Skessuhorn - 15.09.2021, Blaðsíða 22
MiðVikudaGuR 15. SepteMBeR 202122
ingimundur ingimundarson er for-
maður íþróttanefndar eldri borg-
ara í FeBBN og forsprakki og drif-
fjöður í íþróttastarfi eldri borgara
í Borgarnesi. Hann var á miklum
þeysingi á púttmótinu enda nóg
að gera að halda utan um öll skor
mótsins og sjá um allt í kringum
það ásamt dyggum aðstoðarmanni
sínum, honum Flemming Jessen og
fleirum sem unnu við mótið. Við
náðum þó að setjast aðeins niður
með honum eftir mótið og spjalla
um hvað sé fram undan í íþrótta-
lífi eldri borgara í vetur. einn-
ig um aðstöðuleysið eftir að lokað
var aðstöðu þeirra til púttiðkunar
úti í Brákarey. ingimundur segir að
þeim hafi verið hent út í febrúar og
að það hafi ekkert svæði í Borgar-
nesi verið um að ræða á þeim tíma
og er í raun og veru þannig enn þá.
„Við gáfumst ekki upp og ókum á
akranes annan daginn og í Mos-
fellsbæ hinn og fengum mjög góð-
ar viðtökur á báðum stöðum. Fram
undan er fundur með sveitarstjóra
og einhverjum fleirum úr sveit-
arstjórn. Við erum með ákveðnar
hugmyndir sem við ætlum að leggja
fram. Það er búið að bjóða okkur
aðstöðu í kjallaranum í Mennta-
skólanum sem er alls ekki sambæri-
leg miðað aðstæðurnar í Brákarey.
Á því svæði er hægt að setjast nið-
ur og fá sér kaffi og jafnvel æfa eitt-
hvað annað.“
ingimundur segir að þeir viti
ekki alveg hvernig þetta verður en
hópurinn sé alltaf að stækka. Það
eru um 50 á skrá hjá honum núna
en einhverjir tóku sér frí í sumar
eins og gefur að skilja. „Það mæta
að jafnaði 30 á æfingar í hverri viku
en við æfum tvisvar í viku, þriðju-
daga og fimmtudaga. Stefnan er
að halda lokamót, meistaramótið,
í lok september hérna á Hamars-
velli.Við erum komnir hérna með
tvo velli, Flemming kallaði annan
völlinn Flötina og þann nýja kallaði
hann Flagið og ber reyndar nafn
sitt með rentu. Áhuginn er veru-
legur og þetta er mjög samheldinn
og skemmtilegur hópur.“
Þýðir ekki að mála
skrattann á vegginn
Ykkur líst ekkert á þetta nýja hús-
næði sem er búið að bjóða ykk-
ur? „Við verðum kannski að sætta
okkur við það vegna þess að það er
ekkert annað í boði. að vísu er ekki
hægt að leyna því að okkur langar
að fá undanþágu að komast aftur út
í eyju á meðan við erum að koma
upp aðstöðu. Ég veit ekkert hvern-
ig niðurstaðan úr því verður. Svæð-
ið þar sem við erum með í eyj-
unni er 100% í lagi að mínu mati
og annarra. Það er aðallega að það
þarf að brjóta gamla frystihúsið frá.
Það var aldrei rætt við okkur um
eitt eða neitt og okkur langar til að
koma með okkar skoðanir á þessu
máli en ég veit ekkert hver niður-
staðan verður.“ annars segir ingi-
mundur að það þýði ekkert að mála
skrattann á vegginn, það verði bara
að vinna úr hlutunum og reyna að
gera það besta sem hægt er úr því
sem komið er. Þeim hafi liðið mjög
vel í eyjunni og nefnir að Suður-
nesjamenn hafi komið til þeirra
tvisvar til að keppa á innanhúss-
móti sem haldið er í mars á hverju
ári. Þeir hafi verið mjög ánægðir og
mætt vel í bæði skiptin.
að endingu, hvernig líst honum á
framhaldið? „Það er bara bjartsýni í
okkar huga og við ætlum að reyna
að vinna úr því. en fari svo að það
verði einhverjar tafir að við komust
inn á æfingar hugsa ég að við leitum
eftir því að komast í Mosfellsbæinn.
en við vonum það besta.“ vaks
Það er bjartsýni í okkar huga
Ingimundar Ingimundarson að pútta. Ljósm. mm
September púttmót eldri borgara í Borgarnesi
Síðasta fimmtudag fór fram opið púttmót eldri borgara á
púttsvæðunum við klúbbhúsið á Hamarsvelli í Borgarnesi.
Þátttakendur voru alls 52 frá púttklúbbi Borgarbyggðar, pútt-
klúbbi Suðurnesja og púttklúbbi Hvammstanga og var keppt
í alls sex flokkum og léku keppendur 72 holur. Sigurður Þór-
arinsson kom með ráskubba sem gerðir voru af miklum hag-
leik og voru settir á nýja púttvöllinn sem nefnist Flagið en
hann fær vonandi nýtt nafn á næsta ári. Geirabakarí og Heild-
verslun JGR í Borgarnesi gáfu veitingar á mótið og samvinn-
an innan pútthóps Borgarbyggðar á mótinu var, að sögn mót-
stjórans, til mikillar fyrirmyndar.
Úrslit á mótinu voru þessi:
Konur 80 ára og eldri
Lilja Jónasdóttir1. pútt Suð. 79
Jónína B. Ingólfsdóttir2. pútt Borg. 80
Eydís B. Eyjólfsdóttir3. pútt Suð. 81
Konur 70-79 ára
Ásdís B. Geirdal1. pútt Borg. 72
Ingibjörg Finnbogadóttir2. pútt Suð. 79
Hugrún B. Þorkelsdóttir3. pútt Borg. 82
Konur 60-69 ára
Guðrún H. Andrésdóttir1. pútt Borg. 73
Sólrún Lind Egilsdóttir2. pútt Borg. 80
Þóra Stefánsdóttir 3. pútt Borg. 81
Karlar 80 ára og eldri
Sigurður Þórarinsson1. pútt Borg. 71
Aðalbergur Þórarinsson2. pútt Suð. 73
Njáll Skarphéðinsson3. pútt Suð. 75
Karlar 70-79 ára
Guðmundur Bachmann1. pútt Borg. 72
Þórður Kristjánsson2. pútt Suð. 74
Þórhallur Teitsson3. pútt Borg. 74
Karlar 60-69 ára
Stefán Bjarkason1. pútt Suð. 70
Páll Sigurðsson2. pútt Hvamm. 77
Marteinn Reimarsson3. pútt Hvamm. 82
vaks
Sigurvegarar Konur 80 ára og eldri.
Konur 70-79 ára.
Konur 60-69 ára.
Sigurvegarar Karlar 80 ára og eldri.
Karlar 70-79 ára. Karlar 60-69 ára.
Þorbergur Þórðarson var mættur af Skaganum.
Það verður að vanda sig í púttinu.
Þessar voru eldhressar.