Skessuhorn


Skessuhorn - 13.10.2021, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 13.10.2021, Blaðsíða 18
MiðViKUdAgUR 13. oKTóBER 202118 Laugardaginn 2. október hélt lista- konan Michelle Bird sína mánað- arlegu sýningaröð á heimili sínu í Borgarnesi, sem hún hefur um- turnað í listgallerí. Sýningarnar eru einungis einn dag hverju sinni og koma ólíkir listamenn úr öll- um áttum á heimili Michelle til að sýna list sína í hinum ýmsu form- um. Þennan laugardag var Lara Becker að sýna verkin sín og segir Lara sýninguna hafa verið vel sótta. „Það gekk rosalega vel og það voru margir sem kíktu við. Ekki bara frá Borgarnesi og nágrenni, heldur voru margir sem komu frá Reykja- vík líka, sem var gaman að sjá,“ seg- ir Lara um sýningardaginn. Svartskart og hengiskraut Lara Becker er ýmislegt til listanna lagt. Hún hannar og býr til skart- gripi; hringa og hálsmen með gim- steinum undir nafninu Svartskart, sem hægt er að kaupa á heimasíðu hennar www.svartskart.is. Auk þess málar hún litlar landslags- og nátt- úrumyndir með akrýlmálningu sem hún innsiglar með plastefni og um- lykur að lokum með koparramma svo úr verði hengiskraut. „Ég elska að gleyma mér í smáatriðunum og datt í hug að búa til eitthvað sem fólk getur gefið vinum og fjölskyldu í gjafir, eins og svona lítil málverk sem auðvelt er að hengja upp,“ út- skýrir Lara. Lara stefnir á að sýna verkin sín aftur í desember. „Ég verð vonandi aftur hjá Michelle 11. desember næstkomandi en þá á að vera sér- stök jólasýning. Michelle er með það í bígerð. Ég er henni svo þakk- lát að búa til þennan vettvang fyrir okkur listafólkið til að geta komið og sýnt verkin okkar, það er ómet- anlegt. Svo er þetta líka svo gott fyrir listalífið í Borgarnesi,“ segir Lara að lokum. glh/ Ljósm. aðsendar. Stefán gísli Örlygsson, félagi í Skotfélagi Akraness, varð í sumar Íslandsmeistari í haglabyssugrein- inni Skeet, eða leirdúfuskotfimi, á vegum Skotíþróttasambands Ís- lands. Mótið fór fram á velli Skot- íþróttafélags Suðurlands við Þor- lákshöfn dagana 7. til 8. ágúst. Á mótinu voru allir bestu skotmenn landsins mættir. Í úrslitunum skaut Stefán gísli 55 af 60 dúfum mögu- legum sem tryggði honum sigur- inn. „Í leirdúfuskotfimi er það hið ólympíska skeet og trapp, sem keppt er í á ólympíuleikunum. Svo eru til nokkrar aðrar greinar svo sem „sporting“ sem er meira veiði- tengt,” segir Stefán gísli í sam- tali við Skessuhorn. „Þar er enginn völlur eins, en í Skeetinu eru allir vellirnir eins alls staðar í heiminum. Kasthraðinn á skífunum er alltaf sá sami. Skotfimi er mikil tækniíþrótt. Hraðinn á leirdúfunum getur ver- ið um 90 km á klukkustund þegar þeim er skotið af stað. Hraðinn er mikill og þú hefur ekki tíma til þess að leiðrétta eitt eða neitt, þú verð- ur bara að vera tilbúinn frá upp- hafi. Þú ýmist skýtur eina dúfu eða það koma tvær í einu úr sitthvorri áttinni og þú hefur bara eitt skot á hvora.