Skessuhorn


Skessuhorn - 13.10.2021, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 13.10.2021, Blaðsíða 27
MiðViKUdAgUR 13. oKTóBER 2021 27 Vísnahorn Margir tala um hlýnun jarðar en aðrir bera þær fréttir til baka. Það geti ekki verið hlýnun vegna þess að þeim sé kalt og ekki matarskort- ur í heiminum því að þeir sjálfir séu nýbúnir að borða. Reyndar held ég að ekkert hafi verið farið að tala um hlýnandi veðurfar þegar Stefán Stefánsson orti: Vangaköld er veðra dís. Visna að rótum grösin. Við höfum þó alltaf ís út í viskýglösin. Fólk leggur mismikið upp úr prófgráðum í lífinu og allavega má segja að þær ættu ekki að koma í stað heilbrigðrar skynsemi en frekar sem viðbót. Jóhann S. Hannesson orti kvæðið Próflaus Áfangi: Það sækir að þér kvíði er kemur að kvöldi þíns hinsta dags um hvort það sé nóg sem þú hefir unnið heimi drottins til gagns. Með harmkvælum tekst þér, eins og öðrum sem aldinreit herrans gista að koma, ef ekki afreksverkum þó ýmsu smáræði á lista. Sem þú lærir í ofboði utan bókar og ætlar að geti riðið baggamuninn við endanlegt uppgjör og opnað þér gullna hliðið. En þar bíður ekkert yfirlitspróf heldur undur og stórmerki og furður og þessi sárust og þungbærust allra að þú verður einskis spurður. Stundum verður manni nú samt fyrir að velta fyrir sér hvaða próf- gráður ungt blaðafólk hafi í ís- lensku eða hvort það reyni að lesa yfir fréttirnar sem það skrifar. Í ein- hverri „gúrkutíð“ fjölmiðlaheimsins orti ólafur Stefánsson: Lýst er stöðu og stéttum, stefnum, smölun og réttum, gosi og hlaupi, (á helgarkaupi,) - í gatslitnum gúrkufréttum. Svo fréttafólk sem aðrir lands- menn þurfa náttúrlega að afla sér tekna með einhverjum hætti til að heygja sína hefðbundnu lífsbaráttu og veitir ekki af að hafa öll spjót úti. Böðvar guðlaugsson orti þessar fjármála- og lífsbaráttu limrur: Þó ástand sé ótryggt og valt engu þú kvíða skalt: -- með gengisfellingu og góðri kellingu reddast yfirleitt allt. Að sjálfsögðu er gott hjónaband mikilvæg undirstaða og sérstak- lega ef þrengir að. En það má lengi spara: Mörg er þjóðmálaþrautin, - þungfær velferðarbrautin. En í neyðinni má sem sé notast við blá- vatn út í grjónagrautinn. og að ekki sé talað um alla þá bjána sem reyna að rukka staur- blankt fólk: Armæddur ber ég augum ógreidda reikninga í haugum. Spurningin er hvenær yfir ég fer í tékkhefti og á taugum. En þá má reyna að leika sér með félagslega kerfið: Þegar afkoman gerist erfið eins og hjá mörgum ber við, hollráð ég tel að fólk hyggi að því vel hvernig má spila á kerfið. og þegar því er svo lokið: Kaffi til drykkjar ég kýs, þegar kólnar í veðri og frýs. Það hressir og kætir og heilsuna bætir og að sjálfsögðu innflutt af SÍS. Í síðasta þætti tók ég af Halldóri Kiljan vísu eftir Halldór Helgason sem ég hafði sem sagt áður eignað meistara Kiljan en svo meistarinn fái nú að njóta sín er rétt að komi hér önnur eftir hann: Ein er þúst fyrir utan Prúst öll í rústir fallin. Ríður á kústi frjálst og fúst feiti bústni kallinn. Halldór var lengst af allnokkuð umdeildur en þegar ljóðabók hans Kvæðakver kom út þótti ýmsum ódrýgilega farið með pappírinn þar sem oft var aðeins ein vísa á síðu. Komst þá á flot eftirfarandi