Skessuhorn


Skessuhorn - 13.10.2021, Page 2

Skessuhorn - 13.10.2021, Page 2
MiðViKUdAgUR 13. oKTóBER 20212 Næsta laugardag spila Skagamenn gegn Víkingi Reykjavík í úrslitum Mjólkurbikarsins í knattspyrnu. Skagamenn léku síðast til úrslita í þessari keppni árið 2003 þegar þeir sigruðu FH-inga í úrslitaleik 1-0. Því er ærin ástæða að skella sér í Laug- ardalinn um helgina og alveg upp- lagt að taka fjölskylduna alla með og leyfa krökkunum að upplifa stemn- inguna beint í æð. Hvetja sitt lið af miklum móð, öskra úr sér lungun og fagna vonandi í leikslok. Áfram ÍA! Á fimmtudag verður suðvestan 5-13 m/s og léttskýjað að mestu. Hiti 0 til 6 stig en um eða undir frostmarki á Norður- og Norðausturlandi. Á föstudag er útlit fyrir vestlæga átt og lítilsháttar vætu vestanlands og stöku él fyrir norðan en annars skýj- að með köflum. Hiti breytist lítið. Á laugardag má búast við austlægri eða breytilegri átt, skýjað að mestu og dálítil væta á víð og dreif, einkum sunnan- og vestanlands. Hiti í kring- um frostmark fyrir norðan upp til 6 stiga syðst. Á sunnudag er gert ráð fyrir ákveðinni austanátt með rign- ingu eða slyddu en úrkomuminna vestan til. Hiti breytist lítið. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Kitlar þig auðveldlega?“ 39% svarenda sögðu „Já, mig kitlar alls- staðar“ 30% sögðu „Stundum, ef ég er í kitlustuði“ 14% sögðu „Bara und- ir höndum og fótum“ 13% sögðu „Nei, finn aldrei fyrir neinu“ og 4% sögðu „Mjög sjaldan og þá í svefni.“ Í næstu viku er spurt: Hvernig leggst veturinn í þig? Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálf- ari Skagamanna, fékk mikla gagn- rýni í síðustu viku þegar hann skellti sér í sólarlandaferð í miðjum undir- búningi fyrir bikarúrslitaleikinn sem fram fer um helgina. Skessuhorn er á öðru máli, handvisst að hann hafi komið til baka úr sólinni eftir erfitt sumar endurnærður á sál og líkama. Tilbúinn í slaginn og gefi allt sitt og miklu meira en það til að hjálpa Skagamönnum að lyfta bikar í fyrsta sinn í 18 ár. Jói Kalli er Vestlendingur vikunnar að þessu sinni. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Jörð skalf í síðustu viku VESTURLAND: Jarðskjálfti mældist á Vesturlandi klukk- an korter fyrir tíu á fimmtudags- morgun í liðinni viku. Í færslu sem Eldfjalla- og náttúruvárhóp- ur Suðurlands birti á Facebook eftir skjálftann segir að skjálftinn hafi verið í eldstöðvakerfi Ljósu- fjalla og átt upptök sín 5 km aust- ur af Langavatni, sem er ekki ýkja langt frá eldstöðinni grábrók ofan við Bifröst. Er þetta sagt vera til marks um aukna jarðskjálftavirkni á svæðinu á þessu ári en þetta var annar stærsti skjálftinn á þess- um slóðum í ár. Í færslunni segir: „Skjálftarnir eru innan eldstöðva- kerfis Ljósu fjalla sem teygist aust- ur að grábrók við Bifröst. For- sögulegir gígar finnast í grennd við það svæði þar sem skjálftarnir hafa verið að mælast, m.a. í Hítár- dal og Hraundal og hafa nokkur hraun runnið þar á nútíma.“ Þá segir að skjálftavirknin sé óvenju- leg að vissu marki, „enda jarð- skjálftar afar fátíðir í eldstöðva- kerfum Snæfellsness.“ -arg Lyfta í kirkjuna ÓLAFSVÍK: Í síðustu viku hóf TS vélaleiga framkvæmdir við und- irbúning að setja upp nýja lyftu í ólafsvíkurkirkju. Steypt verð- ur undir lyftuna ásamt því að gerð verður ný stétt með hitaþræði að safnaðarheimilinu. Búið var að safna fyrir kaupum á búnaðinum sem væntanlegur er á staðinn. Mun þessi framkvæmd bæta verulega að- gengi að kirkjunni. -þa Framtíð Breiðarsvæðis AKRANES: Stjórn Breiðar þróun- arfélags á Akranesi hefur samþykkt að efna til hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag á Breiðarsvæð- inu. gerður hefur verið samningur við Arkitektafélag Íslands um um- sjón með keppninni. Þá hefur dóm- nefnd verið skipuð og mun hún brátt hefjast handa við gerð forvals- lýsingar sem og samkeppnislýsing- ar. Frá þessu er greint á heimasíðu Breiðar. -mm Akraneskaupstaður auglýsti fyrir helgi útboð á byggingarrétti á sex lóðum á Sementsreit á Akranesi. Um er að ræða byggingarétt á fjöl- eignarhúsum á þremur hæðum auk bílakjallara, á fjórum lóðum á upp- byggingarreit d og á tveimur lóð- Útboð á byggingarétti á Sementsreit um á uppbyggingarreit C. Verður öllum lóðum úthlutað til sama að- ila. Það er nú komið að því að hefja uppbyggingu Sementsreitsins, eft- ir margra ára þróun. Þá eru fram- kvæmdir við varnargarð og gatna- gerð Faxabrautar á lokametrunum. Byggingaréttur verður sam- tals 19.350 fermetrar, þar af íbúð- ir 11.450 fermetrar og kjallari/ bílakjallari 7.900 fermetrar. Í aug- lýsingunni kemur fram að mikil áhersla verði lögð á að vel til tak- ist með uppbyggingu mannvirkja innan reitsins. Með tilliti til þess er m.a. horft til gæða tillagna. Sá þátt- ur mun vega 40% á móti 60% vægi á upphæð byggingaréttar. Útboðs- gögn verða aðgengileg á rafrænu formi frá mánudeginum 11. októ- ber í gegnum útboðsvef Mannvits. Meðfylgjandi eru tölvugerð- ar myndir af væntanlegri byggð á Sementsreit. frg

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.