Skessuhorn


Skessuhorn - 08.09.2021, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 08.09.2021, Blaðsíða 18
MIðVIkudAGuR 8. SEptEMbER 202118 Í ágústmánuði opnaði Hendrik björn Hermannsson veitingaþjón- ustuna H-veitingar í borgarbyggð. blaðamaður Skessuhorns kíkti í eldhúsið til Hendriks í Landbún- aðarháskólanum á Hvanneyri í há- deginu á föstudaginn þar sem hann var á fullu að undirbúa hádegismat fyrir fólk á Hvanneyri, í borgarnesi og nærsveitum. Þennan dag bauð hann upp á lasagna, snitsel í raspi, lambapottrétt, sveppasúpu og sal- at, og að sjálfsögðu nýbakað brauð með. Þó að mikið hafi verið um að vera á háannatíma var ekki að sjá annað en það væri mikil gleði í eld- húsinu með Hendrik. Hann hrærði í pottum á milli þess sem hann setti mat í ofninn og ræddi við blaða- mann með bros á vör. Á meðan var starfsfólk hans að undirbúa matar- bakka sem átti að senda í borgar- nes. „Það fer alltaf bíll frá okkur í borgarnes um klukkan hálf tólf alla virka daga. Fólk og fyrirtæki geta hringt og pantað mat hjá okk- ur, hvort sem það er fyrir tvo, þrjá, fjóra eða fleiri og fengið sent,“ seg- ir Hendrik um leið og hann sneiðir niður brauð í matarbakkana. Gaman að vera innan um gesti Þegar allur maturinn er kom- inn fram og nemendur og starfs- fólk á Hvanneyri streymir í matsal- inn sest Hendrik niður með blaða- manni og segir frá nýja fyrirtækinu. Hendrik er þjónn að mennt en árið 2010 fór hann að snúa sér meira að eldhúsinu. „Ég hef verið í þessum bransa í þrjátíu ár og var búinn að reka hótel og veitingastaði í gegn- um tíðina þegar ég fór að snúa mér meira að eldamennsku. Þá hafði ég lært margt af þeim snillingum sem höfðu unnið fyrir mig og ég unnið með í gegnum tíðina. Ég hef gaman að þessu öllu; að elda, þjóna og bara vera í kringum gesti. Ég elska að dekra við fólk, það er mín ástríða,“ segir Hendrik og brosir. Nú síðast var hann hótelstjóri á b59 hótel í borgarnesi en hann tók við því árið 2018 og lét af störfum í júlí á þessu ári. „Þá snéri ég mér að H-veiting- um og að koma því fyrirtæki á lagg- irnar,“ segir hann. Mömmumatur „H-veitingar eru í raun þrjú kons- ept. Það er H-mömmumatur, sem er hér á Hvanneyri alla virka daga, H-veislur sem er veisluþjónusta sem þjónustar í raun bara allt land- ið ef því er að skipta, og svo eru það H-pizzur, sem munu verða opnaðar núna í september,“ seg- ir Hendrik. „H-mömmumatur er hér í mötuneytinu á Hvanneyri og hingað geta í raun allir komið sem vilja, nú eða pantað og fengið sent í borgarnes eða nærsveitir. Við bjóðum upp á ekta mömmumat og erum oftast með tvo til fjóra rétti í boði auk þess sem það er alltaf hægt að fá vegan rétt fyrir þá sem vilja. Við erum með allskonar rétti; kjötbollur, kjötsúpu, fisk, pottrétti, bjúgu og allt þetta hefðbundna, svo einu sinni eða tvisvar í viku er að- eins veglegri mömmumatur; lamb- asteik, purusteik eða jafnvel nauta- lund,“ segir Hendrik og bætir við að alltaf sé þó sama verð. „Hug- myndin er að vera alltaf með okkar besta verð. Súpa og salatbar fylgir alltaf rétti dagsins og kostar aðeins 1.790 kr. En fólk getur keypt tíu skipta kort og fengið rétt dagsins á 1.490 kr. Það er einnig hægt að kaupa bara súpu og salat fyrir 1.190 krónur,“ segir Hendrik. H-veislur og H-pizzur H-veislur er veisluþjónusta H- veitinga. „Við getum komið með veislur í raun hvert sem og þar reynum við að verða við öllum óskum viðskiptavinarins. Við get- um verið með smáréttahlaðborð, kökuhlaðborð, steikarhlaðborð eða jafnvel kvöldverðarseðil með einum og upp í tíu rétti. Hjá H- veislum viljum við reyna að verða við öllum óskum,“ segir Hendrik. „Og við leggjum að sjálfsögðu allt- af upp með að bjóða okkar allra besta verð fyrir alla og að vera að- eins með gæðavörur,“ bætir hann við. Nú í september ætlar hann svo að opna H-pizzur þar sem boð- ið verður upp á heimsendingu af ítölskum gæða pizzum á lágu verði. „Við verðum með ítalskar þunnbotna steinbakaðar pizzur með nóg af áleggi. Við munum líka bjóða upp á súrdeigsbotna ef fólk vill það. En hugmyndin er fyrst og fremst að hafa góðar pizzur á eins lágu verði og við getum, svip- að og hugmyndin á bak við Spað- ann í kópavogi,“ segir Hendrik. „Mér þykir skipta máli að fólk geti leyft sér svona og þá verða verðin að vera sanngjörn,“ bætir hann við og brosir. H-restaurant Seinna í vetur stefnir Hendrik á að opna pizzastað í borgarnesi þar sem fólk getur þá sótt pizzur eða komið og borðað á staðnum. „Við erum að ganga frá því öllu en ég get því miður ekki gefið upp staðsetn- ingu strax,“ segir hann. „En von- andi verður þetta tilbúið fyrir ára- mót og þá verðum við með æðis- legan pizzastað í borgarnesi. Svo seinna í vetur, eftir áramót, er ætl- unin að opna H-restaurant í borg- arnesi. Það er nóg fram undan, við erum bara í fyrstu tröppunni núna og förum svo bara rólega upp stig- ann,“ segir Hendrik og hlær. „Ég er sérstaklega þakklátur fólkinu hér í skólanum, Hvanneyringum, borg- nesingum og öðrum hér úr sveit- inni fyrir yndislegar viðtökur. Það er yndislegt að vera í borgarfirðin- um og mér líður rosalega vel hér. Það er öllu þessu fólki að þakka að þetta tókst og er enn að vaxa,“ segir Hendrik eigandi H-veitinga. arg „Ég elska að dekra við fólk, það er mín ástríða“ Hendrik Björn Hermannsson hefur opnað H-veitingar í Borgarbyggð. Það var nóg að gera hjá Hendrik í eldhúsinu á föstudaginn. Enda bauð hann upp á þrjá rétti dagsins auk súpu og salats. Ferskur salatbar. Smjör er ómissandi á snitsel í raspi. Lasagna sett í bakka fyrir heimsendingu í Borgarnes. Hlaðborðið klárt fyrir matargesti á Hvanneyri.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.