Skessuhorn


Skessuhorn - 08.09.2021, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 08.09.2021, Blaðsíða 19
MIðVIkudAGuR 8. SEptEMbER 2021 19 Þeir voru önnum kafnir skipverj- arnir á Sigurborgu SH á mánu- dagsmorgun er þeir voru að landa upp úr skipinu. Þetta var fyrsti túr á nýju fiskveiðiári sem hófst 1. sept- ember síðastliðinn. Nú fara síð- ustu skemmtiferðaskip sumarsins að koma á næstu vikum en reikn- að er með að síðasta skipið verði í Grundarfirði í lok september. tfk „Þetta er fallegt veiðisvæði hérna í Straumunum. Við höfum að- eins orðið varir við fiska, sáum lax stökkva hérna áðan,“ sagði Þór Hauksson sem var við veið- ar á svæðinu um helgina. Nú hafa veiðst 127 laxar í Straumunum í sumar og eru tíu af þeim hnúðlaxar. En silungsveiðin hefur verið góð og hafa veiðst um 340 silungar og sjó- birtingar sjást einnig stökkva. „Já, ég fékk tvo góða kippi áðan, sjó- birtingar líklega,“ sagði Ingvar J. bender sem var við veiðar aðeins ofar á svæðinu og fékk hann einn sjóbirting. Svæðið er fallegt og skemmti- legir veiðistaðir, en það er kannski ekki alveg göngutíminn á fiski þessa dagana nema þá helst sjóbirtingur- inn sem er á ferðinni. Þó veidd- ust lúsugir laxar í fyrradag. Ýmsar flugur hafa gefið vel í sumar, eins og kolskeggur, Rauð Frances og Collie dog. Margir hafa veitt vel á svæðinu í sumar eins og veiðifélag- ið Óðflugur sem fékk ellefu laxa fyrr í sumar en konurnar hafa veitt þarna til fjölda ára. bestu staðirnir í Straumunum eru Strenghorn og Straumaklöpp, núna undir það síðasta mátt veiða á spún og notfærðu einhverjir sér það. kíkjum aðeins á árnar í kring. brennan hefur gefið 103 laxa, Skuggi 80 laxa, Gljúfurá hefur gef- ið 155 laxa, Norðurá 1300 laxa, Þverá 1200 laxa og Flókadalsá 210 laxa. Nú er sumarið að styttast en enn þá er víða veitt. Það hefur rignt að undanförnu og það hefur hleypt lífi í veiðisumarið undir lokin. gb Vegfarendur á Þjóðvegi 1 í Mela- sveit hafa tekið eftir því að austan megin við þjóðveginn, rétt áður en komið er að Fiskilæk sunnan frá, er eins og eitthvað standi upp úr nokkr- um stórum steinum sem eru þar og standa á víð og dreif upp úr melnum. blaðamaður Skessuhorns stoppaði bílinn á leið sinni þar framhjá ný- verið og ákvað að kanna hvað þetta væri. Þegar betur var að gáð mátti sjá að búið er að líma allskyns stytt- ur á steinana. Á sumum stöðum er jafnvel búið að líma saman tvær eða þrjár styttur og festa á steinana. arg Af fjölmiðlaumfjöllun undanfarna daga mætti ráða að farþegar á leið til landsins þurfi ekki að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr Covid- prófi við komuna. til að fyrir- byggja misskilning vill samgöngu- ráðuneytið árétta að í reglugerð nr. 938/2021 er kveðið á um að ferða- menn á leið til Íslands sem hafa ný- lega fengið Covid-19 og geta því framvísað jákvæðu pCR-prófi sem er eldra en 14 daga og yngra en 180 daga séu undanþegnir þeirri skyldu að framvísa neikvæðu pCR prófi eða antigen hraðprófi. Þetta er eina undantekningin frá þeirri reglu að framvísa verði neikvæðu Covid- prófi við komuna til landsins. „Þeir sem fá jákvæða niðurstöðu úr Covid-19 prófi á leið til landsins fara í einangrun þar sem þeir eru. Að lokinni einangrun geta þeir svo ferðast til Íslands með jákvætt próf sem er eldra en 14 daga og yngra en 180 daga. Þetta er gert svo ríkis- borgarar komist heim til Íslands en festist ekki erlendis. Nýleg breyting á reglugerð um skyldur flugrekenda nr. 650/2021 til að skoða vottorð við byrðingu hefur ekki áhrif á reglugerð um aðgerðir vegna Covid-19 á landamærum Ís- lands nr. 938/2021 og hvaða vott- orð (þ.m.t. um neikvæð próf) ferða- menn þurfi að hafa undir höndum við komuna til landsins. bólusettir þurfa eftir sem áður að koma með neikvæða niðurstöðu úr pCR-prófi / antigen hraðprófi við komuna til landsins. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um þær sóttvarnarregl- ur sem gilda við komu til Íslands á Covid.is,“ segir í tilkynningu frá ráðuneyti samgöngumála. mm Landað úr Sigurborgu Árétting um sóttvarnarreglur við komu til landsins Séra Þór að renna fyrir fisk í Straum- unum um helgina. Straumarnir hafa gefið 127 laxa Séra Þór Hauksson og Ingvar J Bender með urriða um helgina í Straumunum í Borgarfirði. Ljósm. gb. Styttur á steinum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.