“ Áhugi á skotfimi er mjög mikill hér á landi og hefur farið vaxandi hin síðari ár. „Það eru hátt í sex þús- und iðkendur skráðir í aðildarfélög- um skotsambandsins, bæði í hagla- byssugreinum, í loftskammbyssu, loftrifflum og í kúlugreinum svo- kölluðum, bæði með skammbyssum og rifflum,“ segir Stefán gísli. Sjálfur keppir Stefán gísli ein- göngu í haglabyssugreinum í ein- staklingskeppnum og með íslenska landsliðinu í skotfimi og hefur keppt fyrir Íslands hönd víðs vegar um heiminn á undanförnum árum, en hann hefur verið landsliðsmaður til fjölda ára. Stefán segir að það hefðu þrír einstaklingar keppt á ólympíu- leikum í skotfimi fyrir Íslands hönd frá upphafi. Þegar hann var spurð- ur að því hvort ekki færi að stytt- ast í þátttöku í ólympíuleikum hjá honum sjálfum, svarar hann: „Það er auðvitað ómögulegt að segja. Við sem vorum í landsliðinu reynd- um að ná kvótaplássi fyrir ólymp- íuleikana 2020 á Evrópumeistara- mótinu sem haldið var í Króatíu nú í vor. Á því móti var síðustu tveimur plássunum úthlutað til Evrópubúa. En það gekk ekki hjá okkur, en við höfum náð lágmörkunum nokkr- um sinnum áður en þú verður að ná þeim á þessum útvöldu mótum til þess að komast áfram. En þetta er brött brekka að ná þessu. Við búum á Íslandi í þessu veðurfari sem hér er og erum að keppa við marga sem eru atvinnumenn í greininni. Þeir sem ætla að verða virkilega góðir í íþróttinni þurfa að fara erlendis í æfingabúðir. Sjálfur er ég búinn að fara í nokkrar ferðir. Síðast fór ég til grikklands í fyrravetur. Þar æfði ég með grískum skotmanni sem er í fremstu röð í heiminum og var til að mynda að keppa á ólympíuleik- unum í sumar.“ Þegar talið berst að Skotfélagi Akraness segir Stefán gísli að það séu um 160 manns skráðir í félagið. Áhugi félagsmanna hefur aukist undanfarin ár með tilkomu bættr- ar aðstöðu til æfinga og keppni. „En eins og í flestum íþróttum eru félagsmenn misjafnlega virkir. Það er hópur sem er í keppnisíþróttun- um og aðrir í þessu fyrir sportið og eru að undirbúa sig fyrir veiðitíma- bilið á hverju ári. Veiðiáhuginn kviknaði hjá mér á unglingsaldri þegar ég var í sveit- inni hjá afa og ömmu á Hvalfjarð- arströndinni. Afi, frændur mínir og pabbi voru töluvert að veiða. Það voru rjúpna,- gæsa- og refaveiðar. Afi var refaskytta í sveitinni til fjölda ára. Síðar varð ég sjálfur refaskytta og hef verið það frá 1991. Það þarf að halda stofninum í skefjum. Ref- irnir geta verið stórtækur skaðvald- ur fyrir fuglalíf og búpening.“ Stefán gísli segir að af þeim veið- um sem hann stundar séu rjúpna- veiðarnar mest krefjandi. Það þurfi að spá í svo margt; lesa í veðrið og það reyni einnig á líkamlegan styrk að fara á rjúpnaveiðar svo ekki sé talað um færni í að skjóta. Þá hef- ur hann farið nokkrum sinnum á hreindýraveiðar fyrir austan. Til að ná þeim árangri sem Stefán gísli hefur náð þarf miklar og þrot- lausar æfingar. „Þegar mest lætur fer ég allt að sjö sinnum í viku til æfinga þegar keppnistímabilið er í gangi.“ Stefán æfir á æfingasvæði Skotfélags Akraness sem er við rætur Akrafjalls neðan við Slögu. Þar er búið að koma upp góðri að- stöðu. Félagið var stofnað 1994 og 1998 hófst starfsemin þar. Auk þess að æfa á Akranesi sækir Stefán æf- ingar á önnur skotsvæði í nágrenn- inu. Stefán gísli er nú starfandi for- maður Skotfélags Akraness en hefur lengi áður setið í stjórn félagsins. se Hringur með fjólubláum gimsteini. Býr til skart og lítil málverk Lara Becker á sýningarröð Michelle Bird í Borgarnesi í byrjun október. Eyrnalokkar sem Lara hannar og hægt er að kaupa á www.svartskart.is. Skotfimi er mikil tækniíþrótt Rætt við Stefán Gísla Örlygsson Íslandsmeistara í leirdúfuskotfimi Stefán Gísli á móti í Tuscon í Arizona 2018. Íslandsmeistari 2021 í haglabyssugreininni Skeet; Stefán Gísli Örlygsson úr Skot- félagi Akraness.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.