Skessuhorn


Skessuhorn - 13.10.2021, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 13.10.2021, Blaðsíða 24
MiðViKUdAgUR 13. oKTóBER 202124 Undirritaður fór í ágústmánuði í sumar með fríðu föruneyti í fimm daga ferð til Hornstranda þar sem ætlunin var að gista í Hlöðuvík sem er á norðanverðum Hornströndum og liggur á milli Fljótavíkur og Hælavíkur. Hluti af hópnum, og aðallega þeir sem yngri voru, ákváðu að taka smá krók á leið sinni og gista tvær nætur í Hornvík sem liggur á milli Hælavíkurbjargs og Hornbjargs. Lagt var af stað á föstudegi, keyrt í rólegheitum á Þingey- ri þar sem gist var um nóttina og síðan keyrt eldsnemma á Ísafjörð þar sem eldri hópurinn sigldi beint í Hlöðuvík með allan farangur og matvöru á meðan yngri hópurinn (að mér meðtöldum!) fór með áætlun og kom við á leiðinni á Sandey- ri, grunnavík og Hesteyri og endaði í Veiðileysufirði þar sem okkur var hent út. Þaðan lá leið í afar fallegu veðri til Horn- víkur þar sem við gistum tvær nætur í tjaldi með morgunmat og kvöldverð og nesti í göngur. daginn eftir komu skellti hó- purinn sér í dagsgönguferð þar sem leið okkar lá upp á Horn, Miðfell og þrír okkar fóru upp á Kálfatinda. Ekkert símasam- band er á Hornströndum yfir höfuð en á þessum tindum var hið besta samband og því notuðu sumir tækifærið til að kasta kveðju á sína nánustu. Ég ákvað svo að elta einn samferðamann minn yfir í Hornbjargsvita og þaðan fórum við yfir Kýrskarð og enduðum í Hornvík þar sem við urðum að láta okkur næ- gja kalt lambakjöt enda alltof seinir á ferðinni! Næsta dag gekk hópurinn í rólegheitum afar fallega leið upp af Rekavík í geg- num Atlaskarð til Hlöðuvíkur þar sem restinni af deginum var eytt í afslöppun. Á þriðjudeginum bar svo við að það skall á þoka með smá súld að morgni og því var lítið annað að gera en að spjalla, spila kínaskák og borða góðan mat þann daginn. Næsta dag var hins vegar hið besta veður, sól og um 20 sti- ga hiti og því ákváðum við tveir úr hópnum að skella okkur í göngu í góða veðrinu og fyrsta stopp var hið reisulega Álfs- fell sem skilur að Hlöðuvík og Kjaransvík. Vel gekk á leiðinni upp fjallið en blautt og sleipt var í fjallinu eftir rigningu gær- dagsins. Þegar við vorum komnir vel á veg og frekar hátt upp í fjallið gætti ég ekki að mér er ég steig á stóran grjóthnullung og hann losnaði frá og byrjaði að rúlla niður fjallið. Allt í góðu með það nema að hann stefndi beint á samferðamann minn sem var þó nokkuð neðar í fjallinu. Hann þurfti því að miða út flugið á hnullungnum í fljótheitum og náði á ótrúlegan hátt að hoppa yfir hann á meðan hann straukst við innanverð lærin á honum á fljúgandi ferð. Þetta stoppaði okkur ekki í því að ná toppnum á Álfsfelli og eftir smá klettaklifur stóðum við þar og nutum útsýnisins í dágóða stund. Eftir þetta tókum við lengri göngutúr til að ná okkur niður og enduðum í smá útsýnisferð yfir Fljótavíkina og svo heim í Hlöðuvíkina að kveldi. daginn eftir var svo haldið heim á leið þar sem hluti hóp- sins rölti að Hesteyrarbotnum þar sem bátur sótti mannska- pinn og svo var siglt yfir á Ísafjörð þar sem snæddur var kvöld- verður á veitingahúsi. Undirritaður verður þó að nefna að ef- tir á að hyggja hefði verið skemmtilegri kostur að labba alla leið á Hesteyri á slóðir bókarinnar Ég man þig eftir Yrsu Si- gurðardóttur en það verður vonandi bara næst. Það voru því örþreyttir en ánægðir ferðalangar sem komu heim á Skagann um miðja nótt eftir mikla ævintýraferð og eru nú þegar farnir að huga að næstu ferð á Hornstrandirnar hinar fögru. Texti og myndir: Valdimar K. Sigurðsson Hornstrandir hinar fögru Horft yfir í Hornvík eftir göngu úr Veiðileysufirði. Rebbinn er friðaður á Hornströndum. Gengið fram hjá Steinþórsstandi í Hornvík. Álfsfellið er ægifagurt og erfitt viðureignar. Á leið upp á tindinn á Álfsfelli. Séð yfir í Ólafsdal frá Álfsfelli.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.