Skessuhorn - 08.09.2021, Blaðsíða 6
MIðVIkudAGuR 8. SEptEMbER 20216
Hafnaði utan
vegar
VESTURLAND: Þriðjudag-
inn í liðinni viku var hringt í
Neyðarlínu og tilkynnt um um-
ferðarslys á Fróðárheiði á Snæ-
fellsnesi. Þá hafði ökumaður
verið einn í bíl og ók út í veg-
kant og missti stjórn á bílnum,
með þeim afleiðingum að bíll-
inn fór yfir vegskilti og hafnaði
utan vegar. Ökumaður kenndi
sér eymsla í hnakka og baki
og var fluttur með sjúkrabíl á
heilsugæslu til frekari skoðunar.
-arg
Grunsamlegar
mannaferðir
VESTURLAND: Þriðjudag-
inn 31. ágúst barst lögreglu
tilkynning um grunsamlegar
mannaferðir á Akranesi. tveir
menn voru þá á vappi í kring-
um hús og bílskúr. Ekki fund-
ust mennirnir en lögreglan er
með bílnúmerið. Þá var hringt
á Neyðarlínu síðdegis á sunnu-
daginn og tilkynnt um grun-
samlegar mannaferðir við
Fjölbrautaskóla Snæfellinga í
Grundarfirði. Hafði einhver
orðið var við mannaferðir þar
sem verið var að taka myndir af
inngangi í skólann og bakhurð.
Viðkomandi ók á brott þegar
einhver kom að. -arg
Eftirlýstur
fyrir að mæta
ekki í sýnatöku
AKRANES: Föstudaginn 3.
september var Lögreglan á
Vesturlandi að leita að manni
sem var eftirlýstur fyrir að hafa
ekki mætt í sýnatöku. Maður-
inn fannst á gangi á Akranesi
og vegna misskilnings var hann
færður í lögreglubíl. Þá kom í
ljós að hann átti að vera í sóttkví
og hefði átt að vera búinn að
fara í sýnatöku. Þýddi það hrað-
próf á alla lögreglumenn sem
komu að málinu og var farið
með manninn í sýnatöku. Fór
þetta þó vel og engin smit urðu
í kjölfar þessa. -arg
Slys í göngunum
HVALFJ.GÖNG: tvö um-
ferðarslys urðu í Hvalfjarðar-
göngum liðna viku. Að degi til
miðvikudaginn 1. september
varð árekstur tveggja bíla þar
sem báðir bílar voru á suðurleið
og annar ökumaðurinn ók aftan
á bílinn fyrir framan. Engin slys
urðu á fólki en púðar sprungu
út með tilheyrandi tjóni. Ann-
ar bíllinn var óökuhæfur eft-
ir slysið. Á sunnudagskvöldið
rétt fyrir klukkan hálf tíu varð
óhapp í göngunum þegar hjól-
barði losnaði af kerru og lenti
framan á bíl sem var að koma
úr gagnstæðri átt. Varð nokkuð
tjón á bílnum og hann óökufær
eftir slysið. Var bíllinn fjarlægð-
ur með dráttarbíl. -arg
Ók um allan veg
HVALFJ. SVEIT: Ökumað-
ur var stöðvaður til móts við
Hagamel í Hvalfjarðarsveit
þriðjudaginn 31. ágúst síðast-
liðinn fyrir að aka um allan veg.
Reyndist ökumaðurinn vera
undir áhrifum áfengis. Maður-
inn var handtekinn og blóð tek-
ið og er málið nú í ferli. -arg
Gítardúett á
Landsnámssetri
BORGARNES: Gunnar
Ringsted og Reynir Hauksson
leiða saman hesta sína á gít-
ardúett tónleikum á Sögulofti
Landnámssetursins í borgar-
nesi föstudaginn 10. september
kl. 20. Þeir munu renna í gegn-
um ólíkan stíl tónlistar, á borð
við jazz, blús, flamenco, rokk
og íslensk þjóðlög með lögum
frá django Reinhardt, Mezzo-
forte, the beatles og mörg-
um fleirum. Gunnar og Reynir
lofa góðri skemmtun og góðum
sögum á milli laga. Aðgangseyr-
ir er 3000 krónur. -mm
Stungu lögreglu af
VESTURLAND: Síðastliðið
fimmtudagskvöld barst Neyð-
arlínu tilkynning um nokkur
„racer“ hjól sem fóru á mikl-
um hraða í gegnum Reykholt
í borgarfirði í átt að Húsa-
felli. Lögreglan fór á staðinn og
mældi hjól á 126 km/klst og gaf
merki til ökumanns að stöðva
með því að kveikja bláu ljósin.
