Skessuhorn


Skessuhorn - 13.10.2021, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 13.10.2021, Blaðsíða 4
MiðViKUdAgUR 13. oKTóBER 20214 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.877 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.348. Rafræn áskrift kostar 3.040 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.800 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Finnbogi Rafn Guðmundsson frg@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Á erlendri grundu Í byrjun þessa mánaðar tókum við hjónakornin vikufrí frá störfum. Slóg- umst í för með hópi á vegum Bændaferða og var förinni heitið til Þýska- lands. Fyrir mig er þaulskipulagður ferðamáti af þessu tagi nýr af nálinni. Bændaferðir hafa um árabil sérhæft sig í ferðum þar sem hugsað er fyrir- fram út í hvert smáatriði, allt frá ferðamáta, fararstjórn, gistingu, fæði og til afþreyingar. Ferð þessi er vissulega sérsniðin fyrir eldra fólk en ekkert sem mælir gegn því að við þessir miðaldra tökum þátt. Raunar var þetta svo þaulskipulagt að maður þurfti einungis að hugsa um að hlýða, draga and- ann og borða þegar búið var að segja gjörið svo vel. Haldið var til á sama hótelinu alla vikuna og ekið þaðan í langferðabíl í hæfilegar dagsferðir. Á fyrsta degi fararinnar fór fram kynning á hópnum eða svona sam- hristingur. Þar sem skammt var liðið frá kosningum kynntu hópfélagar sig gjarnan með sveitarfélagi og bættu svo við hvaða kjördæmi þeir tilheyrðu. Fljótlega kom að okkur og hjónum úr Borgarnesi að kynna hvaðan við kæmum. Þrátt fyrir útspekúleraða leið til að forðast að nefna Norðvestur- kjördæmi á nafn, varð ekki hjá því komist. Uppskárum við hlátur og létt háð. Fengum svo af og til alla ferðina svona léttar háðsglósur eða spurning- ar um hvernig okkur gengi að læra að telja og sitthvað fleira álíka gáfulegt. Við hins vegar sögðum að líklega fengjum við að kjósa aftur og því værum við verðmætustu kjósendur ferðarinnar og því eins gott að koma vel fram við okkur. En að gríni slepptu þá voru ferðafélagar okkar vænsta fólk og ánægjulegt að verja viku ævinnar á ferðalagi með þeim. Í þessum dagsferðum sem við fórum frá hóteli okkar í oberkirch í Þýska- landi var ekið um þorp og héruð í og við Svartaskóg. Sérstaka athygli mína vakti snyrtimennska sem Þjóðverjum er greinilega ofarlega í huga. Húsum er vel við haldið, garðar snyrtilegir og allsstaðar hlúð vel að gróðri. Þar fæst ekki sóðaskapur liðinn, ónýtir eða afskráðir bílar sjást hvergi og hús eru vel máluð. Þessi snyrtimennska vakti athygli okkar ferðafélaganna. Í tvígang var ferðinni heitið yfir landamærin til Frakklands. Einn dag- inn voru blómleg vínræktarhéruð Rínarsléttunnar skoðuð og annan dag- inn lá leiðin til Strassburg. Þessi höfuðstaður Alsace héraðs í Frakklandi er við landamæri Þýskalands. Boðið var upp á siglingu á ánni ill sem rennur um borgina, en úr fljótabátnum mátti glöggt sjá hvernig gljáandi ný há- hýsi kallast á við eldri hluta borgarinnar með vinalegum bindingsverkshús- um. Strassburg er merkileg fyrir þær sakir að þar á mannréttindadómstóll- inn höfuðstöðvar sínar, en ekki einvörðungu það; þangað fara þingfulltrúar Evrópuþingsins mánaðarlega til að kjósa um það sem þeir annars ræða sín á milli í Brussel. Til Strassburgar geta einstaklingar innan aðildarríkja Evrópuráðsins leit- að til mannréttindadómstólsins telji þeir að stjórnvöld hafi brotið á réttind- um sem vernduð eru í Mannréttindasáttmálanum. Ekki kæmi mér á óvart að eftirmálar kosninganna hér heima í Norðvesturkjördæmi muni rata þangað í tímans rás, þar sem fjöldi kæra hafa þegar verið lagðar fram um framkvæmd kosninganna. Siglandi þarna á fljótabát, horfandi upp á