Skessuhorn


Skessuhorn - 08.09.2021, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 08.09.2021, Blaðsíða 27
MIðVIkudAGuR 8. SEptEMbER 2021 27 Pennagrein Pennagrein Ég sest hérna niður til að hripa nið- ur nokkur orð varðandi þá fyrirætl- an bæjaryfirvalda að byggja hérna í garðinum hjá mér og nágrönnum mínum 600 m2 íbúðarkjarna fyrir fólk með fötlun. Húsinu er ætluð staðsetning á grænu svæði á milli hverfa hérna í Jörundarholti og það er áætlað að húsið sjálft verði um 600 m2 en að svæðið allt sem fari undir bygginguna verði um 2000 m2. Þetta er risastórt hús! Við skulum aðeins setja þetta í samhengi. Það er ekki óvarlega áætlað að grunnur undir slíkt hús verði ca 17m x 35m að stærð og dýpt á holu yrði þá um ca 3 metrar. Það gera þá ca 1.785 m3 af efni sem þarf að fara úr og í holuna, það er fyrir utan það efni sem þarf að taka úr og setja í vegna lóðarinnar. Gef- um okkur að það séu um 200 m2 og það væru þá 600 m3 í viðbót. Samtals yrðu þá þetta um 2.300 m3 af efni sem þyrfti að flytja úr og í þennan grunn, þetta er gríðarlega mikið efni. Ef við gefum okkur að hver vörubíll taki u.þ.b. 12 m3 þá eru þetta um 200 ferðir af full- hlöðnum vörubílum sem eiga að keyra um göturnar hérna hjá okk- ur (og við vitum hvernig þær eru). Þegar búið er að grafa upp úr slíkri holu er óumflýjanlegt að garðar í næsta nágrenni og þá sérstaklega þeir sem standa fyrir ofan munu síga. Gefum okkur að húsið verði staðsteypt sem er ekki óhugsandi, þá erum við að tala um að ca 90 steypubílar munu einnig keyra hérna um okkar þröngu götu. byggingartíminn er áætlaður 1-2 ár sem auðvitað myndi hafa í för með sér ótrúlegt ónæði fyrir okkur sem búum hérna í hverfinu. Mig langar aðeins að koma inn þeirri staðreynd að allt þetta mál er mjög skrýtið, það lyktar af ör- væntingu en það kemur fyrst fram auglýsing í héraðsblaðinu okkar Skessuhorni 20. júlí sl. og að at- hugasemdafrestur sé um 3 vikur frá þeirri dagsetningu. Það vill nú svo skemmtilega til að þetta er akkúrat sá tími þar sem flestir eru í sumarfríi og búast síst við slíkum fréttum frá okkar bæjarfulltrúum. til að toppa þetta þá var auglýstur kynningar- fundur um málið með eins og hálfs sólarhrings fyrirvara og að sá fund- ur myndi verða í hádegi á fimmtu- degi og að athugasemdir þyrftu að koma skriflega, það er auðvitað mjög einkennilegt. Ég sjálfur var staddur í veiði og þurfti að fylgjast með fundinum í síma á bakkanum og gat ekki sett inn neinar spurn- ingar. Á þessum fundi voru embættis- menn ásamt bæjarfulltrúum Akra- ness. Ég hjó eftir því sérstaklega að skipulagsfulltrúi Akraneskaupstað- ar talaði um að þetta væri í áætlum Akraneskaupstaðar um þéttingu byggðar, þétting byggðar hefst yfirleitt ekki í úthverfum! Þétting byggðar hefst fyrst og fremst í mið- bæjum og þar sem þjónusta er. Ef skipulagsfulltrúi þarf aðstoð mína til þess að finna þá fjölmörgu reiti sem þarf að þétta í og við okkar mið- svæði þá er ég tilbúinn hvenær sem er í þá vinnu. Hún talaði einnig um að Akranes væri landlítið sveitarfé- lag, það finnst mér reyndar skrítið og þá sérstaklega eftir að hafa séð viðtal við okkar ágæta bæjarstjóra í Fréttablaðinu nú í liðinni viku þar sem hann talaði um að á Akranesi væri nóg til af lóðum og að inn- viðir okkar þyldu íbúafjölda upp að 10.000 manns. Þá er kannski rétt að benda á þá staðreynd að Akranes- kaupstaður á land alla leið inn að berjadalsá þannig að nóg er plássið ef út í það er farið. Nú ætla ég að snúa mér að bæj- arfulltrúum okkar, þeim Ragnari Sæmundssyni (Framsókn) og Ein- ari brandssyni, (Sjálfstæðisflokki). Þessir tveir virðast hafa sérstakan áhuga á skipulagsmálum og vel- ferð íbúa og grænna svæða. Það er nefnilega þannig að þetta fyrir- hugaða hús á að koma á það græna svæði sem börn okkar og barna- börn nota til leiks, það á að koma þar sem fótboltavöllurinn er. Þessir tveir bæjarfulltrúar hafa verið að skrifast á vegna breytinga á skipulagi í Skógarhverfi, hverfi sem er í uppbyggingu og er langt frá því að vera full uppbyggt annað en Jörundarholtið sem hefur verið full uppbyggt í nærri 30 ár. Þann 29.07. 