Skessuhorn


Skessuhorn - 13.10.2021, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 13.10.2021, Blaðsíða 31
MiðViKUdAgUR 13. oKTóBER 2021 31 Tímabilið er farið af stað hjá Skalla- grímsmönnum í fyrstu deild körfu- knattleiks karla. Þeir hafa nú þeg- ar spilað þrjá leiki, fyrst gegn Álfta- nesi, svo gegn Fjölni og núna síð- ast við Hamar en liðið hefur þurft að sætta sig við tap í öllum þessum viðureignum. Atli Aðalsteinsson stýrir liðinu og er bjartsýnn á tíma- bilið fram undan, þrátt fyrir stutt- an undirbúning og óhagstæð úrslit í fyrstu leikjum. „Það er smá þungi yfir okkur til að byrja með, en svo þegar leikirnir byrja og menn finna að við erum ekki á þeim stað sem við viljum vera á, þá erum við nú bara þannig gerðir að við berjum okkur saman og tökum okkur tak. Andinn er góður og vonandi fylgir gengið eftir því,“ segir Atli Aðal- steinsson um leikmannahópinn sinn. Þungir af stað Undirbúningstímabilið var ansi stutt hjá Atla og félögum. Það lit- ast svolítið af tímabilinu í fyrra sem var langt og náði alveg fram í júnímánuð en hefðin er að körfu- boltatímabilin klárist á vorin, ekki sumrin. „Það verður að viður- kennast að undirbúningstímabil- ið var ansi þungt af stað hjá okk- ur og áttum við svolítið erfitt með að keyra hlutina í gang,“ segir Atli um undirbúninginn. „Ég hélt líka að ég hefði valið nokkuð vel í út- lendingamálum en svo virtist ekki vera þegar allt kom til alls. Þann- ig af mörgum samverkandi þáttum þá verð ég að segja að undirbún- ingstímabilið gekk erfiðlega,“ bæt- ir hann hreinskilinn við. „Verðum fastari í skorðum“ Hópurinn hjá Atla er að taka á sig lokamynd, ekki seinna vænna nú þegar boltinn fer að rúlla og leik- irnir koma á færibandi næstu vik- urnar. Tveir nýir leikmenn eru vænt- anlegir í liðið til að þétta hópinn enn fremur. „Það voru meiri hrær- ingar í hópnum eftir síðasta tíma- bil en maður hefði viljað en það er eins og það er. Við erum í erfið- ari stöðu hvað það varðar en erum samt alltaf, þrátt fyrir það, bratt- ir,“ segir Atli jákvæður. „Við verð- um aðeins fastari í skorðum en oft áður. Erum með ungan leikstjór- nanda sem þarf að leggja áherslu á að stjórna hraða leiksins og halda öllum leikmönnum inni í leiknum. Svo inn á milli þá förum við að sjálfsögðu á flug og hlaupum svo- lítið líka,“ bætir hann við um leik- stílinn sem fólk má búast við af lið- inu í vetur. „Við erum með marga flotta leikmenn en okkur hefur kannski vantað leiðtoga í hópinn sem er mikilvægt í öllum hópíþróttum. Nú er það í höndum þeirra sem eru í liðinu að stíga upp og taka á sig ábyrgð til að leiða liðið.“ Löng ferðalög Þegar Atli tók við liðinu fyr- ir rétt rúmum tveimur árum síð- an þá setti hann sér það markmið að byggja liðið upp á heimamönn- um og búa þannig til góðan kjarna. „Nú þurfum við að halda í þá leik- menn sem við eigum eftir og hlúa að þeim eins og við best getum. Við setjum svo auðvitað þá kröfu á sjálfa okkur að með hverri vikunni bætum við okkur sem lið í körfu- bolta og verðum vonandi orðn- ir þéttir og flottir þegar líða tek- ur á veturinn,“ segir Atli bjartsýnn. „Helstu áskoranirnar eins og flesta vetra í fyrstu deildinni, eru öll þessi ferðalög að mínu mati. Það er gríðarlega krefjandi að eiga leik að kvöldi til á annað hvort Höfn eða þá Egilsstöðum. Þá erum við að keyra fram og til baka, við erum að tala um sólarhringsathöfn fyrir 40 mínútna leik.