brugðust ökumenn á hjólun-
um þá við með að gefa í botn og
stinga af. Lögreglubifreiðinni
var ekið á eftir hjólunum á hátt
í 200 km/klst en þó án þess að
nálgast hjólin. Ökumennirnir á
hjólunum fundust svo seinna í
Hvalfirði og tókst lögreglu að
stoppa einn þeirra sem kannað-
ist eitthvað við að hafa ekið yfir
100 km/klst. Skrifuð var skýrsla
um málið og er það nú komið í
ferli. upptökur úr myndavélum
verða skoðaðar og verða við-
komandi ökumenn kærðir fyr-
ir að hafa ekið of hratt og ekki
fylgt fyrirmælum lögreglu. -arg
dragnótabátar frá Snæfellsbæ byrj-
uðu nýtt kvótaár með stæl í síðustu
viku. til dæmis fékk Guðmundur
Jensson SH 28 tonn á fyrsta veiði-
degi og þar af voru 24 tonn þorsk-
ur en auk þess skarkoli. Gunn-
ar bjarnason SH var með 17 tonn,
og þar af átta tonn af þorski og 2,5
tonn af ýsu. Ólafur bjarnason SH
var með 18 tonn; sex tonn af þorski
og 9,6 tonn af skarkola. Magnús
Jónasson skipstjóri á Ólafi bjarna-
syni segir að mjög gott verð fáist
fyrir skarkolann. Fékk hann 400
krónur fyrir kílóið á miðvikudag-
inn. „Ég held að þetta góða verð
fyrir kolann komi til að vera,“ seg-
ir hann. Loks komu dragnótabátar í
Rifi að landi með góðan afla og var
uppistaðan hjá þeim þorskur ásamt
skarkola. Magnús SH var með 24
tonn eftir daginn og þar af voru 17
tonn þorskur.
Gott verð í
upphafi vertíðar
Aron baldursson, framkvæmda-
stjóri Fiskmarkaðs Íslands, sagðist í
samtali við Skessuhorn, vera sáttur
við þessa góðu byrjun og átti hann
von á að komandi vertíð yrði góð
þrátt fyrir 13% kvótaskerðingu.
„Það er gott fiskverð eins og er og
mikil eftirspurn eftir fiski. Yfirleitt
er mjög gott verð á haustin, en ég
á von á því að verð haldist gott í
framhaldinu einnig þótt það sé erf-
itt að spá fyrir um það,“ segir Aron.
Meðalverð á þorski 1. september
var 514 krónur fyrir kílóið, sem er
dágott, en verð á þorski yfir 8 kíló
var tæpar 612 krónur. Verð á skar-
kola var um 401 króna.
Skarkolinn héðan
er betri
Sveinn Ingi Ragnarsson, fram-
kvæmdastjóri Elite Seafood, sem
flytur mikið út af skarkola, segir að
það sé mikil eftirspurn eftir skar-
kola bæði í Englandi og Hollandi
um þessar mundir og verð sé hátt.
Sveinn segir það gæðum íslenska
skarkolans að þakka að menn sækj-
ast eftir fiski héðan. Hér séu mun
meiri gæði en í danska og hollenska
kolanum. „Verð kemur til með að
vera í hærri kantinum í haust og á
ég alls ekki von á því að það fari nið-
ur fyrir 250 krónur þegar fram líða
stundir. Megnið af skarkola sem við
kaupum á fiskmörkuðum fer á Eng-
landsmarkað og eru það mest fast-
ir viðskiptavinir sem kaupa af okk-
ur. Það er jöfn og mikil eftirspurn
eftir fiski frá Íslandi,“ segir Sveinn
að lokum.
af
Velferðar- og mannréttindasvið
Akraneskaupstaðar hefur kom-
ið sér fyrir í nýju húsnæði á dal-
braut 4 á Akranesi, en um er að
ræða alls tólf starfsmenn á svið-
inu sem nú flytja starfsaðstöðu
sína í nýtt hús. Eftir næstu helgi
verða allir starfsmenn Akranes-
kaupstaðar komnir með vinnuað-
stöðu á dalbrautinni en ákveð-
ið var nýlega að flytja starfsemi
bæjarskrifstofunnar í húsnæðið
á dalbraut vegna raka og myglu
sem greinst hefur í húsnæði bæj-
arskrifstofunnar við Stillholt. Þær
voru frelsinu fegnar, stöllurnar
Hrefna Rún Ákadóttir og Svein-
borg kristjánsdóttir, þegar blaða-
maður Skessuhorns kíkti við hjá
þeim í vikunni sem leið. Þær segja
að þeim líði mjög vel í nýju húsi á
nýjum stað.
vaks
Dragnótabátar byrjuðu
nýtt kvótaár vel
Einar Hjörleifsson og Orri Freyr Magnússon á Ólafi Bjarnasyni að aflokinni fyrstu
veiðiferð haustsins.
Hrefna Rún og Sveinborg glaðbeittar á
nýju skrifstofunni.
Á nýjum stað