Skessuhorn


Skessuhorn - 13.10.2021, Page 1

Skessuhorn - 13.10.2021, Page 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 41. tbl. 22. árg. 13. október 2021 - kr. 950 í lausasölu Í BRAUÐRASPI DEEP FRIED BREADED SHRIMP 999 kr. Tilboð gildir út október 2021 arionbanki.is Engin lántökugjöld á 100% rafmagnsbílum Kynntu þér græna bílafjármögnun Arion banka. sími 437-1600 Næstu viðburðir á Söguloftinu Með gleðiraust - Íslensk sönglög fyrir rödd og gítar – Guðrún Jóhanna og Francisco Javier 14. október kl. 20:00 Stormfuglar Einars Kárasonar Sunnudaginn 17. október kl. 16:00 Sunnudaginn 24. október kl. 16:00 Fimmtudaginn 4. nóvember kl. 20:00 Miðasala á tix.is og borðapantanir: landnam@landnam.is og í síma 437-1600 2021 Vökudagar N�ó�u� �e� a� �e�� s�ma� �� s���u� n�t����ar m����ng�r Löngum hefur verið sagt að Bjössaróló í Borgarnesi sé best geymda leyndarmál bæjarins. Skessuhorn leggur sitt af mörkum til að gera sem minnst úr því, enda er völlurinn einstakur og sú saga sem hann hefur að geyma þess virði að sem flestir kunni á henni skil. Ríkharður Mýrdal Harðarson hefur tengingu við Björn heitinn Guðmundsson sem upphaflega byggði Bjössaróló. Gamli maðurinn hafði endurnýtingu í huga. Það hefur einnig Rikki en í Skessuhorni í dag er meðal annars sagt frá verkefni sem hann er nú með í höndunum og snýr að endurgerð gamalla leiktækja sem komið verður fyrir á Bjössaróló. Ljósm. glh Skagamenn leika gegn Víkingi Reykjavík til úrslita í Mjólkurbik- arnum karla í knattspyrnu næsta laugardag. Spilað verður á Laugar- dalsvelli og hefst leikurinn stund- víslega klukkan 15. Knattspyrnu- félag ÍA og stuðningsmenn hvetja Skagamenn og aðra til að fjölmenna á völlinn, mæta gulir og glaðir og styðja sitt lið til sigurs. Nánar um ferðir á leikinn og upphitun má sjá í auglýsingu á bls. 9. vaks Bikarúrslit á laugardaginn Í næstu viku hefst formlega tilraun- arverkefni í almenningssamgöngum í Borgarbyggð sem ber heitið „Sam- þætt leiðakerfi.“ Samtök sveitarfé- laga á Vesturlandi hlutu 12 millj- óna styrk, sem deilist á tvö ár, frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðu- neytinu til að hrynda verkefninu í framkvæmd. Tilraunaverkefni þetta er samstarfsverkefni Borgar- byggðar, SSV, Menntaskóla Borg- arfjarðar og Vegagerðarinnar. Til að gera verkefnið framkvæmanlegt þurfti Borgarbyggð m.a. að breyta reglum um skólaakstur í sveitarfé- laginu. Nú geta því aðrir en grunn- skólabörn nýtt skólabílana í upp- sveitum Borgarfjarðar og á Mýrum. Ekki síst er horft til þess að nem- endur í Menntaskóla Borgarfjarðar geti nú búið heima hjá sér í sveit- inni og nýtt almenningssamgöngur til að komast í og úr skóla. Tekið er fram í kynningu vegna verkefnisins að nánari útfærsla verði kynnt síðar. Til að verkefnið yrði framkvæman- legt hætti Vegagerðin við að leggja niður leið 81 líkt og til stóð. Einn- ig mun Strætó bs. bæta við leiðum í leiðarkerfi sitt þannig að ekið verði alla virka daga yfir vetrartímann. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa haldið utan um undirbúning verkefnisins en Menntaskóli Borg- arfjarðar og Borgarbyggð styðja við það með fjárframlagi og kynningu. „Mikil samstaða hefur myndast á milli samstarfsaðila og samninga- viðræður hafa gengið vonum fram- ar. Það er því mikil ánægja að nú sé loksins hægt að bjóða upp á þessa þjónustuviðbót fyrir íbúa sveitar- félagsins. Fyrst um sinn verður boðið upp á ferðir frá Kleppjárns- reykjum og Varmalandi í Borgarnes alla virka morgna klukkan 08:20. Um er að ræða fyrsta áfanga verk- efnisins en það mun þróast í takt við eftirspurn og nýtingu aksturs- leiðarinnar,“ segir í tilkynningu frá Borgarbyggð. Til stendur að þriðjudaginn 19. október klukkan 08:20 verði fyrstu ferðirnar farn- ar frá Kleppjárnsreykjum annars vegar og Varmalandi hins vegar og ekið í Borgarnes. Í fyrstu ferðinni mæta forsvarmenn þeirra stofnana sem að verkefninu standa. Nánari upplýsingar um miðakaup, leiðar- kerfi og annað verður síðan birtar á heimasíðu Borgarbyggðar. mm Samþætt leiðakerfi í Borgarbyggð

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.