Skessuhorn


Skessuhorn - 13.10.2021, Side 20

Skessuhorn - 13.10.2021, Side 20
MiðViKUdAgUR 13. oKTóBER 202120 Fyrirtækið Algó ehf. sótti nýlega um heimild til öflunar og sjálfbærr- ar nýtingar sjávarþörunga á strand- svæði innan netalaga í umdæmi Akraneskaupstaðar. Skipulags- og umhverfisráð tók jákvætt í er- indið og samþykkti að tilraunir til eins árs yrðu gerðar í nánu samráði við Akraneskaupstað. Tilgangur félagsins, Algó ehf, er að þróa starf- semi sem gengur út á að nýta van- nýtt sjávarfang við Ísland með sér- staka áherslu á þörunga. Blaðamað- ur Skessuhorns kíkti í heimsókn til eiganda Algó, gunnars ólafssonar og spurði hann út í starfsemi fyrir- tækisins. Að sögn gunnars er Algó ehf sprotafyrirtæki með sérþekkingu á nýtingu og ræktun þörunga sem vinnur að haftengdri nýsköpun og uppbyggingu strandyrkju á Skipa- skaga og Vesturlandi. Frá og með þessu ári hefur fyrirtækið starfsað- stöðu og vinnsluaðstöðu á Breið- inni ásamt því að hafa strandbát með viðlegu í Akraneshöfn. Algó ehf vinnur þar að þróun lífrænna ræktaðra matvæla úr sjávarþör- ungum, bragðgóðri fæðubót undir vöruheitinu sæmeti. Í fyrstu verð- ur unnið með hugmyndir að þróa sjálfbæra nýtingu á staðbundnum kaldsjávar þörungum og hægæða matvælaframleiðslu úr þeim í smá- um skala. Til framtíðar er ræktun sjávarþörunga með blandaðri land- og hafrækt markmið Algó. gunnar er menntaður líf- og efnafræðingur, hann lauk meist- aragráðu í lífefnafræði í Hollandi og nam þörungafræði við háskóla í París þar sem hann komst í kynni við Sigurð Jónsson, prófessor í þör- ungafræðum, sem hann segir hafa haft mikil áhrif á sig. Segja má að gunnar sé með þara og þörunga í blóðinu því 11 ára byrjaði hann með pabba sínum á grásleppu við Patreksfjörð, en eins og kunnugt er finnst grásleppunni best að vera í þara. Ættaður að mestu leyti af Vesturlandi gunnar er ættaður að mestu leyti af Vesturlandi. „Má segja að ég sé kominn af helstu þörunganytja- svæðum landsins. Ég er að þrem- ur fjórðu ættaður af Vesturlandi og síðan er amma mín fædd og upp- alin á Eyrarbakka þar sem var eitt helsta svæði landsins í sölvatekju en söl var gríðarlega verðmæt versl- unarvara fyrrum. Söl eru meinholl og inniheldur meðal annars trefj- ar, steinefni og vítamínum sem ekki eru finna í sama mæli í grænmeti.“ Kirkjan á Íslandi hafði áður fyrr miklar tekjur af sölvatekju segir gunnar: „Hólar til dæmis voru í sölvatekju í Breiðafirðinum. Nefna má Sölvamannagötur í dalasýslu sem lágu frá botni Hrútafjarðar yfir Laxárdalsheiði og niður í Hvamms- fjörð en þær notuðu menn til þess að fara til sölvatekju í Breiðafirði. Á síðustu 50 til 100 árum hef- ur þessi hefð fyrir miklu sölvaáti og nýtingu annarra þörunga að miklu leyti horfið að sögn gunn- ars. Hann hefur unnið fyrir fyrir- tækið Íslenska hollustu sem er eitt af fáum fyrirtækjum á Íslandi sem vinnur söl og annað góðgæti úr fjöru. gunnar vann við rannsóknir og kennslu við Háskólann á Akur- eyri og Rannsóknarstofnun fisk- iðnaðarins, forvera Matís. Þá vann gunnar einnig við ræktun þörunga og rannsóknir um þriggja ára skeið í Skotlandi. Að auki á hann að baki 15 ára starfsreynslu í verkfræðigeir- anum. Á fyrstu árum Algó vann gunnar fyrst og fremst sem ráðgjafi. Upp- hafið að því að hann fer fyrir alvöru að vinna að eigin starfsemi er að hann sótti um styrk hjá Matvæla- sjóði sem stofnaður var á síðasta ári og fékk styrkinn. „Í framhaldi af því ákvað ég skoða hvað væri hægt að gera í þessu praktískt og viðskipta- lega. Ég bjó til viðskiptalíkan en bakgrunnur minn úr verkfræðigeir- anum kom sér vel í því. Þá frétti ég fyrir tilviljun af þessari starfsemi hér á Akranesi, Breiðinni þróunar- félagi, þar sem fyrirtækjum í ný- sköpun er boðin aðstaða. Þá hafði styrkur sem Algó fékk frá Lóu, ný- sköpunarstyrk fyrir landsbyggðina á vegum atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytinu, mikið að segja fyrir okkur.