Skessuhorn


Skessuhorn - 13.10.2021, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 13.10.2021, Blaðsíða 13
MiðViKUdAgUR 13. oKTóBER 2021 13 Í samræmi við nýja gr. 5.4 í samþykktum Festu lífeyrissjóðs, boðar stjórn lífeyrissjóðsins til fundar í fulltrúaráði sjóðsins miðvikudaginn 27. október n.k. á Grand Hótel, Sigtúni 38, 105 Reykjavík. Fundarstörf hefjast kl. 18:00. Fundurinn er opinn öllum sjóðfélögum. Dagskrá: Setning fundar Kynning á afkomu Festu lífeyrissjóðs m.v. 30.06.2021 Kynning á framvindu og fylgni við fjárfestingarstefnu sjóðsins Önnur mál Stjórn Festu lífeyrissjóðs Fundur fulltrúaráðs Festu lífeyrissjóðs Eitt nýjasta fyrirtækið í flóru fyr- irtækja á Vesturlandi nefnist Fag- leg þrif og tekur það að sér glugga- þvott. Eigandi þess og eini starfs- maður er Przemyslaw oskar do- brzyski, en hann flutti ásamt konu sinni frá Kraká í Póllandi fyrir þremur árum. Sjálfur segist hann af praktískum ástæðum nota milli- nafnið oskar hér heima þar sem fyrra nafn hans reynist Íslending- um erfitt í framburði. oskar og kona hans hafa verið hér í þrjú ár og þar af tvö ár á Akranesi. Þau eiga þriggja ára son sem er í leikskólan- um Vallarseli. Eiginkonan starfar hjá Vigni g Jónssyni. Aðspurður um ástæðu þess að hann fluttist til Íslands segir oskar að þau hafi langað að víkka út sjón- deildarhringinn og finnist gaman að ferðast. Heima í Kraká starfaði hann hjá skyndibitakeðju en var auk þess á fullu í íþróttum. Spilaði ís- hokki með meistaraflokki Cracovia í heimaborg sinni. Hér á landi hefur hann m.a. starfað hjá BM Vallá en varð að hætta þeirri vinnu eftir að hafa fengið sýkingu í hné og þurft að gangast undir aðgerð. „Mér hef- ur alltaf langað að reka eigið fyrir- tæki og finnst gaman að þrífa. Eftir að ég komst að því að hér á Akra- nesi var ekkert gluggaþvottafyrir- tæki starfandi lét ég verða af því að stofna fyrirtæki og byrja að bjóða upp á gluggaþvott. Byrjaði bara núna um síðustu mánaðamót og hafa viðtökurnar verið frábærar. Er þegar komin með nokkur fyrirtæki sem ég þríf fyrir,“ sagði oskar þeg- ar hann leit við á ritstjórn Skessu- horns við garðabraut til að bjóða gluggaþvott. Aðspurður um hvern- ig honum og fjölskyldunni líkar að búa á Íslandi, svarar hann: „okkur líkar landið, ekki þó endilega veðr- ið. En fólkið hér hefur tekið okk- ur vel og hér finnst okkur gott að búa,“ segir hann. Nánari upplýsingar má finna á: Facebook.com/faglegthrif og í síma 761-6817. mm Fasteignasalan Hákot og Kallabakarí eftir að Hákon hafði farið höndum um gluggana. Stofnaði gluggaþvotta- fyrirtæki á Akranesi Przemyslaw Oskar Dobrzyski hjá Faglegum þrifum að þrífa gluggana á ritstjórn Skessuhorns. Reykjavík Grundartangi Akranes Borganes Fimmtudaginn 21. október 2021, kl. 14:00, Björtuloft, Hörpu Til þess að kynna það sem efst er á baugi hjá Faxaflóahöfnum sf. og fræðast um starfsemina á hafnar- svæðum fyrirtækisins boða Faxaflóahafnir sf. til málþings fimmtudaginn 21. október kl. 14:00, Björtuloft (6. og 7. hæð) Hörpu. Dagskrá málþingsins á að snerta málefni sem flestra á hafnarsvæðum Faxaflóahafna sf. og verður sem hér segir: 14:00 Ávarp formanns Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, varaformaður Faxaflóahafna 14.10 Horft til framtíðar Magnús Þór Ásmundsson, hafnarstjóri Faxaflóahafna 14:35 Fjórða iðnbyltingin – Möguleg áhrif á hafnir og sjávarútveg Yngvi Björnsson, prófessor og sérfræðingur í gervigreind við Háskólann í Reykjavík 15:00 Íslenski sjávarklasinn – Starfsemin, samstarf á alþjóðlegum vettvangi, sjávarakademían Nanna Ósk Jónsdóttir, rekstrarstjóri Íslenska sjávarklasans 15:25 Stafrænt vistkerfi – Tækninýjung fyrir sjávarútveginn Þorsteinn Svanur Jónsson, framkvæmdarstjóri vöruþróunnar hjá Klöppum 15:50 Umræður og fyrirspurnir 16:00 Fundarslit Fundarstjóri: Erna Kristjánsdóttir, markaðs- og gæðastjóri Faxaflóahafna Fundurinn er opinn öllum, en þeir sem eru með starfsemi á hafnarsvæðum Faxaflóahafna sf. eru sér- staklega hvattir til að mæta. Á fundinum gefst tækifæri til þess að koma með fyrirspurnir og ábendingar um það sem varðar hafnarrekstur, þjónustu og aðstöðu fyrir viðskiptavini. Magnús Þór Ásmundsson, hafnarstjóri SK ESSU H O R N 2021 Málþing með notendum Faxaflóahafna

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.