Skessuhorn


Skessuhorn - 08.09.2021, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 08.09.2021, Blaðsíða 16
MIðVIkudAGuR 8. SEptEMbER 202116 Akraneskaupstaður tilkynnti ný- verið að skrifað hefði verið und- ir samstarfs- og markaðssamning við fyrirtækið Merkjaklöpp ehf. um samstarf við atvinnuuppbygg- ingu í Flóahverfi á Akranesi. Samn- ingurinn markar upphaf að stóru og metnaðarfullu verkefni við at- vinnuuppbyggingu á Akranesi og felur einkum í sér samstarf milli þessara aðila um að veita fyrirtækj- um brautargengi að vistvænum iðngörðum á Akranesi og stuðla að hraðri uppbyggingu Flóahverfisins. Merkjaklöpp ehf. mun hafa það að sérstöku markmiði að þarfagreina og mæta þörfum fyrirtækja sem sjá sér hag í því að flytja starfsemi sína í Flóahverfi og taka þátt í upp- byggingu á vistvænum iðngörðum. Skessuhorn sagði frá hugmyndum um vistvæna iðngarða í mars síð- astliðnum en framkvæmdir eru nú hafnar í Flóahverfi. Hvað eru vistvænir iðngarðar? Hugmyndafræðin um vistvæna iðngarða byggir á heildrænni nálg- un á uppbyggingu atvinnu- og iðn- aðarsvæða með sjálfbærni og vist- vænar lausnir að leiðarljósi. Mót- aður er ákveðinn rammi um upp- byggingu svæðisins og þá lagður grunnur að víðtæku samstarfi fyr- irtækja og ýmissa hagsmunaaðila sem samnýta innviði, aðföng og hráefnastrauma sína til að draga úr umhverfisáhrifum framleiðslu og styðja við nýsköpun. uppbygg- ing vistvænna iðngarða er í mik- illi sókn á heimsvísu sem aðferð framleiðslufyrirtækja til að stuðla að aukinni sjálfbærni og til að ýta undir getu þeirra til að starfa eftir hugmyndafræði hringrásarhagkerf- isins. Hér heima hafa til að mynda Landsvirkjun, Veitur og fleiri hags- munaaðilar í orkugeiranum sýnt þessari aðferðarfræði sérstaka at- hygli. Atvinnuvega- og nýsköpun- arráðuneytið hefur jafnframt haft þessi málefni og skilgreiningar vist- vænna iðngarða til umfjöllunar svo líklegt verður að þykja að þessi nýja vistvæna aðferðafræði við uppbygg- ingu atvinnusvæða sé að ná fótfestu hér á landi. bæjarráð, skipulags- og umhverf- isráð Akraneskaupstaðar, ásamt bæjarstjóra og forsvarsmönnum Merkjaklappar ehf. með Al-hönn- un ehf., hafa að undanförnu unnið hörðum höndum að þróun verk- efnis um uppbyggingu vistvænna iðngarða en hið nýja atvinnusvæði í Flóahverfi á Akranesi hefur nú ver- ið sérstaklega skilgreint sem vist- vænir iðngarðar. Því gefst fyrir- tækjum nú einstakt tækifæri til að byggja upp starfsemi sína í fyrir- myndarumhverfi og í takt við nú- tímakröfur um umhverfismarkmið. Flóahverfi er vel staðsett rétt utan þéttbýliskjarna Akraness og aðeins um 200 metra frá stofnbraut. Frá Flóahverfi er um 30 mín akstur til Reykjavíkur. Iðngarðarnir verða byggðir upp með hliðsjón af alþjóðlegri um- gjörð (International Framework) um innleiðingu á vistvænum iðn- görðum (EIp). Lönd eins og dan- mörk, Frakkland og mörg fleiri hafa nýtt lykilþætti regluverksins um vistvæna iðngarða til að bæta samkeppnishæfni iðnaðar og fram- leiðslu í takt við umhverfismarkmið með t.d. kolefnisjöfnun. En þá er einn af mikilvægustu þáttum vist- vænna iðngarða það skilyrði að þeir þrífist í sátt við íbúðarbyggð og það sé virkt og opið samtal við íbúa samfélagsins um þróun svæðisins. Framsækni á Akranesi Merkjaklöpp ehf. er framsækið fyr- irtæki staðsett á Akranesi sem hef- ur það að markmiði að láta til sín taka í skipulagsmálum og uppbygg- ingu atvinnuhúsnæðis á Íslandi. Merkjaklöpp hefur sérhæft sig m.a. í byggingu atvinnuhúsnæðis, vist- vænum lausnum og hönnun at- vinnugarða en fyrirtækið