“ Vantar sjálfboða Mikil vöntun hefur verið á sjálf- boðaliðum fyrir Skallagrím en fé- lag sem þetta byggist nær eingöngu á sjálfboðaliðavinnu svo hjólin haldist gangandi. „Ég biðla til allra þeirra sem vettlingi geta valdið að slást í lið með okkur í ákveðinni enduruppsetningu á körfuboltan- um í Borgarnesi. Við þurfum öll að leggjast á eitt og það er að búa börnunum okkar sem bestan kost til að vaxa og dafna sem íþrótta- fólk. Til þess þarf margar hend- ur og það er ekkert leyndarmál að þær vantar eins og stendur. Við vit- um öll hvað gott íþróttastarf hefur gríðarlega góð áhrif á samfélagið og það verður að hjálpast að við að standa við bakið á öllum þeim sem eru að stunda íþróttir hvernig sem við gerum það. Enginn er ónot- hæfur í stjórnum eða ráðum svo endilega sláið til og stöndum sam- an í gegnum erfiða tíma. Áfram Skallagrímur!“ glh Körfuknattleikslið ÍA hefur haf- ið leik í 1. deild karla þennan vet- urinn og leikið þrjá leiki í deildinni og tapað þeim öllum. Skessuhorn heyrði í Jóni Þór Þórðarsyni, for- manni körfuknattleiksdeildarinnar, eftir annan leikinn og spurði hann fyrst hvernig undirbúningstímabilið hefði gengið fyrir sig. Jón Þór seg- ir að það hafi verið stutt og snagg- aralegt og hann ráðleggi engum að fara upp um deild með 18 daga fyr- irvara. Nú fenguð þið óvænt sæti í 1. deildinni. Voruð þið alveg óhræddir að taka það og eruð þið með nógu sterkan leikmannahóp í þessa deild? „Boð um þátttöku í 1. deild kom óvænt og þurftum við að hafa hraðar hendur. Þetta var ekkert sjálfgefið, bæði er kostnaðurinn meiri og deild- in mun sterkari. Það voru samt allir klárir í bátana að kýla á þetta og láta slag standa; þjálfarinn, leikmenn- irnir og stjórn félagsins. Við gerum okkur samt alveg grein fyrir að þetta verður mjög erfitt og krefjandi. Við töldum þetta mikilvægt skref fyrir okkur í okkar framtíðar uppbygg- ingu. Við ákváðum því að stökkva á þetta og svo verður bara að koma í ljós hvernig fer.“ Varðandi hvernig hópurinn sé byggður upp segir Jón Þór að þeir séu með ákveðinn kjarna af ungum sem og eldri heimamönnum. Þá hafi einnig komið sprækir strákar að sunnan sem höfðu samband af eigin frumkvæði og vildu fá að spreyta sig með þeim. „Síðan hafa bæst við tveir erlendir leikmenn, þeir Chris Clover frá Bandaríkjunum og Nestor Saa frá Bretlandi. Við erum því komnir með góðan hóp sem er tilbúinn til að gefa allt í leikinn og hungraðir í að sanna sig á þessum vettvangi.“ Nú eruð þið komnir með nýjan þjálfara. Hvernig kom það til, hvað- an kemur hann og er hann með mikla reynslu af þjálfun? „Hugo Salgado heitir þjálfarinn okkar og kemur frá Portúgal þar sem hann hefur mikla reynslu sem þjálfari í efstu deild þar í landi. Við fengum ábendingu um hann og fannst það sem hann hafði fram að færa passa vel við okkur á þessum tímapunkti. Í Portúgal hefur hann verið að ná góðum árangri með félög sem hafa úr minna að moða en stóru liðin. Það er nákvæmlega sú staða sem við erum í, við höfum trú á honum og treystum honum í verk- efnið. Einnig er konan hans Nikola Nedoroscikova að hjálpa okkur að byggja upp kvennastarf ásamt því sem hún er að spila með kvennaliði Skallagríms í Borgarnesi.“ Nú töpuðuð þið stórt í fyrsta leik gegn Haukum. Hvernig hefur tekist að hrista skjálftann úr leikmönnum eftir þann leik? „Í fyrsta leik réðumst við á garðinn þar sem hann er hæst- ur, Haukar eru í algjörum sérflokki í þessari deild. Þó úrslitin hafi ver- ið skellur þá lærðum við margt og vorum grátlega nálægt því að vinna Hrunamenn í næsta leik á eftir. Við erum bara að taka þetta leik fyrir leik og reyna að bæta okkur jafnt og þétt. Vonandi kemur fyrsti sigurleikurinn fyrr en seinna.