2020 skrifar Einar brandsson grein og Ragnar svar- ar Einari í annarri grein sem kem- ur þann 21.08.2020. Mig langar að taka úr þessum greinum nokkur orð sem þessir ágætu menn skrifa um skipulagsmál og það er gott að vita af þessum baráttumönnum okkar íbúa. Einar skrifar þann 29. júlí 2020 grein sem heitir „Skipulagsslysfarir í Skógarhverfi:“ „Það er ört vaxandi pólitískur ósiður að nýta sumarleyfistíma til óvinsælla og illa ígrundaðra verka. Slík vinnubrögð afhjúpa um leið veikburða pólitíska forystu.“ Hann skrifar einnig í sömu grein: „Ég hvet bæjarbúa til þess að láta í sér heyra vegna þessa máls. Vekja full- trúa meirihlutans og gera þeim ljóst að ekki sé við hæfi að fórna framtíðarmöguleikum svæðisins á altari skammtímahagsmuna í bygg- ingu örfárra íbúða sem auðveldlega má með betri vinnubrögðum finna annan stað. Látum ekki læða inn enn einu skipulagsslysinu á Akra- nesi. Af þeim eigum við nóg.“ bæjarfulltrúinn Ragnar Sæ- mundsson svarar Einari þann 21. ágúst 2020 í grein sem heit- ir „Skýr framtíðarsýn í Skógar- hverfi:“ „Það sem bæjarfulltrúi Einar kallar „græna bleðla hér og þar“ í grein sinni, er einmitt ein af megináherslum skipulagsbreyting- anna. Göngu- og hjólastígar sem þvera hverfið og tengja saman við aðra hluta Skógahverfisins. Stígur sem gerir leik- og grunnskólabörn- um kleift að fara beint af skóla- lóð og upp í Garðalund án þess að þurfa að ganga í umferð.“ Þarna er augljóst að Ragnar hefur vel- ferð grænna svæða í huga og er það frábært enda hefur það verið okk- ar áhugamál til margra ára að lokið verði við göngu- og hjólastíg með fallegum gróðri og bekkjum sem myndi tengja saman Grundirnar og skógræktina. Einar er ekki hættur og heldur áfram í grein sem birtist 2. septem- ber 2020 og nefnist „Skammvinn framtíðarsýn“. Þar skrifar Einar einmitt þessi orð sem vert er að hafa í huga: „Verðmætasta verkfæri við stjórn sveitarfélags er framtíðar- sýnin. Skipulagsmál er besta dæmið um slíkt. Þar mega menn ekki tjalda til einnar nætur. Íbúar sem ráðast í húsbyggingu gera það með gild- andi skipulag í huga og með þá trú að þar sé horft til lengri tíma.“ Þetta er akkúrat málið, við sem erum hérna í Jörundarholti höf- um byggt upp hús og grætt garða og lóðir. Við höfum hingað til get- að treyst því að hér verði skipulagi ekki breytt nema þá kannski í þá veru að hér verði grænt svæði til framtíðar. Að lokum þá langar mig að segja við ykkur sem stýrið bænum okkar: Þið eruð kjörin af okkur, það erum við sem kjósum ykkur til góðra verka og treystum á að þið ráð- ist ekki freklega á okkar nágrenni. Við treystum á að þið haldið bæj- arbúum samhentum. Ef af þessum breytingum verður mun það hafa veruleg áhrif á tíðaranda okkar í Jörundarholti og ekki viljum við kljúfa þann anda sem ríkir í þessu hægláta og góða hverfi. Sævar Jónsson Höfundur er íbúi í Jörundarholti. Verkefnið störf án staðsetningar hefur verið í gangi nú undanfarin ár með ágætum árangri. Markmið- ið með þessu verkefni var í upphafi að styrkja landsbyggðina með til- færslu starfa frá höfuðborgarsvæð- inu út á land. Gott og göfugt mark- mið, sem við sem höfum barist fyr- ir byggðamálum fögnum, enda mikilvægt og risaverkefni að fjölga störfum á landsbyggðinni. Reynsl- an hefur hins vegar sýnt okkur að allt of oft hefur þetta virkað með þeim hætti að störf eru tekin og færð af landsbyggðinni inn á höf- uðborgarsvæðið undir formerkj- um þessa verkefnis. Slíkt er að okk- ar mati ekki í þeim anda sem stofn- að var til í upphafi og eitthvað sem mikilvægt er að endurskoða í þessu annars ágæta verkefni. En stóra verkefnið er að