Skessuhorn


Skessuhorn - 13.10.2021, Page 30

Skessuhorn - 13.10.2021, Page 30
MiðViKUdAgUR 13. oKTóBER 202130 Hver er skemmtilegasta námsgreinin í skólanum? Spurning vikunnar (Spurt í Grundaskóla á Akranesi) Morten Ottesen „Enska.“ Marinó Ísak Dagsson „Heimilisfræði.“ Guðmundur Andri Björnsson „Íþróttir.“ Hringur Logi Sigurbjörnsson „Útivera.“ Ingþór Snjólfsson „Kvikmyndaval.“ Skagamenn töpuðu þriðja leiknum í röð þegar þeir tóku á móti Sel- fyssingum í 1. deild karla í körfu- knattleik á föstudaginn. gestirnir byrjuðu af krafti og skoruðu fyrstu sjö stigin en Skagamenn náðu að minnka muninn í tvö stig um miðj- an fyrsta leikhluta. Selfyssingar voru þó alltaf yfir en aðeins þriggja stiga munur var á milli liðanna við flaut- una, 16:19. Í öðrum leikhluta bættu gestirnir enn meira í og voru komn- ir með tólf stiga forystu um hann miðjan. Þeir héldu því nokkurn veginn til hálfleiks og staðan 27:38 þegar menn kíktu í klefann. Skagamönnum gekk illa að ná áttum í þriðja leikhluta, lítið gekk að saxa á forystuna og munurinn var kominn í 17 stig í lok þess þriðja. Í þeim síðasta voru Skagamenn alltaf að elta og sáu litla von í því að ná þessu niður. Selfyssingar voru allt- af með yfirhöndina, sigldu þessu örugglega í höfn og lokastaðan 66:87 fyrir gestina. Stigahæstir hjá Skagamönnum voru þeir Cristopher Clover með 29 stig, Nestor Elijah Saa var með 9 stig og davíð Alexander Magnússon með 8 stig. Hjá Selfyssingum voru þeir óli gunnar gestsson með 23 stig, Vito Smojer var með 19 stig og gasper Rojko með 14 stig. Næsti leikur Skagamanna er gegn Álftanesi næsta föstudag fyrir sunn- an og hefst klukkan 19.15. vaks Skallagrímsmenn fóru yfir heiðina á föstudaginn og léku gegn ísmönn- unum í Hamri frá Hveragerði í 1. deild karla í körfuknattleik. Fyrsti leikhluti byrjaði fjörlega, nánast jafnt á öllum tölum en Skallarn- ir skoruðu fimm síðustu stigin og staðan 15:20 gestunum í vil. Skalla- grímur hélt forystunni nánast all- an annan leikhlutann en frekar lítið var um stigaskor. Leikmenn beggja liða hittu ansi illa en Hamarsmenn náðu þó að minnka muninn í eitt stig rétt fyrir hálfleik, 29:30. Um miðjan þriðja leikhluta var munurinn aðeins tvö stig og var aðeins eitt stig þegar honum lauk, 51:50. Útlit var því fyrir mikla spennu í fjórða leikhluta miðað við þróun leiksins hingað til en það varð alls ekki raunin. Hamar var fljótlega kominn með sjö stiga for- ystu og á þessum kafla hittu Skall- arnir afar illa í sínum skotum. Und- ir lok leiksins reyndu þeir hvað þeir gátu til að minnka muninn en ekk- ert gekk og öruggur 14 stiga sigur heimamanna við lokaflautið, 78:64. Stigahæstir hjá Skallagrími voru þeir Simun Kovac sem var með 15 stig, Nebojsa Knezevic var með 13 stig og Arnar Smári Bjarnason með 12 stig. Hjá Hamri var dareial Franklin langstigahæstur með 31 stig. Næsti leikur Skallagríms er heimaleikur gegn Haukum í Fjós- inu í Borgarnesi næsta föstudag og hefst klukkan 19.15. vaks Snæfellstúlkur sóttu lið Þórs frá Akureyri heim á fimmtudagskvöld í 1. deild kvenna í körfuknattleik. Snæfell náði naumum sigri í fyrsta leik á útivelli gegn KR en átti við ofurefli að etja í leiknum í gær og lokatölur leiksins 79-67 Þór í vil. Snæfellsstúlkur byrjuðu þó leikinn betur og voru komnar í 1-9 eftir rúmlega eina mínútu með þremur þristum. Þórsstúlkur svöruðu þessu með 11:0 áhlaupi og var síðan jafnt á flestum tölum þar til Þór náði sex stiga forystu undir lok fyrsta leikhluta og staðan 24:16. Í öðr- um leikhluta skoraði Snæfell fyrstu sex stigin og jöfnuðu 