvinnu- lífi og það veldur svo sveitarfélögum erfiðleikum að byggja upp innviði sem þarf til að standa undir nauðsynlegri þjónustu og boltinn rúllar. Niður- staðan er að það vantar alls staðar hús- næði til að eðlileg framþróun eigi sér stað. Á síðasta kjörtímabili hefur þetta smátt og smátt verið að snúast til betri vegar með lausnum sem eflir húsnæð- ismarkaðinn á landsbyggðinni. Ás- mundur Einar félags- og barnamála- ráðherra hefur staðið þar í stafni í ráðuneyti húsnæðismála. Það er því mikilvægt að áfram verði unnið að þessum málefnum með festu á kom- andi kjörtímabilum. Sveigjanleiki í húsnæðismálum Ekki gilda sömu viðmið um fasteigna- markað á stór-höfuðborgarsvæð- inu og á köldum svæðum. Sveigjan- leiki í kerfinu verður að vera til staðar til að koma til móts við sérstakar að- stæður þar. Lykillinn að góðri niður- stöðu í húsnæðismálum er samvinna milli Húsnæðis- og mannvirkjastofn- unar, sveitarfélaga, byggingafyrirtækja og fjármálastofnana. Gagnrýni á úr- ræðið hefur ekki síst snúið að því að fjármálastofnanir hafa verið tregar til að lána fyrir íbúðakaupum á köld- um svæðum. Úrræði sem félags- og barnamálaráðherra hefur ráðist í á landsbyggðinni svarar þeirri gagnrýni málefnalega. Sérstakur lánaflokkur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, bæði til íbúðarkaupa og framkvæmda, hefur nú þegar nýst í nokkrum sveit- arfélögum. Stofnframlög HMS hafa nýst sveit- arfélögum til framkvæmda. Við getum litið til bolungarvíkur í því sambandi, þar er sveitarfélagið að standsetja 15 íbúðir í húsnæði sem sveitarfélagið átti og var skrifstofuhúsnæði. Þetta er stærsta fasteignaframkvæmd sem he- fur verið ráðist í, í bolungarvík í 30 ár en þar he- fur algjör stöðnun ríkt í uppbyggingu húsnæðis á þeim tíma. Hlutdeildarlánin virka Lög um hlutdeildarlán voru samþykkt á Alþingi á síðasta ári og var undirrit- uð framsögumaður á málinu í gegnum Velferðarnefnd. um er að ræða nýjan lánaflokk til kaupa á húsnæði. Hlut- deildarlánin eru tegund lána sem veitt eru með þeim skilmálum að lánað er til tiltekins hlutfalls af verði íbúðarhús- næðis við fasteignakaup. Þarna opn- ast gluggi fyrir ungt fólk að kaupa sér sitt eigið húsnæði. Með því að beina hlutdeildarlánum að hagkvæmum ný- byggingum, skapast aukinn hvati til þess að byggja í hinum dreifðu byggð- um. Þetta úrræði hefur nýst gríðarlega vel og mikil eftirspurn hefur verið eftir þessu úrræði um allt land. Framsókn vill útfæra hlutdeildarlán fyrir fleiri hópa en fyrstu kaupendur. Þá er sér- staklega horft til eldra fólks og félags- legra veikra hópa í samfélaginu. Framsókn til framtíðar Það má finna yfirlit yfir aðgerð- ir stjórnvalda til húsnæðismála inn á vefnum tryggð byggð sem er sam- starfsvettvangur um húsnæðisupp- byggingu á landsbyggðinni. Fram- sókn vill vinna áfram með samvinnu og samtal að leiðarljósi milli Húsnæð- is- og mannvirkjastofnunar, sveitarfé- laga, byggingafyrirtækja og fjármála- stofnana. Framsókn talar fyrir því að skipulags- og húsnæðismál séu í sama ráðuneyti til að auka skilvirkni þeg- ar kemur að skipulagsmálum sveitar- félaga. Með því má stytta tímann sem þau taka, gera sveitarfélögum kleift að bregðast fyrr við lóðaskorti og tryggja nægilegt framboð af lóðum til hús- bygginga á hverjum tíma. uppbygging á landsbyggðinni hefst með skóflustungu að heimili fyrir fólk sem vill lifa og starfa á landsbyggðin- ni. Halla Signý Kristjánsdóttir Höf. er þingmaður Framsóknar og er í framboði fyrir flokkinn í NV kjördæmi. Gæði landsins; #1: Hvað er fyrir hvern og hver er fyrir hvað? Þjóðarbúskapur. - Ísland er fyrir alla Íslendinga Útrýmum fátækt! Húsnæðismál í stafni hjá Framsókn Land tækifæranna – fyrir hverja?

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.