fjölga störfum og atvinnumöguleikum á landsbyggðinni. Snúa við þeirri byggðaþróun sem við hér í Norð- vesturkjördæmi höfum séð á síð- ustu 20 árum þar sem íbúafjöldi hefur ekki náð að fylgja eftir þeirri þróun sem orðið hefur á landinu öllu. Hvað er til ráða? Við í Framsókn höfum talað fyrir því að nota náms- lána- og skattkerfið sem hvata fyrir atvinnu og búsetu í dreifðu byggð- um landsins. Slíkt hefur verið gert annarsstaðar með góðum árangri og má þar nefna Noreg sem gott dæmi þar sem þeir hvatar sem inn- byggðir eru í kerfið þar hafa virk- að vel og náðst hefur viðsnúningur í íbúaþróun á svæðum sem voru í mikilli hnignun. Við teljum að með því að setja slíka hvata í skattkerfið, þar sem fyrirtæki sjái beinan fjár- hagslegan ávinning í því að setja upp starfsemi sína á landsbyggð- inni, muni í auknum mæli beina sjónum fyrirtækjanna að lands- byggðinni er kemur að staðar- vali. Að sama skapi teljum við að með því að einstaklingar sjái fjár- hagslegan ávinning í því í gegnum námslána- eða skattkerfið að setj- ast að á landsbyggðinni muni það verða enn eftirsóknarverðara en nú er og þá eru meiri möguleikar fyr- irtækjanna að ráða fólk til starfa. Við þurfum öfluga byggð í land- inu öllu. til þess þurfum við öfluga byggðastefnu og eigum að þora að stíga þau skref sem nauðsynleg eru til þess að efla byggð um allt land. Með slíkum hvötum er stigið eitt skref í þá átt. Stefán Vagn Stefánsson Höf. er yfirlögregluþjónn á Sauð- árkróki og oddviti Framsóknar í Norðvesturkjördæmi Þegar fræ á birki hef- ur þroskast er hægt að hefja söfnun þess. Á sumum stöðum má gera ráð fyrir að birk- ireklar verði fullþrosk- aðir fyrir eða um miðj- an september. Í fyrra safnaðist mest á Suð- ur- og Vesturlandi en þar var með eindæmum gott fræár en frekar lélegt á Norð- ur- og Austurlandi. Núna hef- ur þetta snúist við. Á Norðurlandi og víða á Austurlandi er fræmagn á trjám með ágætum en mun lak- ara fyrir sunnan og vestan. Ekki er óalgengt að fræþroski sé mismikill á milli ára. Í fyrra var tekið á móti 274 kg af birkifræi. Mjög margir dreifðu sjálfir fræinu sem þeir söfn- uðu í fyrra. Átakið er liður í því að útbreiða á ný birkiskóglendi sem þakti a.m.k. fjórðung landsins við landnám. Á rýru landi er gjarnan kolefnislosun því þar er gamall jarðvegur enn að rotna. Ef landið klæðist birkiskógi stöðvast þessi losun og binding hefst í staðinn. Svona verkefni eru því líka loftslagsverkefni. birkið er frumherjategund sem sáir sér mikið út á eigin spýtur ef hún fær til þess frið. birkið heldur því starfinu áfram ef vel tekst til að koma því af stað á nýjum svæðum. Í haust verða fræ- box að finna í verslun- um bónus um land allt. Einnig getur fólk feng- ið box á starfsstöðvum Landgræðslunnar og Skógræktarinnar. Hægt er að skila fræjum í fræ- söfnunartunnur sem eru í bónus og víðar. Þá er tekið á móti fræi í starfsstöðvum Landgræðslunnar og Skógræktarinnar. Sjá upplýsingar á birkiskogur.is. OLÍS-Varmahlíð og Skagfirðingabúð taka á móti fræi. Í fyrra skiluðu margir fræi í bréf- pokum og eða pokum úr taui. Í pokana þarf að setja miða með upp- lýsingum um söfnunarstað og dag- setningu – og muna að loka pok- unum vel. Ekki nota plastpoka því nýtínd og rök fræ skemmast mjög fljótt. Án efa eru sumir tilbúnir til að sauma fræpoka. Svona pokar eru tilvalin tækifærisgjöf! Safna má birkifræi frá lokum ágúst og fram í byrjun október eða svo lengi sem reklar eru á birki- trjám. Yfirleitt hefur verið mælt með frætínslu í september og októ- ber, en í hlýjum árum mætti byrja tínslu fyrr þ.e. frá lokum ágúst. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu söfnunarinnar: www. birkiskogur.is -fréttatilkynning Notum skattkerfið til eflingar byggðar Söfnun birkifræs að hefjast á landinu Bréf til bæjarfulltrúa og íbúa Akraness

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.