Skessuhorn


Skessuhorn - 13.10.2021, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 13.10.2021, Blaðsíða 26
MiðViKUdAgUR 13. oKTóBER 202126 Pennagrein Nýverið sá ég að mál ríkisins á hendur nokkrum Akureyringum er komið fyrir dómara. Málið varð- ar meint brot hinna ákærðu þeg- ar Holuhraun rann, það var tal- ið hættulegt að fólk færi að skoða gosið og það því bannað! Nú sjö árum síðar er málareksturinn sem- sagt á enda og kemur til kasta dóm- ara að kveða upp um sekt eða sak- leysi. Mér varð hugsað til þessa sér- kennilega máls þegar ég fékk sjálf- ur að kenna á refsivendinum vegna glæfraaksturs á Borgarbraut, náðist á myndavél á hraðanum 37 km/klst og skal greiða 10.000 kr í sekt, fæ afslátt ef ég greiði hratt og örugg- lega. Við þessi óvæntu tíðindi reik- aði hugurinn um samfélagið og þær tilraunir sem við gerum til þess að stjórna hvert öðru, oftast eftir regluverki sem flestir eru sammála um og á sér nokkra sögu en inn á milli rísa upp menn sem vilja okkur hinum ofur vel og reyna að koma vitinu fyrir okkur með skýrum reglum um það hvernig við skulum haga tilveru okkar. Samfélagsbreytingar Samfélagið tekur breytingum í tímans rás og því kann að vera að það sem viðgekkst áður eigi ekki lengur við. Eins hafa opnast mögu- leikar á að gera í dag það sem fæst- ir gátu látið sér til hugar koma fyr- ir einni öld. Í umróti samfélags- breytinga reyna embættismenn og stjórnmálamenn, trúarleiðtogar og leikmenn að hafa vit fyrir fjöldan- um. Það má ekki dansa á tiltekn- um dögum, ekki kaupa áfengi á til- teknum stöðum, alls ekki kaupa, eiga eða drekka áfengi o.s.fv. Eldgos Á 20. öld hafa orðið þau umskipti á högum þjóðarinnar að menn geta ferðast um hraðar og víðar en áður og þegar eldfjöll gjósa fara menn og virða fyrir sér dýrðina. gengur svo fram á þá öld er við nú lifum. En þá ber svo við að það er búið að koma á laggir kerfi, menn settir til verka og eiga að tryggja að gos og jarðskjálftar séu eftir lögum og reglum. Þetta fólk er ekki allt sér- frótt um hegðan hnígandi efna en því fróðara um það hvernig á að hafa stjórn á fólki með góðu eða illu. Þó er svo að skilja að menn ráði ráðum sínum, hópur sérfræð- inga á hinum ýmsu sviðum og því erfitt að malda í móinn. Nú er vegum lokað þegar veð- urspáin er slæm og þýðir lítið að þykjast kunna að ráða í veður og færð. Á síðasta ári breiddist út farsótt, enn ný ógn. og henni fylgdi enn meiri stjórnun á daglegum athöfn- um fólks en áður hafði sést. Samfélag manna og dýra er flókið fyrirbæri. Sumt er til bölvunar sem þar er á sveimi, ekki bara tóbak og brennivín. En það getur verið snú- ið að byggja réttlátt samfélag. Það ætti að vera orðið ljóst þeim sem láta sig dreyma um slíkt. Bannár- in fyrir einni öld voru skemmtileg tilraun til þess að fegra mannlífið. Nú glíma menn við að banna hass og maríuana og allra handa pill- ur og duft. og framkvæmdavaldið sem fyrir öld var ætlað að passa að engin drykki áfengi á nú að sjá um að selja mönnum það vín sem þeir þurfa. Starf „þefara“ er skítadjobb... þykist ég vita. Vinna við að segja öðrum til syndanna og vísa þeim veginn til eilífs lífs í sæluríkinu. Það ætti þó að vera mönnum sem slíkt taka að sér leiðarstef að gæta