Skessuhorn - 08.09.2021, Blaðsíða 24
MIðVIkudAGuR 8. SEptEMbER 202124
Síðastliðinn fimmtudag fékk borg-
arbyggð afhent húsnæðið að digra-
nesgötu 2 í borgarnesi sem það
keypti fyrr á þessu ári af Arion
banka. Starfsemi bankans verð-
ur þó áfram í húsinu en það verð-
ur sömuleiðis nýtt sem ráðhús
sveitarfélagsins. Samkvæmt frétt
á vef borgarbyggðar er nú unnið
að hönnun innra skipulags hússins
en að því loknu verða breytingar á
því boðnar út. „Það er ljóst að með
nýju ráðhúsi mun aðstaða starfs-
manna batna til muna ásamt að-
gengi að þjónustu sveitarfélagsins.
Starfsmenn eru fullir tilhlökkunar
að taka á móti íbúum og gestum í
nýja húsnæðinu á nýju ári en að svo
stöddu er ekki ljóst hvenær flutn-
ingar verða,“ segir í fréttinni.
mm
Leikskólinn Vallarsel á Akranesi
hefur tekið þó nokkrum breyt-
ingum í sumar. búið er að skipta
um jarðveg og setja mjúkar tartan
hellur í staðinn á tveimur stöðum á
svæðinu. Þá er einnig búið að setja
upp ný leiktæki, fjarlægja steina og
snyrta umhverfið. Öðrum meg-
in er leiksvæði sem hentar fyrir þá
yngri og hinum megin er meira
ætlað fyrir þá sem eldri eru. Því er
um að gera fyrir börn og foreldra
og aðra sem vilja fara út að leika að
kíkja í heimsókn en allir leikskól-
ar á Akranesi eru opnir öllum eft-
ir klukkan 16 í miðri viku og all-
ar helgar.
vaks
Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson svæðisstjóri Arionbanka afhendir Þórdísi Sif
Sigurðardóttur blóm þegar húsið var formlega afhent nýjum eiganda. Ljósm.
Borgarbyggð.
Borgarbyggð orðin formlegur
eigandi Digranesgötu 2
Tekið til hendinni á Vallarseli
Pennagrein
Þátttaka í skipulögðu íþrótta- og
tómstundastarfi hefur almennt
reynst einstaklingum til góða. kost-
irnir við slíka þátttöku eru ófáir, en
iðkun skipulags frístundastarfs hef-
ur jákvæð áhrif á andlega og líkam-
lega heilsu, bætir félagslíf, hefur
sterkt forvarnargildi og bætir lífs-
gæði til muna. Hér á landi er mik-
il áhersla lögð á skipulagt frístund-
astarf og að allir hafi tækifæri til að
taka þátt, og þá sérstaklega börn og
ungmenni. Það hefur jákvæð áhrif á
þroska barna og heilsu að taka þátt í
slíku starfi hvort sem þau æfa knatt-
spyrnu, karate, á píanó, rafíþrótt-
ir, taki þátt í skátunum eða hvað
annað. Það er göfugt markmið að
tryggja það að öll börn hafi tækifæri
til að taka þátt.
Styrkjum
frístundaiðkun barna
Það markmið hefur verið viðloð-
andi í mörg ár. Ríkið og sveitarfé-
lög hafa unnið í nánu samstarfi við
íþrótta- og tómstundahreyfingar
landsins til að tryggja gott skipu-
lagt frístundastarf þvert yfir land-
ið ásamt því að tryggja tækifæri til
íþrótta- og tómstundaiðkunar fyr-
ir öll börn óháð efnahag eða félags-
legra aðstæðna. bæði ríki og sveit-
arfélög hafa nýtt fyrirkomulag frí-
stundastyrks í vinnu að umræddu
markmiði. Frístundastyrkur er
ákveðin greiðsla sem flest sveitarfé-
lög bjóða fjölskyldum til að niður-
greiða skipulagða íþrótta- og tóm-
stundaiðkun. tilvist styrks, upphæð
hans og fyrirkomulag er mismun-
andi eftir sveitarfélögum. Einnig
hefur Ásmundur Einar, félags- og
barnamálaráðherra, ráðstafað fé til
slíkrar styrkveitingar frá ríkinu á
tímum Covid-19.
Vaxtarstyrkur
Þrátt fyrir þetta eru fjölskyldur
hér á landi sem ekki ná að standa
straum af kostnaði við frístundaiðk-
un barna sinna. Þetta þarf að laga.
Það er almenn skoðun innan sam-
félagsins um að öll börn eiga skilið
tækifæri til að njóta góðs af skipu-
lögðu íþrótta- og tómstundastarfi,
og Framsóknarflokkurinn tekur í
sama streng.
Ein stærsta áhersla Framsóknar
fyrir komandi alþingiskosningar
er að sjá til þess að ríkið veiti öll-
um fjölskyldum árlegan 60 þúsund
króna vaxtarstyrk fyrir hvert barn
og lækka þannig útgjöld fjölskyldna
vegna frístunda. Fyrir tveggja barna
fjölskyldu yrði styrkurinn 120 þús-
und krónur og fyrir þriggja barna
fjölskyldu 180 þúsund krónur. Sýnt
hefur verið fram á að skipulagt frí-
stundastarf styrkir líkamlegan og
andlegan þroska barna, ýta undir
sjálfstæði þeirra og styrkja sjálfs-
mynd. Þessi aðgerð jafnar tækifæri
barna til virkrar þátttöku í tóm-
stundastarfi svo að ekkert barn
missir af.
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir.
Höfundur situr í 2. sæti á lista
Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.
Vaxtarstyrkur
fyrir frístunda-
iðkun barna
Síðastliðinn laugardag smöluðu
bændur í Hvítársíðu Síðufjallið og
ráku safnið til Nesmelsréttar. Rétt-
in var jafnframt sú fyrsta á Vestur-
landi þetta haustið. Fram undan
eru svo göngur og réttir víðs veg-
ar um landshlutann næstu daga og
vikur.
blaðamaður Skessuhorns kom
við í réttinni og fangaði stemn-
inguna. Réttarhaldið tók fljótt af en
féð er einkum af nokkrum bæjum
í Hvítársíðu og efstu bæjum í Staf-
holtstungum. Eins og sjá má á með-
fylgjandi myndum kemur féð ágæt-
lega vænt af fjalli og höfðu menn
á orði að ef fallþungi verður ekki
þokkalegur nú, eftir gott tíðarfar í
sumar, þá yrði hann það aldrei.
mm
Fyrstu réttir afstaðnar
Féð kom sællegt og fallegt af Síðufjallinu.
Ólafur á Sámsstöðum á spjalli við Þuríði og Árna á Þorgautsstöðum.
Guðmundur frá Sámsstöðum að leyfa
Ólafi Sveini ársgömlum syni sínum að
setjast á bak.
Slakað á á réttarveggnum.
Guðjón á Síðumúlaveggjum og
Sigurður á Bjarnastöðum.
Það fór vel á með þeim Ingólfi á Lundum, Gumma Finns og Dagbjarti á Höfða.
Það urðu fagnaðarfundir með þeim
Daníel á Sámsstöðum og nokkrum af
spöku kindunum á bænum.