Skessuhorn


Skessuhorn - 13.10.2021, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 13.10.2021, Blaðsíða 12
MiðViKUdAgUR 13. oKTóBER 202112 glímufélag dalamanna var sigur- sælt á Haustmóti glímusambands Íslands sem fram fór á Blöndu- ósi síðastliðinn sunnudag en þetta var fyrsta mót keppnistímabilsins. Samtals voru 42 keppendur skráðir, keppt var í 17 flokkum og glímdar alls 150 glímur. glímufélag dalamanna átti þar tíu keppendur í barna-, unglinga- og fullorðins flokkum. Þórarinn Páll Þórarinsson sigraði í flokki 12 ára stráka og Mikael Hall Valdi- marsson var í öðru sæti. Jasmín Arn- arsdóttir var í þriðja sæti í flokki 14 ára stúlkna og Benóní Kristjánsson í öðru sæti í 13 ára flokki stráka. Þær Jóhanna Vigdís Pálmadóttir, dagný Sara Viðarsdóttir og Birna Rún ingvarsdóttir kepptu í fyrsta sinn í fullorðins flokki en þar er glímt á gólfi og hver glíma lengist við það úr 1½ mínútu upp í 2 mínútur. Jó- hanna Vigdís sigraði í stúlknaflokki 15 ára, í unglingaflokki kvenna plús 70 kg en hafnaði í þriðja sæti í opn- um flokki kvenna. dagný Sara og Birna Rún voru í 2. og 3. sæti í 15 ára flokki stúlkna á eftir Jóhönnu. Keppnin var hörð á mótinu og var greinilegt að þau tækniatriði sem þátttakendurnir lærðu í æfingabúð- unum, sem fóru fram sömu helgi, skilaði sér í keppninni. Í æfingabúð- unum voru börn og ungmenni und- ir handleiðslu fremsta glímufólks landsins en ljóst er að bjart er yfir framtíð glímunnar. vaks/ Ljósm. Glímusamband Íslands Alþjóðlega stuttmyndahátíð- in Northern Wave verður hald- in í þrettánda sinn helgina 22.-25. október næstkomandi. Hátíðin verður haldin í Frystiklefanum í Rifi og þar verður boðið upp á fjöl- breytt úrval alþjóðlegra stuttmynda og íslenskra tónlistarmyndbanda. Hátíðin er elsta kvikmyndahátíð landsins og hefur staðið af sér ýms- ar krísur í gegnum árin. „Við höf- um farið í gegnum bankahrun, túr- istasprengingu og nú heimsfarald- ur,“ segir dögg Mósesdóttir, stofn- andi og stjórnandi Northern Wave iFF, í samtali við Skessuhorn. Á hátíðinni verða sýndar 63 myndir og tónlistarmyndbönd, sem er að- eins minna en áður. „Hver mynd fær gott rými í ár. En þetta er samt bíómaraþon alla helgina,“ segir dögg. Heiðursgestur á hátíðinni að þessu sinni er stórleikarinn ólafur darri ólafsson, sem mun sitja fyr- ir svörum í sérstöku meistaraspjalli sem guðrún Elsa Bragadóttir mun stýra. „Við ætlum að rekja úr hon- um garnirnar og fá að heyra hans reynslusögur úr kvikmyndabrans- anum. Þetta verður eflaust áhuga- vert og skemmtilegt spjall,“ segir dögg. Stórtónleikar Á hátíðinni verður boðið upp á norræna vinnustofu á vegum Stelp- ur skjóta og hátíðarinnar, þar sem ungar kvikmyndagerðakonur frá Norðurlöndunum hittast og fá leiðsögn frá norrænum konum. Markmiðið er að efla tengsl milli ungra kvenna í kvikmyndagerð. Auk stuttmynda og tónlistarmynd- banda verða ýmsir aðrir viðburð- ir á hátíðinni. Boðið verður upp á bíósund fyrir börnin þar sem sýnd- ar verða alþjóðlegar stuttmyndir í sundlauginni í ólafsvík. Þá verður boðið upp á stuttmyndanámskeið, super 8 teiknimyndabíó og plakat- asmiðju og ættu því allir að finna eitthvað við hæfi. Tónlist hefur alltaf spilað stóran þátt í hátíðinni og að þessu sinni verður boðið upp á tvöfalda stór- tónleika með Vök og Reykjarvík- urdætrum, í samstarfi við Frysti- klefann í Rifi. „Við höfum ekki áður haft svona svakalega tónlist- arveislu. En báðar þessar hljóm- sveitir hafa beðið eftir