Skessuhorn


Skessuhorn - 08.09.2021, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 08.09.2021, Blaðsíða 20
MIðVIkudAGuR 8. SEptEMbER 202120 Vatnaskógur er staður í Svínadal í Hvalfjarðarsveit þar sem kFuM og kFuk er með sumarbúðir. Átti blaðamaður Skessuhorns þar erindi eina helgina fyrir skömmu. Í matar- hléinu í Matskálanum í Vatnaskógi rakst hann á upp á vegg innramm- að skjal með svokölluðum Skóg- armetum. Í hverjum dvalarflokki í Vatnaskógi er keppt í hinum ýmsu greinum frjálsra íþrótta og halda Skógarmenn, sem eru starfsmenn í Vatnaskógi, dagbók um árangur keppenda. Á þessu skjali er listi yfir þau sem hafa náð bestum árangri í hverri grein og sett skógarmet en þessi met gilda aðeins í dvalar- flokkum. Gaman er að skoða þenn- an lista og þá ansi merkilegt hvað mörg met eru orðin gömul og hafa haldið velli í öll þessi ár. Í flokki drengja 9-11 ára eru til dæmis tíu met af fimmtán sett á árunum 1977-1986 og eiga þeir Rögnvaldur Johnsen (1986) Þórður kolbeinsson (1980) og Óskar Finn- björnsson (1982) tvö met hver og þá má sjá þarna Skagamanninn Oliver pálmason (1983) og keflvíkinginn Ólaf Gottskálksson (1979) með sitt metið hvor í kúluvarpi og kringlu- kasti. Í flokki 12-13 ára eru eldri metin færri en eru samt átta met af sextán sett fyrir aldamót og þau elstu eru sett af þeim Þorvaldi Sigurbjörns- syni (1969) og Jóhanni Helgasyni (1971). borgnesingurinn Arnar Helgi Jónsson (2000) á enn metið í þrístökki og þeir davíð Helgason (1993) og kristján Þór Sigurðsson (2009) eru með tvö met hvor, dav- íð í lang- og þrístökki án atrennu og kristján í 60 og 400 metra hlaupi. Í flokki 14-17 ára eru átta met af sextán sett á árunum 1963-1984 og þar eiga þeir Friðrik Þór Ósk- arsson (1969) tvö met í langstökki og þrístökki og Guðni Gunnarsson (1984) þrjú met í hlaupum. Gunnar G. Smith (1988-89) á þrjú met í há- stökki, kúlu og kringlu og Þorvald- ur Ingi Elvarsson (2016) á tvö met í brekku- og víðavangshlaupi. Elsta metið á hins vegar Skagamaðurinn kári Geirlaugsson í stangarstökki frá árinu 1963 og lyfti kappinn sér yfir 2,77 metra, þá aðeins nýorðinn 14 ára gamall. Í flokki stúlkna 12-13 ára eru þær stöllur Emelía Óskarsdóttir (2018) Þórný pálmadóttir (2020-1) og Embla Maren Gunnarsdóttir (2021) með tvö met hver en elsta metið í þessum flokki á Freyja Rán káradóttir Isaksen sem hún setti í kúluvarpi árið 2017. Í flokki stúlkna 14-17 ára er dagný Lísa davíðsdóttir (2011), körfuboltakona úr Fjölni, fjórfald- ur meistari í hástökki, langstökki, þrístökki og 1500 metra hlaupi en elstu metin eiga þær Guðrún Huld kristinsdóttir (1990) í 60 og 400 metra hlaupi og brynhildur bjarna- dóttir thors (1990) í 1300 metra hlaupi. vaks Íþróttafélagið undri hefur verið stofnað í dalabyggð. Verður starf- semi félagsins aðallega bundin við Laugar í Sælingsdal. Stjórn félags- ins skipa þau Sindri Geir Sigurð- arson, Guðrún blöndal og berg- hildur pálmadóttir. blaðamað- ur Skessuhorns náði tali af Guð- rúnu, sem í daglegu tali er kölluð Rúna, og spurði hana út í hið ný- stofnaða félag. Hún segir að