Skessuhorn - 13.10.2021, Blaðsíða 17
MiðViKUdAgUR 13. oKTóBER 2021 17
• Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti
BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS
Sími: 860-0708 • bv.sprautun@gmail.com
Vinnum fyrir öll tryggingafélög
Snyrting gróðurs á
lóðamörkum
Garðeigendur eru vinsamlega beðnir um að snyrta trjágróður
sem kominn er út fyrir lóðamörk til að tryggja öruggar og greiðar
leiðir um göngustíga bæjarins. Þessi snyrting er mjög
nauðsynleg vegna snjómoksturs í vetur.
Íbúar eru hvattir til þess að kynna sér lögreglusamþykkt
Akraneskaupstaðar, þar sem meðal annars kemur fram í 11.gr.
að gróður s.s. tré, runnar o.s.frv. skulu ekki skaga út í eða út yfir
gangstéttar, gangstíga eða götur, þó er heimilt að þau skagi út
yfir, ef hæð þeirra er a.m.k 2,8 m yfir gangstétt eða gangstíg, en
4,0 m yfir götu. Einnig er íbúum bent á að skoða samþykktar
reglur bæjarstjórnar Akraness um umgengni og þrifnað utanhúss
á Akranesi en þar er eigendum eða umráðamönnum húsa og
lóða gert skylt að halda eignum vel við, hreinum og snyrtilegum
þ.á m. húsum, lóðum og girðingum.
Ítarlegri upplýsingar er að finna á
heimasíðu Akraneskaupstaðar.
Allar ábendingar eru vel þegnar frá íbúum
og skulu berast á netfangið
umhverfi@akranes.is eða í
síma 433-1000
Útskriftarnemendur við Fjöl-
brautaskóla Vesturlands á Akra-
nesi settu niður nokkur tré ásamt
meðlimum úr Skógræktarfélagi
Akraness, á miðvikudaginn í síð-
ustu viku. Nemendurnir höfðu
síðastliðið vor safnað peningum
til að kaupa plönturnar en gróð-
ursettar voru nokkrar tegundir af
trjám, til dæmis fura, alpareyn-
ir, gráelri og fleira. „Búið er að
kolefnisjafna örlítið og svo ætl-
um við að fylgjast með lundinum
vaxa og dafna,“ segir á Facebook
síðu FVA.
arg/ Ljósm. FVA
Útskriftarnemar FVA
gróðursettu trjáplöntur
Þessa dagana standa yfir fram-
kvæmdir á Sjúkrahúsi Akraness.
Núna er verið að rífa þakið á sjúkra-
hússálmunni sem er næst Brekku-
bæjarskóla og á að byggja þar eina
hæð ofan á fyrir nýja skurðstofu.
Þessum framkvæmdum fylgir til-
heyrandi slysahætta fyrir nemend-
ur skólans sem og aðra vegfarend-
ur í nágrenninu. Til að tryggja sem
best öryggi gangandi vegfarenda
hefur göngustígnum sem ligg-
ur frá Merkigerði, milli sjúkrahúss
og Kirkjuhvols, að Brekkubæjar-
skóla nú verið lokað. Þá er heldur
ekki hægt að ganga upp akstursleið-
ina frá Vesturgötu og að sjúkrahús-
inu. Í staðinn fyrir að nota þennan
göngustíg fara nemendur skólans
niður á Vesturgötu til að komast í
skólann. Einnig er akstursleiðin frá
Vesturgötu og upp að sjúkrahúsi og
kapellu einungis fyrir starfsmenn
sjúkrahússins og þá sem eiga erindi
þangað.
vaks Göngustígurinn sem búið er að loka.
Göngustíg lokað frá Merki-
gerði að Brekkubæjarskóla
erum búin að brjóta upp starfið á
afmælisdaginn og hafa þemasprell
og frjálsan dag. Við erum búin
að vera með samsöng og minnast
sögunnar, hvernig skólinn hefur
byggst upp og er að þróast. Við
erum að fara í gríðarlega uppbygg-
ingu á húsnæðinu. Búið er að taka
ákvarðanir um ytra byrðið en nú er
að hefjast vinna með það sem verð-
ur innan dyra. Við erum örlítið að
kynda upp verkefnið sem er fram-
undan og fá bæði nemendur og
starfsmenn til að fara að hugsa um
framtíðarskólann. Nemendur tóku
virkan þátt í hönnun á Langasand-
sreitnum og eru búnir að vera að
vinna í ýmsu í skólahverfinu okkar.
Fram á næsta vor verðum við mik-
ið að stúdera hvernig við viljum
hafa grundaskóla sem er alltaf að
breytast og nýbygginguna er ekki
ennþá búið að kynna opinberlega.
