Skessuhorn


Skessuhorn - 08.09.2021, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 08.09.2021, Blaðsíða 31
MIðVIkudAGuR 8. SEptEMbER 2021 SMIÐJUVÖLLUM 32 •AKRANESI WWW.DOTARI .IS•DOTARI@DOTARI.IS LEIKFÖNG - GJAFAVÖRUR - FATNAÐUR OPNUNARTÍMI ALLA VIRKA DAGA 13-18 HELGAR 11-15 SMIÐJUVÖLLUM 32 (HJÁ BÓNUS) Staða kvennaliðs ÍA í knattspyrnu í Lengjudeildinni versnaði enn eftir 0:3 tap gegn Aftureldingu á Akra- nesvelli á laugardag. Aðstæður til knattspyrnuiðkunnar voru ekki upp á það besta á laugardaginn. Strekk- ingsvindur sem stóð á annað mark- ið. Gestirnir úr Aftureldingu léku undan vindi í fyrri hálfleik. Eftir aðeins 40 sekúndna leik fengu þær aukaspyrnu utan vítateigs Skaga- kvenna. Ragna Guðrún Guð- mundsdóttir tók spyrnuna. Skotið fór undan vindinum á mitt mark- ið og datt inn undir þverslána og inn. Erfitt fyrir Anítu Ólafsdóttur markvörð við að eiga. Með vindinn í bakið sóttu gestirnir mun meira en Skagastúlkur vörðust vel og börðust um hvern bolta og héldu leikmönnum Aftureldingar alveg í skefjum sem náðu ekki að skapa sér afgerandi marktækifæri í hálfleikn- um fyrir utan markið. Staðan í hálf- leik 0:1. Með vindinn í bakið í síðari hálf- leik reyndu Skagastúlkur að ógna marki Aftureldingar og komust næst því að jafna þegar Sigrún Eva Sigurðardóttir átti flott skot fyrir utan vítateig eftir að hafa leikið á tvo varnarmenn Aftureldingar, en skotið lenti ofan á þverslánni og aftur fyrir markið. En Afturelding átti sínar skyndi- sóknir og á 79. mínútu leiksins náðu þær einni slíkri þegar Ragna Guðrún Guðmundsdóttir komst upp að endamörkum og sendi fyr- ir markið og þar náði Jade Ari- anna Gentile að skora af stuttu færi þvert gegn gangi leiksins. Við þetta misstu heimakonur aðeins móðinn og Guðrún Elísabet björgvinsdótt- ir skoraði þriðja markið í uppbóta- tíma er hún komst ein inn fyrir og skoraði fram hjá Anítu í markinu og öruggur sigur í höfn. Miðað við gang leiksins var sigur gestanna helst til of stór. Skagakon- ur börðust vel og lögðu allt í leik- inn en það gekk ekki upp að þessu sinni. Það sem helst háði liðinu í þessum leik var hversu erfiðlega liðinu gekk að skapa sér marktæki- færi. Það þarf víst að skora mörk til þess að vinna leiki. Eins og áður sagði er liðið nú alveg á brúninni með að falla úr Lengjudeildinni þegar ein umferð er eftir. En enn er von. ÍA er nú í neðsta sæti með 14 stig, en Hk og Grótta eru þar fyrir ofan með 16 stig. Ef ÍA nær að sigra Hauka í Hafnarfirði á morgun fimmtudag og Hk eða Grótta misstíga sig þá gætu þær bjargað sér frá falli. Hk á heimaleik gegn Augnabliki og Grótta á kR á heimavelli. Leikur Hauka og ÍA á morgun hefst eins og allir leikir síðustu umferðarinn- ar klukkan 19.15. se Víkingur Ólafsvík lék tvo leiki í liðinni viku í Lengjudeild karla í knattspyrnu og sá fyrri var gegn liði kórdrengja á domusnova vell- inum í breiðholti síðastliðinn mið- vikudag. kórdrengir hafa komið á óvart í Lengjudeildinni í ár og eru nú í þriðja sæti, fjórum stig- um á eftir Eyjamönnum sem eiga þó tvo frestaða leiki til góða. Mun- urinn á liðunum var bersýnileg- ur á miðvikudaginn því yfirburð- ir kórdrengja voru miklir og voru þeir komnir í 2-0 eftir 15 mínútna leik með mörkum frá Leonard Sigurðssyni og Gunnlaugi Fann- ari Guðmundssyni. Annað markið var frekar klaufalegt; Marvin darri Steinarsson, markvörður Vík- ings, hefði átt að grípa auðveldlega aukaspyrnu Loic Mbang Ondo en missti boltann úr höndunum á sér fyrir fætur Gunnlaugs sem skoraði auðveldlega. Í seinni hálfleik stjórnuðu kór- drengirnir hraðanum í leiknum og bættu við tveimur mörkum undir lok leiksins. Fyrst var það Magnús Andri Ólafsson með mark sjö mín- útum fyrir leikslok og á lokamín- útunni skoraði Axel Freyr Harð- arson fjórða mark kórdrengja. Lokastaðan 4-0 en Guðjón Þórð- arson, þjálfari Víkings, staðfesti í viðtali eftir leik að hann ætli að halda áfram sem þjálfari liðsins og stjórna liðinu í 2. deild karla á næsta tímabili. Víkingur Ólafsvík lék síðan gegn liði Þróttar í Laugardalnum á sunnudaginn. Þróttur komst yfir strax á þriðju mínútu með marki frá Sam Ford en Harley Willard jafn- aði metin einungis fjórum mínút- um síðar þegar hann fékk boltann í teignum og skaut föstu skoti sem fór af varnarmanni. boltinn datt aftur til Willard sem kláraði fær- ið snyrtilega í fjærhornið. Simon Colina kom síðan Víkingi yfir eftir rúmlega hálftíma leik eftir góðan undirbúning bjarts bjarma barkar- sonar og leiddi Víkingur því þegar flautað var til hálfleiks 1-2. Eftir klukkutíma leik fékk Þrótt- ur vítaspyrnu sem Sam Hewson setti örugglega í vinstra hornið og sendi konráð Ragnarsson, mark- mann Víkings, í hina áttina. Eftir þetta skiptust liðin á að sækja og þrívegis varði konráð ansi vel fyrir Ólsara en hann átti enga möguleika níu mínútum fyrir leikslok þegar boltinn fór af varnarmanni og yfir hann í markið. undir lok leiks- ins gerðu Þróttarar út um leikinn með tveimur mörkum, fyrst skor- aði kairo Edwards-John og síðan daði bergsson fyrir heimamenn og stórsigur Þróttar í höfn, 5-2. Víkingur er með fimm stig í Lengjudeildinni þegar tvær um- ferðir eru eftir. Eftir að fjölgað var í Lengjudeildinni árið 2007 úr tíu liðum í tólf hafa tvö lið feng- ið færri stig en Víkingur hefur nú. Árið 2013 fékk Völsungur aðeins tvö stig og árið eftir lið tindastóls fjögur stig. Metið yfir flest mörk á sig á einu tímabili á Völsungur með 85 mörk, tindastóll 71 mark og Víkingur er nú kominn með 71 mark á sig á þessu tímabili og því líklegur til að komast í annað sætið á þessum vafasama lista. Næsti leikur Víkings og síðasti heimaleikur liðsins í sumar er gegn Gróttu á Ólafsvíkurvelli næsta laugardag og hefst klukkan 14. vaks Guðjón Þórðarson stýrir liði Víkings árið 2022. Ljósm. af. Víkingur tapaði gegn Kórdrengjum og Þrótti Staðan orðin erfið hjá Skagakonum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.