Skessuhorn - 08.09.2021, Blaðsíða 30
MIðVIkudAGuR 8. SEptEMbER 202130
Ef þú þyrftir að borða
sömu máltíðina alla daga það
sem eftir er, hvaða máltíð
væri það?
Spurning
vikunnar
(Spurt á Akranesi)
Ólafur Valur Valdimarsson
„Steik og meðlæti.“
Fannar Björnsson
„Nautalund og bernaise.“
Aron Helgi Halldórsson
(Ronni Rauði)
„Mexíkósk vefja.“
Ronja Hjartardóttir
„bleikja og kartöflur.“
Magnea Baldvinsdóttir
„Humarsúpa.“
knattspyrnufélagið kári á Akranesi
er fallið niður í 3. deild. Það varð
endanlega ljóst eftir tapleik gegn
toppliði Þróttar úr Vogunum 0:5 í
leik sem fram fór í Akraneshöllinni
á föstudagskvöldið.
Það má segja að allt frá byrjun
hafi sést í hvað stefndi. Þróttur var
sterkari aðilinn á flestum sviðum
leiksins og náði forystunni strax
á 12. mínútu þegar Ragnar Þór
Gunnarsson skoraði með skalla á
fjærstöng eftir hornspyrnu. Þróttur
bætti við öðru marki á 38. mínútu
þegar Rubén Lozano Ibancos skor-
aði með föstu skoti utan úr víta-
teignum einn og óvaldaður eftir
langt innkast sem skallað var frá af
káramönnum beint fyrir fætur Ru-
béns. Staðan 0:2 í hálfleik.
Aðeins tólf mínútur voru liðnar
af síðari hálfleik þegar þriðja mark
gestanna leit dagsins ljós. Þá átti
Rubén skot í varnarmann kára og
af honum fór boltinn í þverslána og
beint á kollinn á Alexander Helga-
syni sem skoraði auðveldlega.
Þremur mínútum síðar bætti Þrótt-
ur við fjórða markinu þegar varnar-
menn kára misstu boltann klaufa-
lega frá sér í vörninni og Rubén
komst í gegn og skoraði auðveld-
lega fram hjá Gunnari braga Jónas-
syni í marki kára. Einstefnan hélt
áfram og tveimur mínútum fyrir
leikslok skoraði Alexander Helga-
son fimmta mark gestanna en þeir
léku á milli sín óáreittir fyrir framan
vítateig kára og loks tók Alexander
skot alveg út við stöng og tryggði
öruggan stórsigur gestanna.
Þrátt fyrir að kári hafa endan-
lega fallið eftir þetta tap þá stefndi
nokkurn tíma í það óumflýjanlega.
Liðið var í basli lengt af sumars
þó að margir leikjanna hafi tapast
naumlega með einu marki en þá
vantaði herslumuninn. Að mörgu
leyti skiljanlegt. Lið kára byggðist
á strákum úr 2. flokki ÍA og nokkr-
um eldri reynsluboltum af Skagan-
um. En flest önnur lið deildarinnar
voru vel mönnuð og með 2-4 er-
lenda leikmenn á sínum snærum.
En vonandi ná þeir vopnum sínum
að nýju og gera atlögu að 2. deild-
inni næsta sumar.
Næsti leikur kára í deildinni er
síðasti heimaleikur sumarsins gegn
Haukum í Akraneshöllinni næsta
sunnudag og hefst klukkan 14.
se
Skagamennirnir Ísak bergmann
Jóhannesson og Arnór Sigurðsson
höfðu báðir vistaskipti í fótboltan-
um í sumar.
Ísak bergmann Jóhannesson
gekk til liðs við danska stórlið-
ið FC köbenhavn í síðustu viku
frá Norrköping og skrifaði hann
undir samning hjá félaginu til árs-
ins 2026. Eftir þriggja ára veru hjá
Norrköping hefur hann ákveðið að
taka stærra skref. Ísak sem er aðeins
18 ára gamall hefur vakið mikla at-
hygli fyrir hæfileika sína og á mikla
framtíð fyrir sér í knattspyrnunni.
Arnór Sigurðsson fór að láni til
ítalska félagsins Venezia sem er ný-
liði í ítölsku A-deildinni en liðið
vann sig upp í efstu deild á Ítalíu
í vor. Áður en til þess kom fram-
lengdi Arnór samning sinn við
CSkA Moskvu um eitt ár og er
samningsbundinn félaginu til árs-
ins 2024. Lánssamningur Arnórs er
út þetta keppnistímabil. Arnór sem
er 22 ára gamall fór upphaflega af
Skaganum til Norrköping í Svíþjóð
en eftir tvö ár þar var hann keyptur
til CSkA Moskvu sumarið 2018.
