Skessuhorn


Skessuhorn - 13.10.2021, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 13.10.2021, Blaðsíða 8
MiðViKUdAgUR 13. oKTóBER 20218 Aflatölur fyrir Vesturland 2. til 8. október. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu. Akranes: 4 bátar. Heildarlöndun: 13.633 kg. Mestur afli: Ísak AK–67: 6.606 kg. í fimm löndunum. Arnarstapi: Engar landanir á tímabilinu. Grundarfjörður: 10 bátar. Heildarlöndun: 321.498 kg. Mestur afli: Hringur SH-153: 68.707 kg. í einni löndun. Ólafsvík: 10 bátar. Heildarlöndun: 86.288 kg. Mestur afli: ólafur Bjarnason SH-137: 22.530 kg. í þremur löndunum. Rif: 4 bátar. Heildarlöndun: 36.435 kg. Mestur afli: gullhólmi SH-201: 11.630 kg. í einni löndun. Stykkishólmur: 3 bátar. Heildarlöndun: 11.183 kg. Mestur afli: Bára SH-27: 6.722 kg. í tveimur löndun- um. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Hringur SH-153 GRU: 68.707 kg. 6. október. 2. Sigurborg SH-12 GRU: 65.344 kg. 4. október. 3. Runólfur SH-135 GRU: 63.834 kg. 4. október. 4. Farsæll SH-30 GRU: 58.913 kg. 5. október. 5. Þinganes SF-25 GRU: 57.315 kg. 3. október. -frg Sviptur og dóp- aður í ofanálag VESTURLAND: Lög- reglumenn í hefðbundnu umferðareftirliti stöðvuðu för ökumanns á sunnudags- kvöld þar sem hann kom upp úr Hvalfjarðargöngum. Var ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Við leit fannst maríjúana auk þess að öku- maður reyndist hafa verið sviptur ökuréttindum. Öku- maðurinn var handtekinn og fór mál hans í hefðbundið ferli. -frg Ormahreinsun hunda og katta AKRANES: Hundahreinsun verður á Akranesi mánudag- inn 18. október frá kl. 13-20 og kattahreinsun þriðju- daginn 19. október frá kl. 13-20. Hreinsunin fer fram í Þjónustumiðstöð Akraness að Laugarbraut 6 (gamla slökkvistöðin) og bent er á greiða þarf með pening- um því enginn posi verður á staðnum. Seinni hreinsun á Akranesi verður laugardag- inn 13. nóvember. -vaks Silja Mist mark- aðsstjóri ON SV-LAND: Silja Mist Sigur- karlsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri orku náttúr- unnar og markaðssérfræð- ingur orkuveitu Reykjavík- ur. Hún kemur til fyrirtæk- isins frá Nóa Síríus þar sem hún hefur gegnt stöðu mark- aðsstjóra síðustu ár. Silja verður hluti af einingu inn- an oR sem kallast Samskipti og samfélag en sú eining sér um öll markaðs- og kynn- ingarmál oR samstæðunnar. Silja sem fædd er árið 1991 hóf störf hjá Nóa Síríus árið 2016 eftir að hún lauk námi í viðskiptafræði við Háskól- ann í Reykjavík, fyrst sem vöruþróunarstjóri og síðar sem markaðsstjóri. Silja hef- ur meðfram vinnu sinni sinnt kennslu í markaðsfræðum og vöruþróun við Háskólann í Reykjavík. -mm Þann 26. september síðastliðinn færðu börn og tengdabörn Bjarg- ar H. Finnbogadóttur og Alexand- ers Stefánssonar Snæfellsbæ bekk að gjöf til minningar um foreldra þeirra en þennan dag voru 100 ár liðin frá fæðingu Bjargar. Hún var fædd á Búðum en flutti með for- eldrum sínum til ólafsvíkur árið 1926 þegar faðir hennar keypti verslunarhúsin þar. Alexander fæddist í ólafsvík 6. október 1922. Þau hjón eignuðust sex börn og var Björg húsmóðir en var einnig org- anisti ólafsvíkurkirkju um árabil. Alexander starfaði sem kaupfélags- stjóri Kaupfélagsins dagsbrúnar, síðar sveitarstjóri ólafsvíkurhrepps og loks alþingismaður og ráðherra. Bekkurinn er staðsettur við Pakk- húsið í ólafsvík. þa Frá því í byrjun júní hafa staðið yfir framkvæmdir á Laugarbraut á Akranesi. Akraneskaupstaður var að endurnýja gangstéttir við götuna og samhliða því voru Veitur ohf að skipta um vatns- og raflagnir. Verk- taki endurnýjunar gangstétta er Skóflan og verktaki lagnavinnu er Þróttur. Á mánudag voru steyptar gang- stéttir mestan hluta öðrum megin á Laugarbrautinni alveg að tann- læknastofunni og reiknað var með að lokið yrði við steypuvinnuna í lok vikunnar ef aðstæður leyfa. Samkvæmt útboði átti þessum áfanga að vera lokið í júlí en fram- kvæmdum hefur seinkað töluvert. vaks Nú þegar vetur fer að ganga í garð og myrkrið að minna aðeins á sig, er upplagt að rifja aðeins upp þær útivistarreglur barna og unglinga sem eru í gildi. Frá tímabilinu 1. september til 1. maí eiga öll börn tólf ára og yngri að vera komin heim fyrir klukkan átta á kvöld- in en þau sem eru 13-16 ára ekki seinna en tíu að kveldi. Reglurn- ar miðast við fæðingarár barnanna. Markmiðið með útivistarreglunum er að stuðla að heilbrigðu umhverfi fyrir börn og unglinga. Reglurnar eru fyrst og fremst settar til vernd- ar börnum og stuðla að því að þau séu ekki ein og eftirlitslaus eftir að rökkva tekur. Allir foreldrar vilja börnunum sínum það besta. Útivistarreglurn- ar hjálpa foreldrum að setja börn- um sínum mörk og styðja þannig við bakið á foreldrum í uppeldis- hlutverkinu. Því er full ástæða til að vekja athygli á gildandi reglum og hvetja foreldra til að standa saman að því að þær séu virtar. Reglurnar gilda alla daga, bæði virka daga, um helgar og alla hátíðisdaga. vaks Börn 12 ára og yngri mega leika úti til klukkan átta á kvöldin Kristín á Bjargi og Magnús hjá Skóflunni að ræða málin. Byrjað að steypa á Laugarbrautinni Á myndinni eru frá vinstri: Örn, Finnbogi, Svanhildur, Lára og Atli. Stefán bróðir þeirra lést í júní á þessu ári. Bekkur gefinn til minningar um Björgu og Alexander Steypan tekur fjóra til fimm tíma að þorna.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.