því að spila í Frystiklefanum svo það var upp- lagt að gera það þessa helgi, þeg- ar allt verður fullt af fólki,“ segir dögg. Þá hvetur hún áhugasama að vera tímanlega að kaupa miða á bæði hátíðina og tónleikana. „Við erum að taka smá áhættu að vera með tvenna svona stóra tónleika á þessum tíma þar sem er mikil óvissa en við þurfum að ná ákveð- inni lágmarkssölu svo hægt sé að halda þessa tónleika. En við von- um að fólk sé bara með okkur í liði og sé tilbúið að byrja aftur að mæta á svona menningarviðburði. Þetta verður skemmtileg hátíð með al- þjóðlegum vinkli og allir ættu að finna eitthvað við hæfi. Svo erum við bara eins og ein stór fjölskylda í Frystiklefanum og það myndast alltaf skemmtileg og góð stemn- ing,“ segir dögg að endingu. Nánari upplýsingar um há- tíðina er að finna á northern- wavefestival.com og hægt er að kaupa miða á tónleikana í gegn- um heimasíðu Frystiklefans, thefreezerhostel.com arg Síðastliðinn mánudag veitti Sam- band íslenskra sjóminjasafna þrem- ur valinkunnum mönnum við- urkenningu fyrir farsæl störf á sviði sjó- og strandminja um ára- tuga skeið. Þessir menn hafa starf- að hver á sínu sviði en allir skilað sérlega drjúgu og merku lífsverki. Þetta eru Hafliði Aðalsteinsson, Þór Magnússon og geir Hólm. Hafliði Aðalsteinsson hefur ver- ið starfandi tréskipasmiður alla tíð, lærði fyrst hjá föður sínum og nam síðar við iðnskólann í Reykjavík. Hann hefur smíðað nokkurn fjölda báta og einnig og ekki síst unnið að viðgerð og endurgerð eldri báta. Hafliði var stofnfélagi og í forystu fyrir Félag áhugamanna um Báta- safn Breiðafjarðar á Reykhólum sem sett var á stofn árið 2006. Fé- lagið byggir á gjöf föður Hafliða, sem gaf þrjá báta og öll sín tæki til safnsins. Þá hefur Hafliði ver- ið óþreytandi við að efla þekkingu á skipasmíðum og haldið fjölda námskeiða í skipasmíði í samastarfi við iðUNA fræðslusetur, m.a. í Reykjavík og á Reykhólum. Þór Magnússon var þjóðminja- vörður á árunum 1968-2000. Eitt af þeim sviðum sem hann lét sig miklu varða var sjóminjar og báta- varðveisla. Var hann þar á marg- an hátt brautryðjandi því að Þjóð- minjasafnið og byggðasöfnin höfðu sýnt meiri áhuga á sveitamenningu fyrri tíðar en minjum um sjósókn og siglingar. Í tíð Þórs hófst til að mynda markviss söfnun á gömlum bátum en þá voru söfnin á Íslandi ekki farin að sinna því svo heitið gæti. Þá má nefna hlut Þórs í að koma upp Sjóminjasafni Íslands í Hafnarfirði. Safnið markaði spor á sínum tíma þótt það starfaði í að- eins 15 ár. geir Hólm varð safnstjóri Sjóm- injasafns Austurlands á Eskifirði árið 1982 og starfaði við safnið til 75 ára aldurs, til ársins 2008 eða í 26 ár. Hann var meðal annars öt- ull við söfnun sjóminja á þeim tíma og gerði safnið að einu af merkustu sjóminjasöfnum landsins. Einn- ig lagði hann mikið af mörkum til varðveislu gamalla báta og ýmissa sögulegra mannvirkja á Austur- landi, meðal annars vitans á dala- tanga og tveggja af elstu húsum Eskifjarðar, Jensenshúss og Rand- ulfssjóhúss. mm Á myndinni eru f.v: Helgi Máni Sigurðsson, Hafliði Már Aðalsteinsson, Geir Hólm og Þór Magnússon. Viðurkenningar fyrir störf á sviði sjó- og strandminja Þórarinn Páll og Mikael Hall fengu gull og silfur. Dalamenn sigursælir í glímu Dalastúlkur á verðlaunapalli. Á hátíðinni í ár verða tvöfaldir stórtónleikar með Vök og Reykjarvíkurdætrum. Stuttmyndahátíðin Northern Wave framundan

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.