Skessuhorn


Skessuhorn - 08.09.2021, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 08.09.2021, Blaðsíða 2
MIðVIkudAGuR 8. SEptEMbER 20212 Haustið er farið að gera vart við sig með tilheyrandi lægðagangi. Haustinu fylgja réttir og jafn- framt fjárrekstur. Ökumenn eru minntir á að gæta varúðar, bæði þar sem fé er rekið yfir vegi en ekki síður vegna fjár sem fjölg- ar við vegi og getur verið óút- reiknanlegt í hegðun. Þá eru eig- endur trampólína og annarra fokgjarnra muna minntir á að ganga tryggilega frá þeim. Á morgun, fimmtudag, er gert ráð fyrir hægri suðvestlægri eða breytilegri átt, bjart verður með köflum. Hiti 8 til 13 stig að deginum. Á föstudag og laug- ardag er reiknað með norð- lægri eða breytilegri átt, 3-8 m/ sek og rigningu af og til, en yfir- leitt þurrt á SA- og A-landi. Hiti 5 til 12 stig. Á sunnudag geng- ur í ákveðna suðaustanátt með talsverðri rigningu S- og V-lands, en úrkomuminna verður NA-til. Heldur hlýnandi. Sunnanátt og rigning á mánudag, en úrkomu- lítið N- og A-lands. Milt í veðri. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hvað finnst þér um götótt föt sem seld eru í búðum?“ 69% svarenda sögðu „Mjög ljót tíska,“ 24% svarenda sögðu „Allt í lagi“ við spurn- ingunni og 8% sögðu: „Bara frá- bær.“ Í næstu viku er spurt: „Hvað finnst þér um agúrkur“? Tinna Ósk Grímarsdóttir og Axel Freyr Gíslason opnuðu í síðustu viku leikfangaverslunina Dótarí á Akranesi. Stappfull verslun af leikföngum og gjafavöru á betra verði en þekkst hefur. Tinna og Axel eru Vestlendingar vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Keypt og rifið BORGARNES: Geng- ið hefur verið frá kaupum borgarbyggðar á húsinu við borgarbraut 55 í borgarnesi, sem síðast hýsti bifreiðaþjón- ustu Harðar og verslun Líf- lands. Þá samþykkti byggð- arráð á fundi sínum síðast- liðinn fimmtudag að húsið á lóðinni verði selt til niðurrifs og í kjölfar þess uppbygging- ar á lóðinni í samræmi við deiliskipulag. Sölunni fylgi lóðarleigusamningur til 50 ára. byggðarráð fól sveitar- stjóra að semja við fasteigna- sölu um sölu fasteignarinnar. -mm Dregur úr fjölda smita VESTURLAND: Hratt dregur úr þeim sem dúsa í einangrun með Covid-19 á Vesturlandi sem og þeim sem þurfa að sæta sóttkví. Samkvæmt samantekt Lög- reglunnar á Vesturlandi síð- astliðinn mánudag voru ell- efu í einangrun á Akranesi og tveir í Stykkishólmi. 19 manns voru þá í sóttkví, all- ir á Akranesi. Þetta er tals- verður munur frá því fyrir helgi þegar 42 voru í sóttkví í landshlutanum og 22 í ein- angrun. Samhljómur er með þessum tölum og þróun á landsvísu, en mjög hefur dregið úr greiningu smitaðra síðustu daga og er faraldur- inn nú í rénun. -mm Leggja Héraðs- nefnd niður DALIR: Á fundi byggðar- ráðs dalabyggðar 26. ágúst síðastliðinn var samþykkt samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að leggja Hér- aðsnefnd dalasýslu nið- ur. „Héraðsnefnd dalasýslu hafði verkefni á meðan fleiri en eitt sveitarfélag var í sýsl- unni. Eftir að sveitarfélögin sem áttu aðild að Héraðs- nefndinni sameinuðust í dalabyggð hefur hún ekk- ert hlutverk lengur og hefur dalabyggð sinnt verkefnum sem voru á vettvangi henn- ar og staðið undir kostnaði vegna þeirra. Því er lagt til að Héraðsnefnd dalasýslu verði lögð niður og verkefni og eignir flytjist til dala- byggðar.