Skessuhorn


Skessuhorn - 13.10.2021, Side 19

Skessuhorn - 13.10.2021, Side 19
MiðViKUdAgUR 13. oKTóBER 2021 Skessuhorn hefur af og til á liðn- um vikum og misserum sagt frá umfangsmiklum framkvæmd- um sem hófust í vor við innra- Hólmskirkju í Hvalfjarðarsveit, sem jafnframt er einn elsti kirkju- staður landsins. Viðhaldi núver- andi kirkju hefur í árafjöld verið ábótavant vegna fjárskorts. Fram- kvæmdir eru nú vel á veg komn- ar en hafa þó stöðvast vegna fjár- skorts. Forsaga málsins er að marg- ir núverandi og fyrrverandi íbú- ar þessarar litlu sóknar, sem nú tilheyrir garða- og Saurbæjar- prestakalli og er þjónað frá Akra- nesi, höfðu miklar áhyggjur af stöðu mála og því að þessi 130 ára gamla kirkja væri að grotna niður. Eftir áeggjan nokkurra aðila tóku fermingarsystkini sem fermdust i kirkjunni árið 1963 málin í sínar hendur og hófu söfnun og síðan framkvæmdir við kirkjuna. Heild- arkostnaðaráætlun er upp á 32,5 milljónir króna en af því er áætl- aður ófyrirséður kostnaður um 6,5 millj. kr. Nú þegar er allt múrverk frágengið og faglega að því staðið en það er aðeins einn hluti verk- efnisins. Viðgerð á þaki hófst um mánaðamótin júní/júlí, talsverðar fúaskemmdir komu þar í ljós en burðarvirki var í lagi. Þessari við- gerð ásamt viðgerð á turni er nú lokið og húsið tekið stakkaskipt- um. Þessu til viðbótar er stefnt að því að skipta um glugga og úti- hurð ásamt tilheyrandi umbún- aði en að auki þarf að koma ýmsu í viðunandi horf sem látið hefur á sjá og er afleiðing viðhaldsleysis. Þá er stefnt að því að endurbæta hitakerfi kirkjunnar, þ.e. að fjar- lægja orkufreka rafhitun og setja upp varmadælubúnað. Að sögn Kristjáns S. gunn- arssonar, eins aðstandenda fram- kvæmdanna, hafa kostnaðaráætl- anir staðist og einstaklingar og fyrirtæki verið rausnarleg í fram- lögum sínum, en betur má ef duga skal. Þá bendir Kristján á að ein- stakar gjafir og framlög til kirkju- félaga eru frádráttarbær frá tekjum af atvinnurekstri samkvæmt tekju- skattslögum, fari gjöf eða framlag ekki yfir 0,75% af árstekjum. Kirkja var fyrst á Innra- Hólmi árið 1096 innri-Hólmur er stórbýli, kirkju- staður og fornt höfuðból, skammt frá gangnamunna Hvalfjarðar- ganga. Þar bjó fyrstur Þormóður „hinn gamli“ Bresason er nam land á Akranesi ásamt bróður sínum, Katli Bresasyni. Þeir bræður komu frá Írlandi og voru kristnir en lík- legt þykir að Þormóður hafi byggt kirkju á staðnum. Vitað er fyrir víst að kirkja var á innra-Hólmi þegar tíundarlög voru sett árið 1096 og í Landnámabók (Sturlubók) er m.a. greint frá því að kirkja hafi verið byggð á leiði Ásólfs alskiks Konáls- sonar, landnáms- og einsetumanns, sem lagður var til grafar að innra- Hólmi. Er innri-Hólmur því einn elsti kirkjustaður landsins. Sú kirkja sem stendur nú að innra-Hólmi var reist árið 1891 og var hún vígð 27. mars 1892. Árni Þorvaldsson, bóndi og hreppstjóri á innra-Hólmi, var helsti hvata- maður kirkjubyggingarinnar. Yfir- smiður við byggingu kirkjunnar var Jón Jónsson Mýrdal, smiður, bóndi og skáld. Jón var hinn mesti hag- leiksmaður og ber útskurður inni í kirkjunni glöggt vitni um hand- bragð hans. Í upphafi var kirkjan timbur- klædd en árið 1952 voru útveggir hennar notaðir sem steypumót og steyptir 17 cm þykkir veggir utan á hana. Á sama tíma voru boga- dregnir gluggar smíðaðir í kirkjuna og forkirkja byggð. Árið 1963 fóru fram miklar endurbætur á kirkj- unni, veggir voru klæddir sand- blásnum panelborðum, gólf endur- nýjað og nýir bekkir smíðaðir en lítið hefur verið um endurbætur á kirkjunni síðan þá. Hafa útveggir kirkjunnar smám saman sprung- ið og gefið sig með árunum og hefur kirkjan látið verulega á sjá. innra-Hólmskirkja var friðuð hinn 1. janúar 1990 samkvæmt aldurs- ákvæði þjóðminjalaga. Betur má ef duga skal Árgangur 1949 fermdist í kirkjunni árið 1963, rétt eftir að áðurnefnd- um viðgerðum á kirkjunni lauk. Ár- gangurinn hefur haft veg og vanda af því að koma framkvæmdum af stað á ný og hefur umsjón með verkinu. Söfnuður kirkjunnar hef- ur jafnframt staðið fyrir ýmiskon- ar fjáröflun fyrir framkvæmdunum. Með þeirri óeigingjörnu vinnu og gjöfum frá velunnurum kirkjunn- ar hefur tekist að safna fjármagni til að komast vel af stað með fram- kvæmdirnar. En betur má ef duga skal og vantar enn nokkuð upp á til að ljúka viðgerðum á kirkjunni. Þeim sem styrkja vilja verk- efnið er bent á söfnunarreikn- ing kirkjunnar: 0326-22-1873 Kt. 660169-5129. frg Kristján S. Gunnarsson, einn aðstandenda framkvæmda við Innra-Hólmskirkju. Framkvæmdir við Innra-Hólms- kirkju að stöðvast vegna fjárskorts Kirkjan að Innri-Hólmi. OPNUNARTÍMI ALLA VIRKA DAGA 13-18 HELGAR 11-15 Hafþór Blær Hafþór Blær HANDKLÆÐI MEÐ NAFNI 3.790,- 2.990,- SPORTPOKI MEÐ MERKINGU SMIÐJUVÖLLUM 32 •AKRANESI WWW.DOTARI .IS•WWW.SMAPRENT.IS SmáprentSmáprent STÆRÐ: 70 X 140 CM STÆRÐ: 29 X 26 CM Þegar þú verslar bleika vöru í verslun okkar styrkir þú Krabbameinsfélag Akraness í þágu þeirra sem greinast með krabbamein og fjölskyldna þeirra. 2.990,- Opnunartími: Alla virka daga 13-18 Allar helgar 11-15SMIÐJUTORGI, SMIÐJUVÖLLUM 32 Á AKRANESI EINNIG TIL Í VEFVERSLUN WWW.SMAPRENT.IS DÓTARÍ STYRKIR KRABBAMEINSFÉLAG AKRANESS Í OKTÓBER

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.