Skessuhorn - 08.09.2021, Blaðsíða 28
MIðVIkudAGuR 8. SEptEMbER 202128
Vörur og þjónusta
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
H P Pípulagnir ehf.
Alhliða pípulagnaþjónusta
Hilmir 820-3722
Páll 699-4067
hppipulagnir@gmail.com
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
8
Fyrir alla vigtun
Húsarafmagn
Töflusmíði
Iðnaðarrafmagn
Bátarafmagn
Bílarafmagn
RAFMAGN
vogir@vogir.is Sími 433-2202
VOGIR
Bílavogir
Kranavogir
Skeifuvogir
Pallvogir
Aflestrarhausar
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
• Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti
BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS
Sími: 860-0708 • bv.sprautun@gmail.com
Vinnum fyrir öll tryggingafélög
Pennagrein
Pennagrein
Atvinnumálin er eitt af gleymdu
málum ríkisstjórnar katrínar Jak-
obsdóttur, en þar hefur verið lát-
ið reka á reiðanum sem hefur gert
ástandið óþolandi. Það er dapurleg
staðreynd að þessi sama ríkisstjórn
hefur beinlínis unnið gegn fram-
leiðslu matvæla hér á landi og þann-
ig stefnt landbúnaði og afleiddum
greinum í stórhættu. Ástandið er
svo erfitt að utanaðkomandi gera
sér ekki grein fyrir því. Þessi atlaga
birtist með ýmsum hætti og má þar
nefna stóraukinn innflutning mat-
vara frá meginlandi Evrópu án þess
að gerð hafi verið minnsta tilraun
fyrir fram til að meta þörfina fyr-
ir slíkt. kemur enda í ljós að hing-
að er flutt miklu meira magn mið-
að við höfðatölu en til dæmis gert
er í Noregi þar sem gangskör hef-
ur verið gerð að því að vernda inn-
lenda framleiðslu norskra bænda.
Á sama tíma virðast ríkisstjórn-
arflokkarnir hér á landi leggja alla
áherslu á að bæta hag stórkaup-
manna og innflytjenda. Þannig hef-
ur utanríkisráðherra til að mynda
gert nýjan tollasamning við bret-
land eftir útgöngu þeirra úr Evr-
ópusambandinu. Þar bætir hann við
nú þegar allt of mikinn innflutning
frá ESb án þess að minnka þann
samning að minnsta kosti samsvar-
andi. Skömmu síðar kynnir sami
ráðherra að hann muni framvegis
hafa Félag atvinnurekenda með í
ráðum við gerð milliríkjasamninga.
Þar með eru innflytjendur og stór-
kaupmenn settir við stjórnvölinn á
meðan hagsmunasamtökum bænda
eru algerlega sniðgengin. Hvernig
geta stjórnvöld varið svona ákvörð-
un?
Atlaga ráðherra
að landbúnaði
Margir undrast að ríkisstjórn Vinstri
grænna, Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks skuli hafa samein-
ast um að skipa mann í ráðuneyti
landbúnaðarmála sem ekki virð-
ist bera nokkurt skynbragð á mál-
efni og þarfir landbúnaðarins, né
heldur hafa á því áhuga. Enda hef-
ur hann gert mikinn óskunda síðan
hann tók við ráðuneytinu. til að
mynda kom hann ráðuneytinu hag-
anlega fyrir í neðstu skúffu í kjall-
ara atvinnuvegaráðuneytisins sem
sýnir skilningsleysi ráðherra á mik-
ilvægi íslensks landbúnaðar fyrir
þjóðina. bændur og landsbyggðin
öll hljóta að sameinast um að land-
búnaðarráðuneytið verði endur-
reist þar sem skilningur sé á mikil-
vægi greinarinnar og tengsl við at-
vinnu og menningu landsins.
til að bíta höfuðið af skömminni
kom landbúnaðarráðherra í veg
fyrir tímabundinn niðurskurð inn-
flutnings landbúnaðarvara sem var
eina rétta í stöðunni þegar ferða-
menn hurfu en tilvist þeirra var
einmitt réttlæting fyrir innflutn-
ingnum. Það gera allir sér grein
fyrir því hvaða áhrif slík ákvörðun
hefur á kjör bænda og fjölskyldna
þeirra og þar með á öll þau afleiddu
störf sem eru í landinu, aðallega í
dreifbýli og smærri byggðarlögum.
Ekki hefur enn verið bitið úr nál-
inni vegna þessa þar sem innflytj-
endur eiga væntanlega stóran lager
af þessum vörum eftir allt of mik-
inn innflutning og þar sem það eru
að miklu leyti sömu aðilar að baki
innflutningi og smásöluverslun,
fara vörur í forgang í búðum þeirra.
Engum ætti að dyljast hvaða áhrif
það hefur á innlenda framleiðslu.
Stjórnlaus innflutningur
Fyrir fáeinum árum kröfðust stór-
kaupmenn þess að fá að stór-
auka innflutning nautakjöts vegna
„skorts “ á því í landinu. Í kjölfar-
ið hefur mikil aukning orðið á þeim
innflutningi ásamt því að margir
bændur ýmist juku framleiðslu eða
byrjuðu frá grunni vegna hvatn-
inga um slíkt. Staðan í dag er orð-
in sú að löng bið er eftir slátrun
nautgripa vegna of mikils innflutn-
ings og ítrekað er búið að lækka af-
urðaverð til bænda af sömu ástæðu.
bið frá fjórum og upp í sjö mánuði
vegna of lítillar eftirspurnar hefur
ásamt afurðaverði sem dekkar ekki
framleiðslukostnað orðið til þess að
bændur eru að hætta í nautgripa-
rækt.
