Skessuhorn


Skessuhorn - 08.09.2021, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 08.09.2021, Blaðsíða 21
MIðVIkudAGuR 8. SEptEMbER 2021 21 Umsjónarkennara og þjálfara Dagur í lífi... Nafn: Elinbergur Sveinsson Fjölskylduhagir/búseta: Giftur Hafdísi bergsdóttur, búum á Akra- nesi ásamt strákunum okkar þeim bergi breka, Sveini Þór og Indr- iða. Starfsheiti/fyrirtæki: umsjón- arkennari í brekkubæjarskóla og þjálfari 2. fl.kk hjá ÍA Áhugamál: Íþróttir almennt, mest þó fótbolti og svo byrjaði ég aft- ur í golfi núna í sumar. Hef einn- ig lúmskt gaman af útilegum, fjár- festi í tjaldi í fyrra og við reynum að skjótast í nokkrar útilegur yfir sumarið þegar tími gefst til. Dagurinn: Miðvikudagurinn 1. september 2021 Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerð- ir? Ég vaknaði kl. 07.05 og það fyrsta sem ég gerði var að slökkva á vekjaraklukkunni. Hvað borðaðirðu í morgunmat? borða yfirleitt aldrei neitt, fæ mér vatnsglas og góðan kaffibolla áður en ég legg af stað út úr húsi. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? kl. 7.50 keyrum við af stað á leikskólann með þann yngsta, er svo kominn í brekkó um kl. 08.00 Fyrstu verk í vinnunni? Það var að bjóða eldhressum 10. bekking- um góðan daginn og fór yfir það sem er á dagskrá hjá þeim í dag. Lásum svo saman einn kafla úr bókinni ,,Vertu ósýnilegur.“ Hvað varstu að gera klukkan 10? Útiverusmiðja með 8., 9. og 10. bekk – Hópurinn minn kíkti á tjaldsvæðið þar sem farið var í nokkra útileguleiki. Hvað gerðirðu í hádeginu? Skaust heim og skipti um sokka- par, greip einn Hleðslu-drykk og heyrði aðeins í Sigga Jóns sem þjálfar með mér 2. flokk karla. Hvað varstu að gera klukkan 14? teymisfundur hjá tíunda bekkjar- teyminu. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? kl. 15.30 stimplaði ég mig út og það síð- asta sem ég gerði var að fara yfir skipulagið fyrir morgundaginn í kennslu. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Smá innkaup í bónus, leikskóli og heim. Skundaði svo fljótlega af stað suður til Reykjavíkur þar sem ég var með tvo leiki hjá 2. flokki ÍA gegn Fram. Hvernig var kvöldið? kvöldið var fínt, ágætis veður í Safamýrinni. Strákarnir í 2. flokki spiluðu fína leiki bæði í A og b liðum, unnu sína leiki og sýndu flotta frammi- stöðu. Nældi mér svo í góða pylsu á N1 Ártúnshöfða á leiðinni heim. Hvenær fórstu að sofa? Ég var kominn heim aftur um rúmlega 23.30 og sofnaður rétt eftir mið- nættið ef ég man þetta rétt. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? burstaði tennur, setti símann í hleðslu og færði svo yngsta strák- inn minn yfir í sitt rúm. Hvað stendur upp úr eftir dag- inn? Flottur dagur í dag, mikið um að vera. Þetta var langur dagur en skemmtilegur. Það er ekki sjálfgef- ið að vinna með flottu og skemmti- legu fólki alla daga en ég hef ver- ið lánsamur með það í brekkubæj- arskóla frá því ég byrjaði að kenna þar fyrir rúmum tíu árum. Sömu sögu má segja um knattspyrnufélag ÍA en þar er ég að klára mitt sjö- unda ár í þjálfun. Eitthvað að lokum? Áfram Arsenal! Sumarblóm lífga nú upp á farveg- inn sem stóra skriðan ruddi á Seyð- isfirði í desember. blómaunnandi úr búðardal gerði sér ferð aust- ur í síðustu viku til að gróðursetja í skriðufarið. Hann segir magn- að að sjá hvernig skriðan hefur breyst síðustu mánuði. Í frétt Aust- urgluggans, héraðsfréttablaðs á Austurlandi segir: „Það var Svavar Garðarsson úr búðardal sem kom til Seyðisfjarðar á miðvikudags- kvöld á sendiferðabíl með um 200 sumarblóm meðferðis. Eftir að hafa skoðað svæðið hófst hann handa við að planta blómunum í farveg skrið- unnar innan við búðará. Ferð Svav- ars átti sér reyndar langan aðdrag- anda því hann hafði samband við sína sveitarstjórn strax 20. desemb- er, tveimur dögum eftir stóru skrið- una,“ segir í frétt Austurgluggans. „Ég fór þess á leit við dala- byggð að skipuleggja ferð sjálf- boðaliða hingað til að sá í skrið- una. Hugmyndin var þannig að sveitarfélögin öfluðu fjár fyrir fræj- um, áburði og ferðakostnaði. Ég var að vona að undirtektirnar yrðu það góðar að hægt yrði að tilkynna þetta sem jólagjöf frá hinum end- anum á landinu til Seyðisfjarðar, að við kæmum um sumarið til að sá í skriðuna,“ segir Svavar. Svar dala- byggðar barst ekki fyrr en í janú- ar en það var jákvætt. Ekkert varð þó af ferð Vestlendinga fyrr en nú, þar sem heimamenn sáu sjálfir um að sá grasfræi í skriðuna snemma í sumar. Óvenju mikið af fræjum En hugmyndin var ekki dottin alveg upp fyrir. Svavar hefur árum sam- an ræktað sumarblóm og sett nið- ur í dalabyggð. Ræktunin hjá hon- um hefst snemma á árinu og segist hann hafa sett niður óvenju mikið af fræjum í ár með það bak við eyr- að að ef vel tækist til myndi hann fara austur með það sem hann not- aði ekki heima. Ræktunin lukkaðist vel því blóm uxu upp af nánast öll- um fræjum. Þegar Svavar var búinn að setja út þau blóm sem hann ætl- aði sér í dölunum var tími kominn á austurferðina. blómin sem hann fór með eru sumarblóm þannig og þótt einhver þeirra eigi að vera fjöl- ær, samkvæmt upplýsingum á fræ- bréfunum, virðist það ekki virka í íslenskri veðráttu. Það veltur því á haustinu hversu lengi blómin dafna á Seyðisfirði. „Ég sá fyrir mér að þau myndu lengja sumarið fyrir Seyðfirðinga. Ef það tíðarfar sem hefur verið nú er komið til að vera þá set ég niður pálmatré hér næsta sumar,“ segir Svavar. Einu sinni komið á Seyðisfjörð Svavar, sem ólst upp í Reykhóla- sveit, á annars engin tengsl við Seyðisfjörð. Hann kveðst einu sinni hafa komið þangað áður, fyrir um 40 árum, en telur sig eiga nokkuð af skyldmennum í gegnum sameig- inlega formóður af Héraði. Skriðu- föllin snertu þó við honum eins og mörgum landsmönnum. „Hér tapaðist heil götumynd sem bærinn var þekktur fyrir. Það voru ekki bara Seyðfirðingar sem töpuðu henni heldur við öll. Eftir skriðuna var spurning hvort við gætum ekki gert eitthvað fyrir Seyðisfjörð og Seyðfirðinga hvert og eitt. Ég gat alveg sett niður fleiri fræ. Við svona aðstæður langar marga að gera eitt- hvað en fá ekki hugmynd sem þeim finnst nothæf. En það er ýmislegt hægt. til ferðarinnar þurfti ég sendiferðabíl sem ég átti ekki. Eig- endur bílsins lánuðu mér hann án endurgjalds þegar þeir vissu hvað ég ætlaði að gera. Þannig gera þeir eitthvað fyrir staðinn.“ Búið að gjörbylta skriðunni Svavar segir mikil viðbrigði að sjá skriðuna á Seyðisfirði nú, þeg- ar grasið er farið að koma upp úr henni, samanborið við þær myndir sem landsmenn horfðu upp á í vet- ur. „Það var svakalegt að sjá þetta. En við undirbúning ferðarinnar skoðaði ég myndir til að sjá hvar ég gæti sett blómin. Þá sá ég þetta verk sem hér hefur verið unnið. Ég trúði því varla að þetta gæti gerst á svona stuttum tíma. Það er búið að gjör- bylta skriðunni, það sér hana varla nokkur en í staðinn er komið þetta listaverk,“ segir hann. En skriðan er þó kannski ekki besti staðurinn til gróðursetningar. „Mér hefur gengið hægt því það er svo mikið grjót í jarðveginum. Þá er maður lengi að gera holuna, þarf að fiska upp steina og hafa hana stóra til að geta sett gróðurmold í kring- um hverja plöntu.“ Blóm gleðja Sem fyrr segir hefur Svavar starfað lengi að fegrun umhverfis á sínum heimaslóðum og unnið þar mik- ið sjálfboðaliðastarf. Að hans hug- mynd setti dalabyggð á fót sjóð til styrktar sjálfboðaliðaverkefnum fyr- ir um áratug sem hann og fleiri hafa nýtt til að taka til hendinni. blóm- in eru hans eftirlæti. „Það er gaman að setja niður fræ og sjá hvort eitt- hvað komi upp og þá hvernig það líti út. blóm gleðja yfirleitt og þess vegna er þetta skemmtilegt,“ segir hann. Svavar kveðst hafa fengið jákvæð viðbrögð við framtakinu á Seyðis- firði. „Þeir sem ég veit að eru héð- an og hafa stoppað hjá mér til að tjá sig eru ánægðir. Hvað útlend- ingana varðar þá ákveð ég að þeir séu að tala fallega um blómin – því ég skil ekki orð,“ sagði Svavar. Gunnar Gunnarsson ritstjóri Aust- urgluggans skráði og birti með- fylgjandi viðtal við Svavar í blaði sínu og sendi það jafnframt Skessu- horni, með kærri kveðju til Svavars frá Austfirðingum fyrir framtakið og hlýja strauma. mm/ Ljósm. Austurglugginn/gg Dalamaður gróðursetti blóm í skriðufarið á Seyðisfirði Svavar Garðarsson við minningarstein um skriðuna og sumarblóm. Gróður er nú búinn að hylja mest af skriðunni, meðal annars blómin frá Svavari. Grænn svörður hylur nú skriðusárið.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.