“ -mm undanfarna mánuði hefur farið fram undirbúningur vegna nýrr- Í mars síðastliðnum var auglýst út- boð á sjóvörnum í Snæfellsbæ þar sem átti annars vegar að byggja sjó- varnir vestan Gufuskála til að verja gömlu verbúðirnar fyrir ágangi sjávar. Hins vegar voru í verkinu boðnar út sjóvarnir við Ólafsbraut í Ólafsvík. Lægsta boð í verkið kom frá Grjótverki í Reykjavík. Áttu verklok upphaflega að vera eigi síð- ar en 31. júlí en verkið hefur dreg- ist nokkuð vegna breytinga á hönn- un við Ólafsbraut. Rob kamsma, umsjónarmaður verksins hjá Vegagerðinni, segir að væntanleg verklok við sjóvörn í Ólafsvík verði í þessari eða næstu viku. Þá fara framkvæmdir strax af stað við Gufuskála og eru áætl- uð verklok þar í október. „Verk- in voru boðin út sem eitt verk en áhersla lögð á að klára Ólafsvík á undan Gufuskálum. Verkið er unn- ið af Grjótverki, og framkvæmdin er mjög fagleg og verkkaupi mjög sáttur við niðurstöður framkvæmda í dag,“ segir Rob. arg Matvælastofnun barst mánudag- inn 30. ágúst tilkynning frá Arn- arlaxi um gat á nótarpoka einn- ar sjókvíar fyrirtækisins við Haga- nes í Arnarfirði. Gatið uppgötvað- ist við neðansjávareftirlit og er við- gerð á því lokið. Samkvæmt upplýs- ingum Arnarlax var gatið á tveggja metra dýpi og reyndist vera um það bil 2x2 metrar að stærð. Í þessari tilteknu kví voru um 120.000 lax- ar með meðalþyngd 0,8 kg. Neðan- sjávareftirlit hafði áður verið fram- kvæmt 31. júlí síðastliðinn og var nótarpokinn þá heill. Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að eftirlitsmaður frá stofnuninni hafi skoðað aðstæður og viðbrögð fyrirtækisins og er atvikið til meðferðar hjá stofnuninni. Arnarlax lagði út net í samráði við Fiskistofu til að kanna hvort strok hafi átt sér stað. Netanna var vitjað síðdegis á mánudag og þriðjudag. Á mánudag komu tveir fiskar í netin sem reyndust að öllum líkindum sjóbirtingar og á þriðjudag veiddist einn lax sem var rúm tvö kg. Fiskarnir verða sendir til Hafrannsóknastofnunar til greiningar. mm Framkvæmdir hafa dregist við sjóvarnir í Snæfellsbæ Nú eru framkvæmdir við sjóvörn við Ólafsbraut á lokametrunum. Ljósm. af. Mynd frá síðari áfanga fornleifauppgraftrar á Gufuskálum árið 2014. Þegar framkvæmdum lauk var sandpokum raðað upp til varnar fornminjunum við Gufuskálavör. Sífellt hefur nagast úr bakkanum eftir það en grjótvörn nú í haust ætti að stöðva ágang sjávar. Ljósm. úr safni Skessuhorns. Fjallað verður um 120 ára sögu Snæfellsness í nýrri grunnsýningu ar grunnsýningar sem sett verð- ur upp í byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla í Norska húsinu í Stykkishólmi. Fulltrúar frá sveit- arfélögunum á Snæfellsnesi, ásamt fulltrúum frá söfnum og setrum á svæðinu, hafa á tveimur samráðs- fundum rætt allskyns hugmyndir. „Það var dýrmætt að fá áhuga- sama Snæfellinga að þessum und- irbúningi og nú liggja fyrir hönn- unarviðmið, sem höfð verða til grundvallar við gerð handrits fyrir sýninguna og hönnun hennar. Að horfa til alls Snæfellsness, þýðir m.a. að í Norska húsinu þarf ekki að segja sögu sem verið er að gera ljómandi vel í öðrum söfnum og setrum. Einnig er stefnt að því að tengja sýninguna með einhverjum hætti við útisvæði sem Svæðisgarð- urinn Snæfellsnes vill halda á lofti,“ segir í tilkynningu frá Norska hús- inu. „Ákveðið hefur verið að ný sýn- ing muni ná yfir tímabilið 1900 til þessa dags og fjalli um einn spenn- andi þátt í sögu Snæfellsness. Ekki verður upplýst strax hver efnistökin verða, en Snæfellingar geta beðið opnunar með eftirvæntingu, sem er áætluð vorið 2023.“ mm Á samráðsfundum hafa verið ræddar ýmsar hugmyndir og þeim m.a. komið á vegg. Norska húsið í Stykkishólmi. Sjókvíaeldi. Ljósm. úr safni. Gat fannst á sjókví Arnarlax í Arnarfirði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.