Landbúnaðurinn er
varla rekstrarhæfur
Hvernig má það vera að ríkisstjórn-
arflokkarnir búi íslenskum land-
búnaði slík skilyrði að búin séu ekki
rekstrarhæf? Hvernig má það vera
að Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn-
ir og Framsóknarflokkur, sem allir
hafa að einhverju leyti verið tald-
ir hliðhollir íslenskum landbún-
aði, eru nú orðnir afhuga sveit-
um landsins og hafa meiri áhuga á
hag stórfyrirtækja í innflutningi og
sölu landbúnaðarafurða? Hvernig
má það vera að þessir sömu flokk-
ar stíma nú korter í kosningar all-
ir á sömu mið og með fagurgala og
sjálfsupphafningu leitast eftir at-
kvæðum bænda og dreifbýlis sem
lifir og deyr með íslenskri matvæla-
framleiðslu úr íslenskri sveit?
Miðflokkurinn lagði fram þings-
ályktunartillögu á síðasta þingi um
stóreflingu innlendrar matvæla-
framleiðslu og öruggs og fyrirsjá-
anlegs rekstrarumhverfis landbún-
aðar. Við lestur tillögunnar kemur
berlega í ljós að Miðflokkurinn er
sá flokkur sem mest og best hugsar
um hag íslenskrar sveitar og dreif-
býlis. Það ætti ekki að koma á óvart
enda Miðflokkurinn sá flokkur sem
stendur við stóru orðin og þar
skemmst að minnast leiðréttingar
stökkbreyttra íbúðalána almenn-
ings eftir fjármálahrunið ásamt
hundraða milljarða heimtur ís-
lenska ríkisins úr klóm hrægamma-
sjóðanna sem áttu kröfur í þrotabú
íslensku bankanna. Þar stóð for-
maður flokksins Sigmundur davíð
Gunnlaugsson í stafni.
Ég óska eftir stuðningi ykk-
ar í komandi alþingiskosningum.
Atkvæði greitt Miðflokknum er
stuðningur við blómlegar sveitir,
öflugra dreifbýli og landsbyggðina
í heild sinni.
Högni Elfar Gylfason
Höfundur skipar 5. sæti á lista
Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi
fyrir komandi alþingiskosningar.
Hvert stefnir íslenskur
landbúnaður?
Öruggt húsnæði er hornsteinn
jöfnuðar í samfélaginu enda er það
mannréttindamál að eiga þak yfir
höfuðið. Við Vinstri græn leggjum
mikla áherslu á að á landinu öllu sé
gott framboð af húsnæði bæði til
leigu og til eignar á viðráðanlegu
verði fyrir ungt fólk og tekjulægri.
Á nýliðnum landsfundi VG voru
húsnæðismál áberandi og samþykkt
stjórnmálaályktun þar sem lögð er
áhersla á áframhaldandi uppbygg-
ingu félagslegs húsnæðis, bæta þurfi
í stofnframlög til uppbyggingar al-
mennra íbúða og efla það kerfi til
framtíðar. Efla þurfi og stækka
leigufélagið bríeti sem er í eigu rík-
isins og ætlað er að koma á öflug-
um og sanngjörnum leigumarkaði
um land allt. Jafnframt eigi að bæta
réttindi leigjenda og bjóða upp á
öfluga upplýsingagjöf til þeirra á
mörgum tungumálum.
Á þessu kjörtímabili hefur átt
sér stað mikil uppbygging meðal
óhagnaðardrifinna leigufélaga sem
að býður fólki húsnæði á viðráðan-
legu verði. Þannig á húsnæðiskostn-
aður að jafnaði ekki að vera umfram
fjórðung tekna leigjanda og stend-
ur til boða víða um land. Einnig
komum við á hlutdeildarlánum sem
nýtast ungu og tekjulægra fólki við
fyrstu kaup hvar sem er á landinu
þar sem ríkið á hlut í eigninni til að
byrja með sem að hægt er að inn-
leysa síðar. Í dag er algengt að ungt
fólk treysti á að fá stuðning við út-
borgun í fyrsta húsnæði frá foreldr-
um sínum eða nánustu ættingjum.
Þessari uppbyggingu þarf að halda
áfram af krafti á komandi kjörtíma-
bili. Að eiga öruggt þak yfir höf-
uðið eru hin sjálfsögðustu mann-
réttindi. Það skiptir einnig miklu
máli að þessi uppbygging eigi sér
stað um land allt svo allir lands-
menn eigi sannanlega aðgang að
mannsæmandi og öruggu húsnæði
á sanngjörnu verði og þar munum
við halda áfram að gera enn betur.
Veruleikinn er sá að á mörgum
landsvæðum duga markaðslögmál-
in skammt og hefur uppbygging í
húsnæðis verið í lágmarki og staðið
í stað í ár og áratugi, með tilheyr-
andi stöðnun í atvinnuuppbygg-
ingu og íbúaþróun. Lágt endur-
söluverð og lágt veðhæfi spila þar
stórt hlutverk. Afleiðingin er mik-
ill sogkraftur á höfuðborgarsvæð-
ið og aðra þéttbýlisstaði á landinu
í gegnum árin. Þess vegna munu
hlutdeildarlán og almennar leigu-
íbúðir skipta miklu fyrir jákvæða
íbúaþróun og öflugra atvinnulíf um
land allt.
Það hvort fólk leigi sitt húsnæði
eða eigi á að vera val þess sjálft.
Hlutverk stjórnmálanna er að bjóða
fólki upp á ólíka valkosti sem hent-
ar því best hverju sinni. Sá valkost-
ur á að vera til staðar hvort sem um
er að ræða á Þingeyri, Skagaströnd
eða í kópavogi.
Lilja Rafney Magnúsdóttir
Höf. er formaður atvinnuvega-
nefndar og þingmaður VG
Öruggt húsnæði fyrir alla