Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2021, Page 24

Skessuhorn - 15.09.2021, Page 24
MiðVikudaGuR 15. SepteMBeR 202124 Starfsmenn akraneskaupstaðar tóku vel á móti blaðamanni Skessuhorns þegar hann kíkti í gærmorgun á nýja vinnuað- stöðu þeirra á dalbraut 4 á akranesi og fékk að smella nokkr- um myndum af þeim. ekki var annað að sjá en að þeim líði vel á nýja staðnum og ekki hægt að segja annað en að það sé gott andrúmsloft í húsinu. eins og fram hefur komið í Skessu- horni var ákveðið að rýma húsnæði bæjarskrifstofunnar við Stillholt 16-18 eftir að raki og mygluvandamál voru greind í húsnæðinu. Við dalbraut munu bæjarstarfsmenn deila rými með eldri borgurum í FeBaN sem einnig munu flytja starf- semi sína í húsið. vaks Á laugardaginn var kvennahlaup Sjóvá og ÍSÍ haldið og meðal ann- ars á sex stöðum hér á Vesturlandi. Veður var prýðilegt víðs vegar um landið. Mjög góð mæting var í Ólafsvík en um 40 einstaklingar á öllum aldri tóku þátt og hlupu sam- an í fínu veðri til stuðnings lýð- heilsu kvenna og samstöðu. Á akra- nesi hlupu um tuttugu konur ýmist 2, 3 eða 5 kílómetra. að þessu sinni var kvennahlaupið með vilja haldið lágstemmdara en oft áður, þar sem covidveiran leik- ur enn lausum hala. Vildi ÍSÍ taka mið af því við alla skipulagningu. engu að síður voru dætur, mæðg- ur, systur og frænkur sem sprettu úr spori. Markmið hlaupsins nú var m.a. að efla samstöðu kvenna og að eiga ánægjulega samverustund. Voru einkunnarorð hlaupsins því; „Saman.“ mm Fjölskyldur hittast gjarnan í kvennahlaupi. Ljósm. mm. Konur hlupu á laugardaginn Keppendur að stilla sér upp í Sjómannagarðinum í Ólafsvík. Ljósm. Snæfellsbær. Komið í mark á Akratorgi eftir fimm kílómetra hlaup. Ljósm. mm. Akraneskaupstaður kominn á Dalbrautina

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.