Skessuhorn


Skessuhorn - 08.09.2021, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 08.09.2021, Blaðsíða 22
MIðVIkudAGuR 8. SEptEMbER 202122 Skonnortan Wylde Swan lá síðast- liðinn fimmtudag við ankeri nærri Ólafsvík. Vakti hún athygli íbúa enda hin myndarlegasta. Hér var á ferðinni hollenskt skólaskip, svo- kallað „topsail Schooner“. Hún er 63 m löng, 7,5m breið og ná möstr- in 43 metra hæð. Er hún þannig sögð stærsta „top sailes scooner in the world,” eins og segir í lýsingu á henni. Á möstrunum eru sjö segl. tólf manna áhöfn og 36 nemar eru í lengri ferðum skonnortunnar en 120 farþegar í dagsferðum. Wylde Swan var byggt í Þýska- landi 1920 og er því 101 árs. Í upp- hafi var skonnortan búin gufuvél og var fylgdar-eða birgðaskip fyrir síldarflota. Síldinni var landað um borð í þetta skip sem flutti farm- inn svo á markað. Skútan hefur haft viðkomu í mörgum höfnum hér á landi undanfarnar vikur. Frá Ólafs- vík lá leið hennar til Reykjavíkur á föstudaginn. af Starfsmenn borgarverks mættu á Snæfellsnesið síðastliðinn sunnu- dag til að leggja seinna klæðingar- lagið á Fróðárheiði, á þann hluta vegarins sem lokið var við að end- urbyggja á síðasta ári. Vegarkafl- inn er 4,7 kílómetrar en þegar þetta er skrifað var búið að leggja niður að Laxárgljúfri en ekki var hægt að gera mikið vegna rigningar á mánu- daginn. Þetta er ekki eina verkið sem borgarverk er að vinna fyrir Vega- gerðina á Snæfellsnesi. Fyrirtæk- ið lagði fyrr í sumar á tæplega átta kílómetra kafla á Snæfellsnesvegi sunnanverðum frá Haffjarðará að Fróðárheiði. Þá á eftir að leggja stutta kafla á nokkrum stöðum á nesinu; á Útnesveg einn kílómetra frá gatnamótum við Fróðárheiði og einn kílómetra í átt að Ólafs- vík. Á Snæfellsnesvegi frá Fróðár- heiði og inn að Vatnaleið á eftir að leggja yfir um ellefu kílómetra og á Vatnaleiðinni sjálfri um einn kíló- metra. Þetta eru því alls 26 kíló- metrar af yfirlögnum. Í sumar var einnig malbikaður hluti af Rifs- hafnarvegi, þjóðvegurinn í gegnum Grundarfjörð og að hluta þjóðveg- urinn í Stykkishólmi alveg niður að baldursbryggju og bílastæðum í Súgandisey. Nú þarf hins vegar að fara að stytta upp svo hægt verði að ljúka þessum framkvæmdum fyrir veturinn. þa Í sumar var greint frá því að unn- ið væri að því að koma upp klifur- vegg í Íþróttamiðstöðinni í Stykk- ishólmi. Á vef Stykkishólmsbæjar kemur fram að þessari framkvæmd er nú lokið og hefur þessi glæsi- legi veggur verið tekinn í notkun. kristján Sveinsson, í samstarfi við Stykkishólmsbæ, sótti um styrk í uppbyggingarsjóð Vesturlands og hlaut þaðan styrk í verkefnið upp á fimm hundruð þúsund krónur. Veggurinn er átta metrar að hæð og skemmtileg viðbót í það fjöl- breytilega íþróttastarf sem unnið er í Stykkishólmi. Á veggnum eru miserfiðar klifurleiðir og hentar hann því bæði byrjendum og þeim sem eru lengra komnir í íþróttinni en klifurleiðirnar eru skilgreindar eftir litum á gripunum. Lítið mál er að færa gripin til á veggnum og búa þannig til nýjar leiðir og til að breyta til annað slagið. Áhugasömum klifrurum er bent á að hægt er að kaupa aðgang að íþróttasalnum og spreyta sig á veggnum. Leyfilegt er að klifra í ákveðna hæð án þess að vera í línu en ekki er leyfilegt að vera í línu nema hafa hlotið þjálfun til þess eða vera með leiðbeinanda. Einn- ig er stefnt að því að bjóða upp á opna daga þar sem áhugasamir geta prófað að klifra undir leiðsögn síð- ar í þessum mánuði og verður það auglýst þegar nær dregur. vaks Klæðning lögð á Fróðárheiði. Borgarverk í yfirlögnum á Snæfellsnesi Wylde Swan utan við Ólafsvík. Aldargömul skonn- orta á ferð um landið Nýi klifurveggurinn í Stykkishólmi. Ljósm. Stykkishólmsbær. Klifurveggur fullbúinn í Stykkishólmi Fjölmiðlanefnd birtir úthlutun um rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla Úthlutunarnefnd, sem mennta- og menningarmálaráð- herra skipaði um úthlutun rekstrarstuðnings til einka- rekinna fjölmiðla árið 2021, hefur lokið störfum í ár. Fjölmiðlanefnd sá um umsýslu umsókna og veitti út- hlutunarnefnd sérfræðiaðstoð vegna þeirra. Í tilkynn- ingu frá nefndinni kemur fram að alls hafi 23 umsókn- ir borist um rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla og samtals hafi verið sótt um rekstrarstuðning að fjár- hæð 880 milljónir króna. tveimur umsóknum var synj- að og tveimur umsóknum vísað frá, þar sem þær bárust eftir lögbundinn frest. Í 62. gr. laga um fjölmiðla kemur fram að rekstrar- stuðningur skuli að hámarki vera 25% af stuðnings- hæfum rekstrarkostnaði umsækjenda. Þá ráðist endan- legt hlutfall af umfangi og fjölda umsókna. til úthlut- unar voru 392 millj. kr. að frádregnum kostnaði vegna umsýslu, auglýsinga, þóknunar fyrir störf úthlutunar- nefndar o.fl. sem var um 0,8% af heildarfjárhæð eða 3.152.661 kr. til úthlutunar voru því 388.847.339 kr. Samkvæmt ákvörðun úthlutunarnefndar hljóta eftir- farandi 19 fjölmiðlaveitur rekstrarstuðning árið 2021: Árvakur hf. 81.450.544 kr. Bændasamtök Íslands 12.417.595 kr. Elísa Guðrún ehf. 3.294.881 kr. Fótbolti ehf. 4.900.573 kr. Fröken ehf. 5.188.036 kr. Kjarninn miðlar ehf. 14.405.244 kr. Leturstofan ehf. 1.461.257 kr. MD Reykjavík ehf. 5.756.188 kr. Myllusetur ehf. 26.834.860 kr. N4 ehf. 19.401.735 kr. Skessuhorn ehf. 9.311.410 kr. Steinprent ehf. 1.925.017 kr. Sýn hf. 81.450.544 kr. Torg ehf. 81.450.544 kr. Tunnan prentþjónusta ehf. 1.788.100 kr. Útgáfufélag Austurlands ehf. 3.369.770 kr. Útgáfufélagið ehf. 2.456.080 kr. Útgáfufélagið Stundin ehf. 25.303.378 kr. Víkurfréttir ehf. 6.681.581 kr. mm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.