“ Tekið vel á Breiðinni gunnar leiðir blaðamann um að- stöðu fyrirtækisins að Breið en þar er fyrirtækið með skrifstofuaðstöðu, frystiaðstöðu og aðstöðu til vinnslu afurða. „Ég var búinn að finna húsnæði á Reykjanesi en ákvað að koma mér hérna fyrir, sá að hér var gott að byrja, jákvæður andi og tek- ið vel á móti mér. Ég þekki Akranes lítið sem ekkert og hef lítið kom- ið hér síðan Akraborgin hætti að ganga.“ gunnar ber Breið þróun- arfélagi mjög vel söguna og segir stuðninginn sem hann hefur fengið þaðan ómetanlegan. Fáar heimildir eru um nýtingu þörunga við Akranes og nánast eng- ar um rannsóknir náttúrfræðinga á fjörugróðri. „Í vor sem leið gerði ég mjög ánægjulegar uppgötvanir við vettvangsferðir í fjörusvæðum Skipaskaga, en ég fann hér heil- mikið af ætum sægróðri bæði hér sunnan við Skagann og sérstaklega vestan við hann. Yfir tíu tegundir matþörunga hef ég séð og sumar tegundir í verulegu magni sérstak- lega grunnt í sjó neðan fjörunnar. Þar má nefna fjórar tegundir þara, t.d. marínkjarna sem er próteinrík- asti þörungurinn hér við land.“ Þekkt að 600 tegundir þörunga eru ætar Úr þörungum má vinna bæði fæðu og ýmis efni til iðnaðar, seg- ir gunnar. „Um ellefu til tólf teg- undir þörunga eru skilgreindir sem matvæli í Evrópu. Í heiminum öll- um eru hins vegar um 600 teg- undir sem þekkt er að eru ætar. Af allri stórþörungavinnslu í heimin- um er langstærsti hlutinn matvæli sem er að langstærstum hluta rækt- uð og framleidd í Asíu, en einung- is þrjár tegundir eru uppistaðan í framleiðslunni sem við þekkjum úr sushi matreiðslu undir nöfnum eins og nori, kombu og wakame.“ Að sögn gunnars eru sæþörung- ar almennt flokkaðir í brúna, rauða og græna. Svörtu þynnurnar sem eru utan um maki bitana eru kall- aðar nori en þær eru rauðþörung- ar sem hafa verið ristaðir og verða svona dökkir við ristunina. Hlið- stæða nori við Íslandsstrendur er þörungurinn purpurahimna. Pró- teinríkasti þarinn hér við land er marinkjarni, en hann er skyldur wakame sem algengt er að notaður sé í salat á sushi stöðum. Að sögn gunnars fara fram ýmsar tilraunir við eldi á þörungum, til að mynda við strendur Noregs, Portú- gal og einnig við Holland svo dæmi séu tekin. Í Hollandi eru menn að gera tilraunir með að rækta þör- unga í kerjum á landi. Sæmeti Markmið Algó, að sögn gunnars, er ekki að framleiða þörunga sem hráefni heldur að vinna þá meira þannig að þeir verði á endanum vara sem hentar til sölu á neytenda- markaði. Hann hefur gefið því sem hann hyggst á endanum framleiða heitið „SÆMETi“ sem má horfa á sem styttingu á orðunum „sælkera sjávargrænmeti. Fyrirtækið mun til að byrja með sækja lífrænt hráefnið í smáum skala úr sjó Skipaskaga. Þá starf- semi kallar gunnar „sjálfbæra og staðvæna strandyrkju“ sem standa mun frá því síðla vetrar fram á byrj- un sumars en á þeim tíma eru þör- ungar með ýmsa eiginleika ásamt því að vera ríkastir af þeim efnum, til dæmis próteinum, sem fyrirtæk- ið er á höttunum eftir. Þörungar byrja að vaxa upp úr áramótum. Þeir safna í sig orku- forða á sumrin og á haustin þegar sólarorku nýtur og nýta til að hefja vöxt í svartasta skammdeginu upp úr áramótum. „Alveg magnaðar plöntur sem hafa gríðarlega fram- leiðni og má nefna í samhengi að þörungar almennt binda meira en helming alls kolefnis úr andrúms- lofti sem gróður á jörðinni bindur,“ segir gunnar. Sjálfbær nýting þara Til að byrja með mun Algó nýta þá villtu stofna sem eru til staðar við Akranes. „Ég var nýverið úti í Hollandi að ræða við fyrirtæki og mynda tengsl til þess að undirbúa og kanna möguleika á framtíðar- samstarfi varðandi ræktun. Hér við Ísland eru alveg gríðarlega áhuga- verðar aðstæður, bæði til ræktunar í kerjum á landi og til ræktunar í sjó. Það er hins vegar framtíðarsýnin og þarf að undirbúa.“ „Það sem vakir fyrir mér er sjálf- bær nýting á þara. Það er eitthvað Fyrirtækið Algó ehf. aflar sæmetis með sæslætti Vill breyta mataræði Íslendinga til góðs Gunnar Ólafsson, eigandi Algó ehf. á skrifstofu fyrirtækisins á Breið. Bækur um matreiðslu þörunga. Bátur Algó ehf sem notaður er við strandyrkjuna.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.