Á þremur tímabilum með CSkA
Moskvu hefur Arnór leikið 66 leiki
með liðinu í rússnesku deildinni og
skorað 11 mörk. Arnór hefur einnig
leikið í Meistaradeild Evrópu með
liðinu og skoraði þar tvö mörk.
Venezia, eða Feneyjar eins og
borgin er kölluð, er með tvo aðra
Íslendinga á sínum snærum, þá Ótt-
ar Magnús karlsson, sem reyndar
hefur verið lánaður til CAN Siena
á Ítalíu, og bjarka Stein bjarkason
sem einnig kom af Skaganum. Auk
þeirra eru þeir Jakob Franz pálsson
og kristófer Jónsson á mála hjá fé-
laginu en leika með unglingaliðum
þess. se
Ísak Bergmann og
Arnór hafa vistaskipti
Kári er fallinn í
þriðju deild
Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri
á Akranesi, greinir á Facebook síðu
sinni frá kynningarfundi í teams
um endurbætur á skólahúsnæði og
framtíðar uppbyggingu í Grunda-
skóla en fundurinn var síðastliðið
mánudagskvöld. Sævar segir á síðu
sinni að glæsileg frumhönnun sé
tilbúin og hvetur hann alla til að
kynna sér þær hugmyndir sem er
ætlað að skila stórglæsilegum nú-
tíma grunnskóla þegar verkefninu
er lokið.
Sævar segir að margvíslegar
skemmtilegar breytingar séu fyrir-
hugaðar. „Hugað er að bættu að-
gengi, betri flóttaleiðum, hljóð-
vist, ljósgæðum og þess háttar sem
stuðla mun að því að virkja sköp-
unarkraft og öflugt menntaum-
hverfi fyrir kennara og nemend-
ur. Þá er jafnframt lagt til að aukin
starfsemi verði á þriðju hæð álm-
unnar. Áfram verður unnið í hönn-
uninni og breytingar kynntar þegar
þær liggja fyrir. Þó hratt hafi verið
unnið til að bregðast við aðstæð-
um, þá höfum við vandað ákvörð-
unartöku og greint vel valkosti í
samstarfi við stjórnendur, fagaðila
og kennara. Mikið hefur reynt á
og mikil vinna verið unnin. bæjar-
stjórn, stjórnendur, kennarar, iðn-
aðarmenn, nemendur og foreldrar
eiga mikið hrós skilið fyrir metn-
að og fyrir frábæran sveigjanleika,“
segir Sævar á síðu sinni.
Starfsfólk skólans lært
mikið af aðstæðum
Sævar Freyr hóf fundinn með stuttu
erindi þar sem hann útskýrði fyrir-
komulag fundarins, rakti forsögu
málsins og greindi frá áherslum
sveitarfélagsins í málinu. Þá kynnti
Sigurður Arnar Sigurðsson, skóla-
stjóri Grundaskóla, aðgerðir sem
starfsfólk skólans ásamt fleirum
hefur unnið að frá því að endanleg
skýrsla með úttekt á húsnæði skólans
frá Verkís barst og var kynnt 17. mars
síðastliðinn. Sigurður Arnar greindi
meðal annars frá því að starfsfólk
skólans hafi lært mikið af þeim að-
stæðum sem hafa skapast og skólinn
hefur ekki þurft að loka einn einasta
dag vegna aðstæðna. Þá kynnti Sig-
urður framkvæmdir sem nú þegar
hefur verið farið í til umbóta m.a. í
unglingadeild og svokallaðri stjórn-
endaálmu auk skólalóðarinnar.
Að síðustu kynnti kristján Garð-
arsson frá Andrúm arkitektum for-
hönnun á stjórnendaálmu og C álmu
þar sem heimastofur yngsta stig
verða staðsettar ásamt list- og verk-
greinakennslu o.fl. kristján skýrði
frá því að við hönnun C álmu hafi
allt rými húsnæðisins verið hannað
að nýju. Þá er jafnframt lagt til að
aukin starfsemi verði á þriðju hæð
álmunnar.
frg /Ljósm. úr kynningu Andrúms
Arkítekta ehf. Miðrými á 2. hæð Grundaskóla.
Metnaðarfull áform um
umbreytingu Grundaskóla
Ásýnd Grundaskóla eftir breytingar.