þjónustar nú fyrirtæki og sveitarfélög við þró- un fasteignaverkefna, markaðssetn- ingu og skipulagsmál. Skessuhorn ræddi á dögunum við tvo forsvarsmenn og eigendur Merkjaklappar ehf., þá Alexander Eiríksson og Guðmund Svein Ein- arsson, í von um að fræðast nán- ar um þetta fyrirbæri sem nefnt er vistvænir iðngarðar og marg- ir eru að tala um í dag. Að þeirra sögn er mikil eftirspurn eftir aðlað- andi atvinnusvæði hér á landi í dag og helsta sóknarfærið í þeim efn- um telja þeir vera að finna í Flóa- hverfi á Akranesi. benda þeir á þá staðreynd að þrengt hefur mikið að fyrirtækjum og atvinnusvæðum víða á höfuðborgarsvæðinu þar sem atvinnuhúsnæði víkur fyrir íbúðar- húsnæði. „Það er verið að ýta fyrir- tækjum út af þessum rótgrónu at- vinnusvæðum eins og Höfðanum, Hálsunum, Vogunum og víðar, út í jaðra höfuðborgarsvæðisins. Fyrir- tækjum sem hugnast illa atvinnu- svæðin í jaðrinum við höfuðborg- arsvæðið hafa verið að flytja sig enn lengra; til Þorlákshafnar, Árborgar, keflavíkur og víðar, í leit að ákjós- anlegum áfangastað fyrir sitt fyrir- tæki,“ segja þeir félagar hjá Merk- jaklöpp. Jafnframt nefna þeir að á hefð- bundnum athafna- og iðnaðarsvæð- um í dag hrærist gjarnan saman alls konar starfsemi í bland og almennt litlar kröfur gerðar til þess að fyrir- tækin og lóðahafar hirði lóðir sínar eða umhverfi með sérstöku tilliti til nágranna sinna, íbúa og umhverf- issjónarmiða. Skipulagsleysi og skammsýni hafi því miður að miklu leyti einkennt vinsæl atvinnusvæði en þeir benda á að fyrirtæki leggi nú alltaf meiri og frekari áherslu á umhverfismarkmið og ímynd sína í dag. Í upphafi skal endinn skoða „Við þekkjum fjölmörg dæmi um að fyrirtæki hafi á undanförnum árum sóst eftir álitlegum lóðum á vinsælum iðnaðar- og atvinnusvæð- um, t.d. í jaðri höfuðborgarsvæðis- ins við Esjumela. Þegar þessi fyrir- tæki hafi svo byggt sína starfsemi á þeim lóðum sem á sínum tíma þóttu álitlegar og vel staðsettar, hafi þeim brugðið við það að nýir nágrann- ar þeirra taki lítið sem ekkert tillit til þeirra starfsemi eða framleiðslu og alls konar rusl og brotajárn frá illa hirtum lóðum nágranna þeirra jafnvel búið að umkringja nýtt hús- næði eða nýjar höfuðstöðvar fyrir- tækis þíns. Það er auðvitað ótækt að geta ekki séð almennilega fyr- ir endann á svo mikilvægri fjár- festingu fyrirtækja sem hafa teikn- að upp sína framtíð í fyrirmyndar- umhverfi því umhverfi starfsstöðv- ar fyrirtækis getur nú skipt höfuð- máli ef fyrirtækið ætlar sér að ganga í takt við ríkar kröfur í umhverfis- málum og geta verið samkeppnis- hæft á sínum markaði. Í upphafi skal endinn skoða við val á fram- tíðarheimili fyrirtækis sem endur- speglar ímynd þess og stefnu.“ Þeir benda áfram á það að illa hirt og illa skipulögð atvinnusvæði útiloki mörg stór tækifæri fyrir til Uppbygging vistvænna iðngarða að hefjast á Akranesi Merkjaklöpp ehf og Akraneskaupstaður undirrita samstarfssamning Frá undirritun samstarfs- og markaðssamnings á milli Merkjaklappar ehf. og Akraneskaupstaðar. Alexander Eiríksson framkvæmdastjóri Merkjaklappar ehf., Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri og Guðmundur Sveinn Einarsson stjórnarformaður Merkjaklappar ehf. Ljósm. Akraneskaupstaður. Fánaborg við framkvæmdasvæði Merkjaklappar í Flóahverfi. Tölvuteiknuð mynd af Lækjarseli, vistvænum iðngörðum í Flóahverfi. „Okkar markmið og sýn er að Flóahverfið á Akranesi verði öðrum til fyrirmyndar hvað varðar skipulags- og umhverfismál.“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.