“ Jón Þór segir að endingu að mark- mið liðsins séu einfaldlega að halda sætinu í deildinni og segir hann að þeir séu bjartsýnir með það. „Þetta er langt mót þar sem spiluð er þref- öld umferð, margir leikir og það á margt eftir að gerast. Hvernig sem fer þá er þetta mikil reynsla fyr- ir okkar félag og okkar ungu leik- menn. Við höfum trú að það eigi eftir að hjálpa okkur til framtíðar.“ Eitthvað að lokum? „Við hjá Körfu- knattleiksfélagi ÍA erum bara bjart- sýn fyrir vetrinum og fer okkar starf vel af stað. Yngri flokka starfið okkar er í vexti og mjög ánægjulegt að vera loks komin með vísir að kvenna- starfi sem við þurfum að hlúa vel að. Þannig að það er bara áfram ÍA! - Alltaf!“ vaks/ Ljósm. jho Miklar breyting- ar hafa orðið á kvennaliði Snæ- fells úr Stykkis- hólmi í körfu- knattleik fyr- ir þetta tíma- bil. gamli leik- mannakjarninn er nánast hætt- ur og ýmis óvissa hefur verið varð- andi það hvort Snæfell yrði ein- faldlega með í vetur. Snæ- fell ákvað eft- ir síðasta tíma- bil að færa liðið niður í 1. deild- ina, setja af stað þriggja ára áætl- un og hefja upp- byggingarstarf sem miðar að því að koma upp samkeppnishæfu liði í efstu deild að nýju. Leikmenn sem höfðu áhuga á að spila áfram í efstu deild leituðu á önnur mið og má þar meðal annars nefna þær Önnu Soffíu Lárusdóttur sem fór í Breiðablik og Tinnu guðrúnu Al- exandersdóttur sem fór í Hauka. Snæfell hóf leik í 1. deildinni á dögunum og hefur leikið tvo leiki til þessa. Fyrst unnu þær KR fyrir sunnan naumlega 73:74 en töpuðu svo fyrir Þór Akureyri fyrir norð- an 79-67. Blaðamaður Skessuhorns heyrði hljóðið í Baldri Þorleifssyni, þjálf- ara Snæfells, eftir þessa tvo leiki og spurði hann fyrst hvernig undir- búningurinn fyrir mót hefði gengið og segir Baldur að þetta hafi farið mjög rólega af stað og þeir útlend- ingar sem hafði verið ákveðið að kæmu til liðsins hefðu komið með seinni skipunum: „Hópurinn hef- ur ekki verið lengi saman en liðið samanstendur af þremur útlend- ingum og nokkrum upprennandi heimastúlk- um. Liðið þarf lengri tíma til að ná betur saman en árangur- inn til þessa er vel viðun- andi.“ En hvern- ig líst Baldri á deild- ina miðað við það sem hann hefur séð hingað til og hvar sér hann Snæfell í töflunni? „Styrkle ik i deildarinnar kemur mér nokkuð á óvart og það er greinilega mikill metn- aður í gangi í mörgum liðum. Þau lið í deildinni sem virðast sterkust í augnablikinu sýnist mér vera ÍR, KR og Þór Ak- ureyri. Snæfell er aftur á móti að hefja sitt uppbyggingarstarf en við munum að sjálfsögðu leggja okkur fram um að ná sem bestum árangri. Ég held að það styttist í að hægt sé að breyta úrvalsdeild kvenna í tíu liða deild sem er að mínu mati nauðsynlegt.“ Baldur segir að lokum að stærsti áfanginn hafi náðst nú nýverið á vel heppnuðum fundi körfuknatt- leiksdeildar Snæfells þar sem tókst að manna nýja stjórn og loks kom- ið það bakland sem þarf til þess að byggja upp að nýju. „Við vilj- um þakka öllum þeim sem tóku þá ákvörðun að koma og starfa með okkur í stjórn og nefndum og ekki síður þeim stóra hópi sem hefur tekið okkur vel í allskonar fjáraflan- ir sem hafa verið í gangi. Snæfell er og verður félagið okkar.“ vaks Stutt undirbúningstímabil hjá Skallagrímsmönnum Atli Aðalsteinsson þjálfar liðið sitt frá hliðarlínunni í leik gegn Fjölni síðastliðinn föstudag. Ljósm. glh. „Munum að sjálfsögðu leggja okkur fram“ Baldur Þorleifsson, þjálfari Snæfells. Þórður Freyr Jónsson að leggja boltann í körfuna. „Mikil reynsla fyrir okkar ungu leikmenn“ Hugo Salgado, þjálfari ÍA.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.