24:24 drifn- ar áfram af stórleik Sianni Mart- in. Þetta vakti Þórsara af stuttum blundi og þær náðu aftur vopnum sínum en munurinn fimm stig þeg- ar flautan gall og staðan í hálfleik 36:31. Í þriðja leikhluta hélt baráttan áfram, Þór náði sjö stiga forskoti en Snæfell neitaði að gefast upp og hélt vel í heimaliðið. Munurinn var kominn niður í fjögur stig um miðjan leikhlutann og á svipuðum nótum við lok hans, 55:50. Það var síðan ekki fyrr en í fjórða leikhluta að Þór bætti verulega í, keyrði upp hraðann í leiknum og nýtti sér það að Sianna var komin í villuvand- ræði. Þór jók við forystuna jafnt og þétt og landaði að lokum öruggum tólf stiga sigri, 79:67. Hjá Snæfelli var Sianna Amari Martin langstigahæst með 40 stig og 7 fráköst, Rebekka Rán Karls- dóttir var með 13 stig og Preslava Koleva með 6 stig og 4 fráköst. Í liði Þórs var Marín Lind Ágústsdóttir með 15 stig og 9 fráköst, Hrefna ottósdóttir var með 14 stig og 12 fráköst og Karen Lind Helgadóttir með 12 stig. Næsti leikur Snæfells var gegn liði Stjörnunnar í gær í Stykkis- hólmi en leikurinn var ekki búinn þegar Skessuhorn fór í prentun. vaks Meistaraflokkur kvenna í Skalla- grími þurfti að sætta sig við 70:92 tap gegn Valsstúlkum frá Reykja- vík þegar liðin mættust í annarri umferð Subway deildar kvenna í körfuknattleik í Borgarnesi á sunnudagskvöldið. Skallagríms- stúlkur spiluðu án hinnar amerísku Shakeya Leary, en unnið er hörð- um höndum í herbúðum Skalla- gríms við að fá leikheimild fyrir miðherjann. Að sama skapi spiluðu Valsstúlkur án landsliðskonunn- ar Hildar Bjargar Kjartansdóttur, sem enn glímir við höfuðmeiðsli frá síðasta tímabili. Valsstúlkur tóku strax völdin í upphafi leiks og stýrðu honum nánast frá fyrstu mínútu. Skalla- grímur hélt sér innan seilingar í einhvern tíma en Valur stakk svo af í öðrum leikhluta þegar liðið skor- aði 31 stig í leikhlutanum á móti 14 stigum Borgnesinga. Hálfleik- stölur því 32:54 Valsstúlkum í vil. Hlíðarendastúlkur héldu upp- teknum hætti í síðari hálfleik og áttu Skallagrímsstúlkur fá svör við sóknarleik þeirra rauðklæddu að sunnan sem skoruðu að vild. Valur sigldi því nokkuð öruggum sigri í höfn þegar 40 mínútur voru liðnar. Lokatölur 92:70 Valsstúlkum í vil. Í liði Borgnesinga var framherj- inn Mammusu Secka stigahæst með 19 stig en að auki reif hún nið- ur 11 fráköst. Þar á eftir var Embla Kristínardóttir með 12 stig. Maja Michalska, Nikola Nederosíková og inga Rósa Jónsdóttir skiluðu inn níu stigum hver. Í liði gestanna var leikstjórnand- inn Ameryst Alston langstigahæst í sínu liði, með 36 stig. Alston tók að auki 11 fráköst og gaf sex stoð- sendingar. Þar næst var dagbjört dögg Karlsdóttir með 19 stig. Eftir tvær umferðir í Subway deild kvenna eru Skallagrímskon- ur stigalausar en þær spiluðu fyrst gegn Keflavík á miðvikudaginn var og þurftu að sætta sig við tap gegn suðurnesjaliðinu. Næsta umferð hefst í dag, miðvikudag, en næsti leikur Skallagríms er gegn Hauk- um syðra næsta sunnudag og hefst leikurinn klukkan 18. glh Skallagrímskonan Inga Rósa Jóns- dóttir stígur hér út í veg fyrir Hallveigu Jónsdóttur úr Val. Stigalausar eftir tvær umferðir Leikmannahópur mfl. kvenna hjá Skallagrími 2021-2022. Nestor Saa komst lítið áleiðis á móti Selfossi. Ljósm. jho. Skagamenn töpuðu gegn Selfossi í körfunni Mikil barátta var í leiknum. Ljósm. Palli Jóh Snæfell tapaði fyrir norðan Nebojsa Knezevic var með 13 stig gegn Hamri. Ljósm. glh. Skallagrímur laut í lægra haldi fyrir Hamri

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.