Skessuhorn


Skessuhorn - 13.10.2021, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 13.10.2021, Blaðsíða 11
MiðViKUdAgUR 13. oKTóBER 2021 11 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is SK ES SU H O R N 2 02 1 Fjöliðjan vinnu- og hæfingarstaður Akraneskaupstaðar óskar eftir að ráða leiðbeinanda til starfa Helstu verkefni og ábyrgð Veita einstaklingsmiðaðan persónulegan stuðning• Stuðla að virkri þátttöku í samfélaginu• Þátttaka í þróun og mótun þjónustu Fjöliðjunnar• Hæfinskröfur Áhugi á að starfa með fólki• Sjálfstæði og rík réttlætiskennd• Hæfni í mannlegum samskiptum• Jákvæðni og framtakssemi• Stundvísi og samviskusemi• Reynsla af störfum með fólki með fötlun er kostur• Hreint sakavottorð• Sótt er um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar en einnig er hægt að sækja um í þjónustuveri bæjarins að Dalbraut 4 1. hæð. Athygli er vakin á því að starfið hentar öllum kynjum. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 25.10 2021. Nánari upplýsingar um starfið veita Guðmundur Páll Jónsson forstöðumaður s: 433-1720 eða á netfangi gudmundur.pall.jonsson@akraneskaupstadur.is og Ásta Pála Harðardóttir yfirþroskaþjálfi s: 433-1723 eða á netfangi asta.hardardottir@akraneskaupstadur.is Um er að ræða 90% stöðugildi og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Vinnutími er frá kl: 09:00 til kl: 16:00. María Kristín gylfadóttir hef- ur verið ráðin í nýtt starf verk- efnastjóra vegna rannsóknaseturs skapandi greina við Háskólann á Bifröst. Rannsóknarsetrið var sett á fót í ágúst síðastliðnum. Í frétt á heimasíðu Háskólans á Bifröst er starfsferill Maríu rakinn. Þar seg- ir að hún hafi starfað í meira en tvo áratugi við menntun, menn- ingu, nýsköpun og rannsókn- artengd verkefni. „Frá árinu 2018 rak María svo eigið ráðgjafarfyrirtæki, NoRTH Consulting, sem sérhæfir sig í stuðningi við sprotafyrirtæki og aðila í menntun, menn- ingu og rann- sóknum vegna samskipta við s tyrktars jóði , stefnumótunar, breytingastjór- nunar, þróunar námsefnis og þjálfunar í frum- kvöðlafræðum,“ segir á vef Há- skólans á Bifröst. María var menn- ingarfulltrúi Sendiráðs Íslands í Washington dC árin 1999-2000. Hún tók þátt í uppbyggingu MBA náms við Háskólann í Reykjavík auk þess sem hún kenndi Evr- ópufræði við skólann frá árinu 2000-2003. Frá árinu 2003-2018 starfaði hún fyrir mennta- áætlanir ESB og á árun- um 2009-2013 var hún útsendur sérfræðingur íslenskra stjórnvalda hjá framkvæmdasjóði ESB í Brussel. María hef- ur lokið meistaragráðu í Evrópufræðum frá georgetown há- skóla í Washing- ton dC auk þess sem hún lauk MBA gráðu í rekstrarhagfræði frá Háskóla Ís- lands. arg Körfuknattleiksdeild Skallagríms hélt neyðarfund í grunnskólanum í Borgarnesi síðastliðinn fimmtu- dag þar sem framtíð deildarinnar var rædd og sömuleiðis biðlað til íbúa og stuðningsfólks Skallagríms almennt um fleiri hjálparhendur. Um 50 manns mættu á fundinn og fóru forsvarsmenn deildarinnar yfir stöðu mála; sjálfboðaliðastarf og nauðsynlega fjárþörf vegna tíma- bilsins sem nú er hafið en illa hefur gengið hjá deildinni að fullmanna fjáraflanir, í ráð og stjórnir. Nýtt skipurit var kynnt á fund- inum og var almenn ánægja með það. Með tilkomu nýs skipurits á að brjóta starfsemi deildarinnar niður í ákveðin viðráðanleg verkefni eins og fjáröflunarráð, leikjaráð, fjöl- miðlaráð og svo framvegis. Þátttakendur á fundinum voru allir sammála um að leggja sitt af mörkum til að halda deildinni gangandi og búið er að manna flest ráðin. Næstu skref verða svo að fylla í þessi ráð og í kjölfarið hefja vinnu. Stærsta verkefni stjórnarinnar verður hins vegar að tryggja fjár- magn fyrir tímabilið. Samkvæmt stjórn kkd. Skallagríms mun deild- in á næstu vikum undirbúa vinnu við stefnumótun og þá verður ósk- að eftir þátttöku íbúa og velunnara til að móta starfið fyrir komandi ár. Þá voru nokkrir styrktaraðilar og einstaklingar sem brugðust við kalli kkd. Skallagríms með nýjum og auknum fjárframlögum. Fyrir þá sem hafa áhuga á að verða bak- hjarlar kkd. Skallagríms er hægt að hafa samband í tölvupósti: skallark- arfa@gmail.com. glh Nýtt skipurit kynnt á neyðarfundi Skallagríms Frá neyðarfundi kkd. Skallagríms í liðinni viku. Ljósm. kkd. Skallagríms. María Kristín ráðin verkefnastjóri vegna Rann- sóknaseturs skapandi greina

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.