hófs, þó ekki væri nema meðalhófs sbr. meðalhófsregluna góðu. Stundum ættu menn að fá að ráða sér sjálfir – fremja sín axarsköft á eigin ábyrgð. Ég spái því (og vona) að ríkið tapi málinu gegn norðanmönnum. Finnbogi Rögnvaldsson Boð og bönn Margir þekkja til Bjössaróló í Borg- arnesi. Þessi staður hefur stund- um verið kallaður best geymda leyndarmál Borgarness, er upp- runalega hannaður af Birni guð- mundssyni trésmiði og starfsmanni Kaupfélags Borgfirðinga til ára- tuga. Hann byrjaði árið 1979 að hanna og smíða leikvöll fyrir börn og notaði við smíðina endurnýtt efni sem öðrum nýttist ekki lengur. Hann var þannig mikill hugsjóna- maður og langt á undan sinni sam- tíð hvað varðar umhverfisvernd og endurnýtingu efnis. Á Bjössaróló má finna rólur, rennibrautir, vega- salt og ýmislegt fleira í ævintýra- legu umhverfi. Ríkharður Mýrdal Harðarson hefur tekið Bjössaróló í tímabundið fóstur en hann á sér- staka tengingu við Bjössaróló. „Ég var lengi í þessari fjölskyldu og þrjú af mínum eldri börnum eru barna- barnabörn Bjössa. Þess vegna er ég kannski að gera þetta en helst er ég að þessu vegna þess að Bjössi hafði svo mikil áhrif á mig sem persóna,“ segir Rikki, eins og hann er oftast kallaður, um Bjössaróló verkefnið sitt. Hugsjónamaðurinn Bjössi „Bjössi var mjög áhugaverður og hugmyndaríkur karakter, mikill húmoristi með skemmtilegar skoð- anir á mörgu. Hann var mér fyrir- mynd og ef til vill var hann á und- an sinni samtíð í mörgu eins og til dæmis í umhverfisvernd. Alltaf þeg- ar hann gekk heim úr vinnu í Kaup- félaginu, þá tók hann upp rusl og drasl á leið sinni,“ rifjar Rikki upp um Bjössa. „Hann vildi endurvinna hluti og henti engu, í staðinn fann hann not og nýtt líf fyrir efnið sem hann fann á ferðum sínum. Svona nýtni og endurvinnsla er vonandi að komast í tísku aftur. Það var svo margt í honum sem var ofboðslega klárt og þetta er einmitt hugsunin í sambandi við leikvöllinn. Það var aldrei keypt ein einasta spýta. Allt var þetta endurunnið efni sem hon- um áskotnaðist hingað og þangað. Bjössaróló - best geymda leyndarmál Borgarness Rikka langar að gefa einhvern veginn til baka, til Bjössa, sem hafði svo góð áhrif á hann Hann lét líka efnið ráða hvernig leiktækin litu út,“ bætir Rikki við. „Ég held að Bjössi hafi nú ekkert verið að spyrja um leyfi þegar hann hófst handa við völlinn en öll tækin byggði hann á brettum með það í huga að þegar hann færi yfir í sum- arlandið þá væri hægt að skófla öll- um leiktækjunum burt og engin ummerki yrðu eftir. Hann hugsaði þetta alltaf þannig og hefur trúlega ekki búist við að völlurinn entist svona lengi eftir hans dag.“ „Menningarverðmæti Borgnesinga“ Ástæðan fyrir því að Rikki tók Bjössaróló í fóstur var umræða sem hann opnaði fyrir á Facebook fyrir nokkru síðan um að koma Bjössa- róló í betra horf. „Í gegnum árin hafa mörg leiktæki verið löguð og endursmíðuð. Til dæmis hef- ur óli Axels endursmíðað og lag- fært nokkur tæki og gert það vel. En svo hafa mörg tæki einfaldlega eyðilagst og ekki verið endurbyggð eins og klifurgrind og hringekja ásamt einhverju fleiru. Ég ákvað að bjóða fram krafta mína og endur- smíða þessi tvö leiktæki sem mörg uppkomin börn muna