Skessuhorn


Skessuhorn - 13.10.2021, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 13.10.2021, Blaðsíða 6
MiðViKUdAgUR 13. oKTóBER 20216 Könnun til efl- ingar byggð og samfélags STYKKISH: Starfshóp- ur um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi stendur nú fyr- ir stuttri skoðanakönnun á vef bæjarfélagsins með það að leiðarljósi að efla samfé- lag og byggð í Stykkishólmi. Markmiðið er að kanna hver hugur fólks er með næstu skref í atvinnumálum bæjar- ins og kalla fram ábendingar Stykkishólmi til framdrátt- ar. „Markmið þetta er í sam- ræmi við erindisbréf starfs- hópsins um að vinna til- lögur að eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi með því að greina tækifæri sem liggja í svæðisbundnum styrkleikum og leggja til aðgerðir til þess að nýta þau. Nánari upplýs- ingar um vinnu starfshópsins má finna á heimasíðu Stykk- ishólmsbæjar.“ Könnunin er fyrir íbúa 18 ára og eldri. -mm Umferðarslys við Kerlingar- skarð SNÆFELLSNES: Öku- maður ók bíl sínum út af Stykkishólmsvegi, austan við Kerlingarskarð, síðast- liðið laugardagskvöld. Lög- regla og sjúkralið voru köll- uð á staðinn. Ökumaður sem hafði dottað undir stýri kvartaði undan eymslum í baki og var fluttur á sjúkra- húsið í Stykkishólmi. -frg Fullur og rás- andi ökumaður VESTURLAND: Snemma á föstudagsmorgun í síð- ustu viku barst Neyðarlínu tilkynning um rásandi bíl á Vesturlandsvegi. Lögreglu- menn stöðvuðu för bílsins og var ökumaður hans handtek- inn vegna meintrar ölvunar við akstur. -frg Tekinn á 132 kílómetra hraða VESTURLAND: Ökumað- ur var stöðvaður á laugardag- inn á 132 kílómetra hraða á Akrafjallsvegi. Við athug- un reyndist ökumaður ekki hafa ökuskírteini meðferð- is. Ökumaður sagðist hafa bráðabirgðaheimild og kom síðar á lögreglustöð með þá heimild meðferðis. Lögregla brýnir fyrir ökumönnum að hafa ökuskírteini ávallt með- ferðis við akstur. -frg Beltislaus í símanum AKRANES: Ökumaður var stöðvaður á miðvikudag í síðustu viku á Akranesi vegna símanotkunar við akstur og að vera ekki í bílbelti. Hlaut viðkomandi ökumaður alls 60 þúsund króna sekt. -frg Nýliðakvöld slökkviliðsins B O R G A R B Y G G Ð : Slökkvilið Borgarbyggð- ar auglýsir nú nýliðakvöld sem haldið verður mánu- daginn 25. október. Þar seg- ir að slökkviliðið leiti að öfl- ugum einstaklingum, 20 ára og eldri af öllum kynjum, til að ganga til liðs við hópinn. Lausar stöður eru í Borgar- nesi, á Hvanneyri, í Reyk- holti og á Bifröst. Kynning- arkvöld á starfsemi slökkvi- liðsins verður mánudags- kvöldið 25. október nk. kl. 20:00 í slökkvistöðinni að Sólbakka 13-15 í Borgarnesi. Þar verður hægt að sækja um og skrá sig í inntökuferli. Frekari upplýsingar veitir Heiðar Örn Jónsson vara- slökkviliðsstjóri, heidarorn@ borgarbyggd.is. Sjá einnig í auglýsingu hér í blaðinu. -frg Undirbúningur fyrir útvarpsút- sendingar AKRANES: Hafinn er und- irbúningur fyrir útsendingu Útvarps Akraness á aðvent- unni. „Útvarpað verður frá föstudeginum 26. til sunnu- dagsins 28. nóvember nk. Að venju verður fjölbreytt dag- skrá sem er jafnframt í mót- un þessa dagana. Ef áhuga- samir um útvarpssendingar vilja vera með þátt þá er um að gera að senda póst á ut- varpakraness@gmail.com,“ segir í tilkynningu. -mm Hafnar eru sameiningarviðræður Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæ- fellsbæjar, með það fyrir augum að íbúar kjósi um tillöguna í febrúar á næsta ári. Samstarfsnefnd sveitar- félaganna er skipuð fjórum fulltrú- um, en með nefndinni starfa bæjar- stjóri Snæfellsbæjar og bæjarritari. Vinnuheiti verkefnisins er „Snæ- fellingar“ og verður vefsíðan snae- fellingar.is opnuð innan tíðar. Full- trúar í samstarfsnefnd eru Júní- ana Björg óttarsdóttir og Björn H Hilmarsson frá Snæfellsbæ en frá Eyja- og Miklaholtshreppi þeir Eggert Kjartansson oddviti og Atli Svansson hreppsnefndarmaður. Samstarfsnefnd hefur nú hald- ið þrjá fundi og fengið ráðgjafa- fyrirtækið RR ráðgjöf til aðstoðar við verkefnið, en RR ráðgjöf hef- ur sérhæft sig í verkefnisstjórn og ráðgjöf við sameiningarverkefni. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur samþykkt að veita verkefninu fram- lag sem stendur undir kostnaði við verkefnið og verða íbúar sveitar- félaganna því ekki fyrir beinum kostnaði. Samstarfsnefndin fundar vikulega þessi misserin og er góð- ur gangur í verkefninu, að sögn Róberts Ragnarssonar hjá RR ráð- gjöf. Segir hann að samþykki íbúar sveitarfélaganna sameiningu þeirra, sé markmiðið að sameiningin styrki byggð og skapi frekari sóknartæki- færi fyrir samfélagið á sunnanverðu Snæfellsnesi. Samráð við skólastjórnendur Síðastliðinn mánudag komu skóla- stjórnendur grunnskóla Snæfells- bæjar og Laugargerðisskóla á fund samstarfsnefndar um sameiningu Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæ- fellsbæjar. Á fundinum var far- ið yfir stöðu leik- og grunnskóla- starfs í Laugargerðisskóla og Lýsu- hólsskóla, ásamt því að rætt var um fyrir tónlistarkennslu og sérfræði- þjónustu við skólana. Í Laugar- gerðisskóla eru ellefu grunnskóla- nemendur þetta skólaárið, en í Lýsuhólsskóla eru 17 nemendur í grunnskóla og sex nemendur í leik- skóla. Lýsuhólsskóli er deild inn- an grunnskóla Snæfellsbæjar sem eru með kennslustaði í ólafsvík, á Hellissandi og á Lýsuhóli. „Á fundinum á mánudaginn kom fram að í báðum skólum er gott og faglegt skólastarf sem leitt er áfram af samheldnum og öflugum starfs- mannahópi. Foreldrasamfélagið er mjög virkur bakhjarl og þátttakandi í skólastarfinu. Ein helsta áskor- un skólanna er annars vegar fjöldi nemenda og hins vegar húsnæðis- mál. Ráðgjöfum var falið að draga saman stöðugreiningu og verður umræðu um skólamál haldið áfram á næstu vikum,“ segir Róbert Ragn- arsson. mm Kosið verður um sameiningu tveggja sveitarfélaga á nýju ári Vinnuheiti verkefnisins er Snæfellingar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.