Skessuhorn


Skessuhorn - 08.09.2021, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 08.09.2021, Blaðsíða 13
MIðVIkudAGuR 8. SEptEMbER 2021 13 Hjá Olís er lögð áhersla á góðan aðbúnað starfsfólks, stuðning til náms og heilsu- eflingar, heiðarleika í samskiptum, snyrtimennsku og fagleg vinnubrögð. JAFNLAUNAVOTTUN 2019–2022 LAUS STÖRF Á ÞJÓNUSTUSTÖÐ OLÍS, BORGARNESI Við leitum að starfsfólki bæði í dagvinnu og vaktavinnu. Störfin felast í almennri afgreiðslu, vörumóttöku og áfyllingu, þrifum og öðru tilfallandi. Hæfniskröfur • Snyrtimennska og reglusemi. • Jákvæðni, dugnaður, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum. Í boði er annarsvegar starf í dagvinnu og hinsvegar í vaktavinnu þar sem unnið er á 12 tíma vöktum. Starfsfólk nýtur góðra afsláttarkjara og styrks til heilsueflingar. Umsóknir á olis.is Umsóknarfrestur til og með 12. september VIÐ LEITUM AÐ TRAUSTU STARFSFÓLKI Sýslumaðurinn á Vesturlandi SK ES SU H O R N 2 02 1 Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar Kosið verður til Alþingis laugardaginn 25. september 2021. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin. Í umdæmi Sýslumannsins á Vesturlandi fer hún fram á eftirtöldum stöðum: Akranesi - skrifstofu sýslumanns, Stillholti 16-18 Mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00 til 15:00 en kl. 09:00 til 14:00 á föstudögum. Borgarnesi - skrifstofu sýslumanns, Bjarnarbraut 2 Mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00 til 15:00 en kl. 09:00 til 14:00 á föstudögum. Búðardal - skrifstofu sýslumanns, Miðbraut 11 Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 09:30 til 13:00. Eyja- og Miklaholtshreppi - skrifstofu hreppsstjóra, Þverá Alla virka daga kl. 12:00 til 13:00. Stykkishólmi - skrifstofu sýslumanns, Borgarbraut 2 Mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00 til 15:00 en kl. 09:00 til 14:00 á föstudögum. Frá 6. september er einnig hægt að kjósa á neðangreindum stöðum: Grundarfirði – skrifstofu Grundarfjarðarbæjar, Borgarbraut 16 Alla virka daga kl. 10:00 til 14:00. Snæfellsbæ - skrifstofu Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4 Alla virka daga kl. 09:00 til 12:00 og 13:00 til 15:30. Hægt er að kjósa á öðrum tíma samkvæmt nánara samkomulagi við viðkomandi kjörstjóra. Kjósendum er bent á að hafa persónuskilríki meðferðis á kjörstað. Stykkishólmi, 1. september 2021 Sýslumaðurinn á Vesturlandi Sveinn Arnar Sæmundsson, sem hefur verið organisti og kórstjóri hjá Akraneskirkju í tæp 20 ár, hef- ur ákveðið að taka sér árs leyfi frá störfum og verið ráðinn organisti í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði. Frá þessu segir á vef Víðistaðakirkju en Sveinn Arnar tekur við af Helgu Þórdísi Guðmundsdóttur sem starf- að hefur sem organisti síðastliðin níu ár en lét af störfum nú í sum- ar er hún tók við stöðu skólastjóra Listaskólans í Mosfellsbæ. Sveinn Arnar er Skagfirðingur að uppruna og hefur á starfsferli sínum ver- ið organisti í Skagafirði, tónlistar- kennari og stjórnað ýmsum kórum, meðal annars kirkju- og kammer- kór Akraness, Skagfirska kamm- erkórnum og karlakórnum Heimi svo einhverjir séu nefndir. Þá var hann einn af stofnendum kalman listafélagsins á Akranesi árið 2013 sem staðið hefur fyrir fjölda við- burða á Akranesi. Sveinn Arnar var valinn bæjarlistamaður Akraness árið 2012.“ Sveinn Arnar hefur þegar hafið störf í Hafnarfirði og segir á fés- bókarsíðu sinni að hann kveðji Akranes í bili að minnsta kosti og það hafi verið einstaklega gott að vera á Akranesi. „Akraneskirkja býður upp á frábært starfsumhverfi og þar starfar fólk sem ég tel í alla staði einstakt. kórstarfið hefur ver- ið blómlegt og verður það áfram. Góður kór sem er mikilvægur hlekkur í safnaðarstarfinu. Ég skil sáttur við en þó með söknuði. takk fyrir mig.“ Hilmar Örn Agnarsson, organ- isti og kórstjóri, hefur tekið við sem organisti Akraneskirkju í eitt ár. Árið 1991 var Hilmar Örn ráð- inn organisti við Skálholtsdóm- kirkju og stjórnaði þar öflugu tón- listarlífi til loka árs 2008. Hann tók við stöðu organista í kristskirkju, Landakoti í Reykjavík, í byrjun árs 2009. Hilmar Örn er einnig þekkt- ur fyrir að hafa starfað í hljómsveit- inni Þey sem var framsækin rokk- og pönksveit sem starfaði á árunum 1980-1983 en þar spilaði hann á bassa en Þeysarar, eins og þeir voru oftast kallaðir, gáfu út fjórar breið- skífur og fjórar smáskífur á sínum stutta ferli. vaks Sveinn Arnar Sæmundsson. Ljósm. úr safni. Sveinn Arnar ráðinn organisti í Víðistaðakirkju

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.