risa- vaxnar glerhallir Evrópuráðsins og Mannréttindadómstólsins fékk mig til að hugsa til smæðar okkar norður í íshafi, en einnig um hversu dýrmætt er þrátt fyrir allt að geta leitað til æðra dómsvalds til að skera úr um mál sem stjórnvöld hér heima ráða ef til vill ekki við. Mér er til dæmis fyrirmunað að skilja hvernig nýir þingmenn, sem byggja tilurð sína á niðurstöðu þeirra kosninga sem um ræðir, eigi sjálfir að kveða á um réttmæti þeirra. En ferðin okkar var fín og heimkoman sömuleiðis. Því skal þó haldið til haga að ennþá er bansett vesen að ferðast meðan áhrifa Covid gætir enn í öllum löndum. grímunotkunar er krafist, sýnataka þarf að fara fram fyrir og eftir flug og framvísun bólusetningarvottorða í tíma og ótíma varpar skugga á annars þægilega ferð, sem maður hefði notið betur við heilbrigð- ari kringumstæður. Magnús Magnússon Nú er verið að leggja bundið slitlag á þann hluta Faxabrautar á Akra- nesi sem liggur á milli Jaðarsbraut- ar og Faxatorgs. Það er Borgarverk sem vinnur verkið. Að sögn Krist- ins Sigvaldasonar, sviðsstjóra hjá Borgarverki er áætlað að verkinu ljúki í kringum 20. október næst- komandi. Íbúum við Sandabraut og Fax- abraut ætti því að vera létt því tals- vert hefur verið þrengt að þeim með aðgengi meðan á framkvæmd- um hefur staðið. frg Andrea Þ Björnsdóttir á Akranesi stundar reglulega sölu á lakkrís og öðrum varningi til stuðnings þeim sem á þurfa að halda. Nú í bleikum október gengst hún fyrir uppboði á málverki eftir Bjarna Þór Bjarnason listamann. Málverkið er í stærð- inni 70-50 cm. Bjarni Þór og Ásta kona hans leggja til málverkið, en Andrea stendur fyrir uppboði á því. Andvirði sölunnar rennur óskipt til Krabbameinsfélags Akraness og ná- grennis. Uppboðið fer þannig fram að menn gefa upp verð í færslu, eða athugasemd, á Facebook síðu And- reu sjálfrar. Athygli er vakin á því að lágmarksboð í málverkið er 70 þúsund krónur. Hægt verður að bjóða í málverkið til sunnudagsins 17. október klukkan 15:00. Vak- in er athygli á að hægt er að skoða málverkið í galleríi Bjarna Þórs við Kirkjubraut 1 á Akranesi. mm Vegagerðin hefur lagt mat á möguleika varðandi ferjusigling- ar á Breiðafirði næstu misseri. Í frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar segir að niðurstaðan sé sú að hag- kvæmast er að uppfylla núverandi samning og nota gildistíma hans til hönnunar og útboðs á hafn- armannvirkjum á Brjánslæk og í Stykkishólmi. Ný hafnarmann- virki eru forsenda fyrir áframhald- andi ferjurekstri á Breiðafirði. „Þrátt fyrir að Baldur uppfylli ekki nútíma kröfur um aðgengi og útlit þá uppfyllir skipið þær ör- yggiskröfur sem eru í gildi, skipið er í notkun og flutningsgeta við- unandi. Núverandi samningur við Sæferðir um ferjusiglingar gildir til 31. maí 2022 með möguleika á framlengingu til 31. maí 2023,“ segir í fréttinni. „Ítarleg leit hefur farið fram að skipi sem gæti leyst núverandi skip af á meðan verið væri að huga að framtíðarfyrir- komulagi ferjusiglinga á Breiða- firði. Ekkert skip fannst sem upp- fyllti þær kröfur sem settar voru. Að auki þá verður ekki hjá því litið að ferjumannvirki, bæði á Brjáns- læk og í Stykkishólmi eru „sérsnið- in“ að gamla Baldri sem var óvenju mjótt skip og þau síðan aðlöguð að núverandi Baldri. Ljóst er að huga þarf að endurnýjun þessara mann- virkja svo þau geti annað þeirri flutningsgetu sem fyrirsjáanleg er miðað við aukna framleiðslu af- urða á Vestfjörðum.“ mm/ Ljósm. sá. Ný hafnarmannvirki sögð forsenda fyrir áframhaldandi ferjurekstri Unnið við malbikun efst á Faxabraut. Framkvæmdum lýkur senn við Faxabraut Málverk boðið upp til styrktar Krabbameinsfélaginu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.