Þar er enn frekari útfærsla á breyt-
ingum og skólinn mun stækka
töluvert.“
Grundaskóli er
orðinn of lítill
Sigurður Arnar segir að fram und-
an sé gríðarleg uppbygging og
endurbætur á skólahúsnæðinu og
að allar þessar endurbætur taki mið
af upphaflegum hugmyndum um
skólastarf. Þá segir hann einnig að
nýja skólahúsnæðið muni taka mið
af nýjum kröfum og tækniþróun til
framtíðar og uppbyggingaráform
einkennast af miklum metnaði og
skarpri skólasýn. grundaskóli í dag
segir Sigurður Arnar að sé orðinn
of lítill: „Það vantar pláss og einn-
ig er stórt vandamál inngangarnir
í skólann. Það eru hér um 800-900
manns að meðaltali á hverjum degi
og við erum með sex innganga en
það dugar ekki til. Þegar eitthvað
er um að vera í skólanum eru hér
yfir þúsund manns og þegar þú ert
til dæmis kominn með 800 pör af
skóm hvar ætlar þú að geyma þetta
allt? Skólinn heldur mjög vel en nú
er verið að byggja gríðarlega mik-
ið af íbúðarhúsnæði í okkar skóla-
hverfi sem mun þýða mikla fjölgun
barna og nemenda.“
Þá segir Sigurður Arnar að það
séu miklar breytingar framundan.
„Á næsta ári fáum við að nota leik-
skólann garðasel fyrir fyrsta bekk
sem verður þá hluti af grunda-
skóla og er mjög sniðug lausn.
Sumir spyrja: „Af hverju byggjum
við ekki nýjan skóla?“ Bara það að
starta nýjum skóla kostar 500-700
milljónir fyrir utan byggingar-
kostnað. Það kostar kannski að
reka skóla um 500 milljónir króna
á ári, breytingarnar á grundaskóla
eru áætlaðar um milljarður þannig
að hann borgar sig upp á tveimur
til þremur árum. Skólabygging er
fjárfesting samfélags og þær end-
urbætur og viðbyggingar sem nú
er unnið að við grundaskóla eru
gríðarlega mikilvæg og góð fjár-
festing fyrir Akranes. Bæjarfélag-
ið okkar er í mikilli sókn og því er
mikilvægt að nýta fjármagnið sem
allra best enda mörgu að sinna á
næstu misserum. Árið 2024 á þetta
að vera tilbúið og þess vegna erum
við í flóknum aðstæðum í augna-
blikinu. Á næsta ári verða tvær
byggingar rýmdar og önnur þeirra
á að vera klár á ný fyrir lok ágúst á
næsta ári. Það er satt best að segja
ótrúlega margt að gerast í grunda-
skóla á stuttum tíma og allt þetta
reynir á bæði nemendur og starfs-
menn en eftir þrjú ár verður hér
skólabyggingin fullbúin.“
Glerullin ekki góð
Varðandi loftgæðamálin í skólan-
um segir Sigurður Arnar að þar sé
vandamálið helst vegna glerullar
sem var mikið notuð á þeim árum
sem skólinn var byggður. „Með
glerullina er talið að rakavarnalagið
sé að gefa sig því í þá daga var það
kíttað við veggina og bitana og svo
hélt kíttið ekki nema í einhver ár.
Svo um leið og það fór að losna frá
þá flæddi glerullin út um allt og olli
ertingu og kláða út um allan líkam-
ann. Sem betur fer hættu menn að
nota glerull um miðjan níunda ára-
tuginn og steinullin tók við.“
Hins vegar segir Sigurður Arnar
að í miðkjarna skólans hafi komið
upp vandamál vegna rakaskemmda
tengt votrýmum. „Hér var gengið
hreint til verks og allt fjarlægt sem
sérfræðingar töldu vafasamt eða
gæti valdið nemendum eða starfs-
mönnum vanlíðan tengt myglugró-
um. grundaskóli var vel byggður á
sínum tíma en svo virðist að sumar
viðgerðir í gegnum árin og áratug-
ina ekki hafa verið eins vandaðar og
vel gerðar. Loftgæðamál eru mikil-
væg en afar flókið viðfangsefni. Við
munum áfram vinna eftir ráðlegg-
ingum færustu sérfræðinga og leggja
allt í sölurnar til að tryggja öryggi
og velferð þeirra sem hér starfa.“
Mikill metnaður fyrir
skólastarfinu
Til að enda þetta samtal ekki á allt
of neikvæðum nótum, þá spurði
blaðamaður skólastjórann að end-
ingu hvernig hann sæi fyrir sér
næstu ár í grundaskóla? „Framtíð
skólans er björt og hér verður áfram
unnið að þróttmiklu og árangurs-
ríku skólastarfi til heilla fyrir nem-
endur okkar og bæjarfélag. Mörg
spennandi verkefni eru í undirbún-
ingi og við erum svo heppin að hafa
frábært starfslið með úrvalsmann í
hverju plássi. Við eigum gott sam-
starf við heimilin í skólahverfinu
og skólasamfélagið allt hefur mik-
inn metnað fyrir að reka fyrirmynd-
ar grunnskóla. Ég óska nemendum,
starfsfólki og Skagamönnum hjart-
anlega til hamingju með 40 ára af-
mæli grundaskóla,“ sagði Sigurð-
ur Arnar glaðbeittur að lokum.
vaks