stofn- fundur undra hafi verið 24. ágúst og að þegar hafi verið ákveðið að hafa fjölbreytt framboð íþrótta innan vébanda félagsins. „boð- ið verður upp á æfingar í fótbolta, körfubolta og blaki auk þess sem þrekæfingar verða á laugardög- um. Æfingarnar eru ætlaðar börn- um og unglingum á aldrinum 6 til 18 ára. Þá er fyrirhugað að vera með kynningu á öðrum íþrótt- um, meðal annars fimleikum og badminton, og verður þá ein vika lögð undir hverja íþrótt. Þetta er gert til þess að stækka sjóndeildar- hringinn fyrir félagsmenn,“ segir Rúna í samtali við Skessuhorn. Íþróttastarf takmarkað Sjálf er Rúna fædd og uppalin á Akranesi. Hún kynntist manni sín- um, Sæþóri Sindra, í skóla á Akra- nesi en hann hefur sterka teng- ingu í dalabyggð og ólst þar upp að hluta. Hún er lærður vélvirki og starfaði hjá Norðuráli og hann er lærður smiður. Árið 2018 fluttu þau vestur þar sem þau tóku við búi að Valþúfu á Fellsströnd. Þar reka þau sauðfjárbú með 600 fjár auk 40 nauta að ógleymdum sex börnum. Að sögn Rúnu voru það mikil viðbrigði að flytja af Akra- nesi, þar sem flestar íþróttagreinar eru í boði fyrir börn og ungmenni. Í dalabyggð hefur íþróttastarf ver- ið takmarkað og helst samanstað- ið af frjálsum íþróttum og fótbolta þegar einhver nennti að þjálfa. Það sem stendur íþróttastarfinu fyrir þrifum segir Rúna vera skort á íþróttamannvirkjum. Þó eru slík mannvirki til staðar að Laugum í Sælingsdal og verður starfsemi íþróttafélagsins undra því aðal- lega bundin við þann stað, að und- anskildum æfingum fyrir yngstu börnin en þær verða í búðardal. Byrjaði með íþróttaskóla Rúna segir að hana hafi strax lang- að til að gera eitthvað í málunum en húsnæðið hafi vantað. Að lok- um stofnaði hún í félagi við tvær aðrar íþróttaskóla. Skólinn var annan hvern laugardag og aldrei mættu færri en 12 á hverja æfingu. Það var því ljóst að þörf var á slíkri starfsemi. Þá bendir Rúna á að börn í dalabyggð eigi flest frænd- fólk og vini utan héraðs og þeim sárni stundum hve framboðið á íþróttastarfi er takmarkað. Í dalabyggð eru nú um 100 börn og unglingar en Rúna bend- ir á að vart hafi orðið við áhuga úr nærliggjandi byggðum, meðal annars Hólmavík og Reykhólum, um mögulegt samstarf en um 60 börn búa í téðum sveitarfélögum. Íþróttafélagið hefur nú gefið út dagskrá fyrir haustönn og er gert ráð fyrir að æfingar hefjist næst- komandi mánudag. til þess að geta tekið þátt í æfingum undra þarf að skrá sig í félagið og er það gert með því að senda tölvu- póst á undri21@gmail.com. Hvert barn greiðir 12 þúsund krónur á önn burtséð frá því hversu marg- ar greinar barnið stundar. Nánar má fræðast um og fylgjast með fé- laginu og starfseminni á Facebook síðu þess. frg/ Ljósm. bj. Fundargestir á kynningarfundi Íþróttafélagsins Undra sem haldinn var fimmtu- daginn 2. september. Íþróttafélagið Undri stofnað í Dalabyggð Skógarmet í Vatnaskógi Keppni í hlaupi í Vatnaskógi. Ljósm. vatnaskogur.is Stjórn Íþróttafélagsins Undra. F.v. Sindri Geir Sigurðarson, Guðrún Blöndal og Berghildur Pálmadóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.