eftir enda mikið notuð hér áður fyrr,“ útskýr- ir Rikki. „Ástæðan fyrir áhuga mín- um á að gera þetta er að Bjössi var langafi þriggja barna minna. Ég vil leggja mitt af mörkum fyrir þau og þá önnur börn í leiðinni. Mig langar að borga smávegis til baka og kynni mín við Bjössa og ingu Ágústu gáfu mér mjög mikið enda mikið sóma fólk. Bjössaróló er menningarverð- mæti okkar Borgnesinga ekki síður en leikvöllur að mínu mati,“ bætir hann ákveðinn við. „Leiktækin sem ég ætla að endursmíða verða í anda Bjössa, allt úr endurnýttu efni. Mér finnst mjög mikilvægt að halda í hans hugsjón og reyni því að smíða í hans anda, eingöngu úr endur- unnu efni.“ Bætir við leiktækjum Rikki segir velvildina sem Bjössa- róló nýtur hjá bæjarbúum alveg ótrúlega og allsstaðar sem hann hefur komið, hefur hann komið að opnum dyrum. „Þórdís sveitarstjóri og Hrafnhildur hjá Borgarbyggð tóku mér vel og gáfu mér leyfi til að hefjast handa. Húsasmiðjan með Siggu í fararbroddi gaf timbur sem hafði verið tekið til hliðar af ýms- um ástæðum og fúavörn sem ein- hver hafði skilað, kannski rang- ur litur eða annað. Hreiðar í Rarik gaf timbur úr rafmagnskeflum sem ég smíðaði bekk og borð úr svo foreldrar geta setið og fylgst með börnum sínum í leik á Bjössaróló og kannski fengið sér nesti á góð- viðrisdegi. Blængur var svo elsku- legur að gefa nokkra hluti úr járn- gámnum sem átti að henda i gáma- þjónustunni. Jóhann Mýrdal bróðir minn smíðaði og sauð saman snún- ingsplatta fyrir hringekjuna í Úti- legumanninum þar sem hann vinn- ur. Ég sjálfur smíðaði leikgrind í anda Bjössa, bekki og hringekjuna frægu. All þetta er unnið í sjálf- boðavinnu og allt efni var gefið en kostnaður við skrúfur og smotterí borgar Borgarbyggð,“ segir Rikki þakklátur. „Allir eru ofboðslega vel- viljaðir og bara þegar maður nefn- ir Bjössaróló hérna í Borgarnesi þá vilja allir allt fyrir mann gera,“ bæt- ir hann ánægður við. Vill hafa spakmæli frá Bjössa uppi við Rikki stefnir að því að koma nýju tækjunum fyrir á Bjössaróló áður en árið er úti en allt smíðar hann í bak- garðinum heima hjá sér á Kveld- úlfsgötunni. „Ég nenni ekki beint að vera með þessa grind hérna í garðinum hjá mér í vetur þó svo að krakkarnir hefðu ekkert á móti því,“ segir hann léttur í lund. „Rigning- in hefur aðeins hægt á mér. Svo er ég að vinna að því, með aðstoð frá grunnskólanum í Borgarnesi, að útbúa platta með spakmælum frá Bjössa en hann var hagmæltur og margt að því sem hann sagði á vel við í dag. Hann var með þessi heil- ræði og spakmæli á vellinum,“ bæt- ir hann við. „Aftur á móti ætla ég ekkert að fara að sjá um Bjössaróló í framtíðinni. Mig langaði bara til þess að leggja mitt af mörkum og gefa einhvern veginn til baka, til Bjössa, sem hafði svo góð áhrif á mig,“ segir Rikki að endingu. glh Unglingavinnan að störfum á Bjössaróló í sumar. F.v. Aleta Von Mýrdal Ríkharðsdóttir, Ríkharður Mýrdal Harðarson og Amanda Nótt Mýrdal Ríkharðsdóttir. Bræðurnir Jón Örn og Adam Orri Vilhjálmssynir í hringekjunni vinsælu á Bjöss- arólo árið 1994. Ljósm. aðsend. Ingólfur Haukur Vilhjálmsson í klifurgrindinni á Bjössaróló í kringum 1990. Ljósm. aðsend.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.