vísa eft- ir ingveldi Einarsdóttur: Þitt hef ég lesið Kiljan kver. Um kvæðin lítt ég hirði. En eyðurnar ég þakka þér -þær eru nokkurs virði. Það mun hafa verið á fimmtugs- afmæli Tómasar guðmundssonar sem hann fékk eftirfarandi kveðju frá Steini Steinarr og hefur vissu- lega margur fengið kveðju af minna tilefni: Hér situr Tómas skáld með bros á brá, bjartur og hreinn sem fyrsta morgunsárið. Ó vinur minn hver sorglegt er að sjá að sálin skuli grána fyrr en hárið. Tæplega hefur Tómas látið þess- ari kveðju ósvarað þó ekki hafi það svar borist mér til eyrna. Hins veg- ar kvað kollegi minn og vísnahirðir Morgunblaðsins, Halldór Blöndal, um Jón Bjarnason meðan báðir áttu sæti á Alþingi: Höndum bandar hart og ótt, hýr, að vanda glaður. Vinstri handar hefur þótt. Hann er Strandamaður. Fyrir stuttu rakst ég á þessa heim- spekilegu vísu sem gæti svo sem vel átt við núna en ansi væri nú gaman að vita um höfundinn: Kveð þú ei harmljóð, þótt hár- kolla fjallsins sé gránuð, haustið er uppskerutími eins og þú getur séð. Um veginn fer kona komin á síðasta mánuð og kannski ert þú faðir þess barns sem hún gengur með. Ætli við ljúkum svo ekki þættin- um með vísu sem Teitur Hartmann orti um sína vísnaframleiðslu. Veit ég flestum finnast þær fremur efnislitlar, þó er í þeim oftast nær eitthvað sem að kitlar. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Kveð þú ei harmljóð, þótt hárkolla fjallsins sé gránuð grunnskóli Snæfellsbæjar fékk ný- verið birkiplöntur að gjöf frá Yrkju- sjóði en skólinn var einn þeirra skóla sem tók þátt í verkefni á veg- um ríkisins sem ætlað er að vega á móti loftslagsbreytingum. Meðal þeirra verkefna er aukin skógrækt og landgræðsla þar sem markmið- ið er að binda kolefni í jarðvegi og gróðri ásamt endurheimt og bæt- ingu hnignaðra vistkerfa. Eitt af því sem gert er ráð fyrir að gera er að gróðursetja eitt birkitré fyrir hvern landsmann á þremur árum og er gert ráð fyrir að gróðursetja fyrsta árið eitt tré fyrir yngstu tíu árganga landmanna en á þeim aldri eru nú 49.670 einstaklingar. Þess vegna var í haust grunnskólum landsins boðið að taka þátt í verkefninu og þáði grunnskóli Snæfellsbæjar eins og áður segir þetta boð. Nemendur í 4. bekk ásamt ingu myndmennta- kennara og Vagni ingólfssyni hús- verði skelltu sér út á dögunum til að gróðursetja plönturnar. Búið var að velja plöntunum stað og voru þær settar niður með girðingunni aust- an við skólann til að búa til skjól þegar fram líða stundir. Verkefnið er hluti af grænfánaverkefni skól- ans. Krakkarnir létu kuldann ekki á sig fá en veðrið var ekki alveg upp á það besta til gróðursetning- ar. gróðursettu krakkarnir í kring- um 180 plöntur sem þau ætla svo að fylgjast með og passa vel. þa Ellefu félagar úr Lionsklúbbi ólafsvíkur mættu í skógrækt ólafs- víkur síðastliðinn sunnudag í blíð- skapar veðri til að taka þátt í átak- inu að breiða út birkiskóga lands- ins. Var þetta þriðji fundur klúbbs- ins á starfsárinu 2021-2022 sem jafnframt var vinnufundur. Fengu félagarnir Önnu Fr. Blöndal um- dæmisstjóra Lions á Akureyri sem gest á fundinn. Týndir voru rúm- lega 15 lítrar af fræjum sem verða þurrkuð og þeim svo dreift á völd- um stöðum í Snæfellsbæ á næstu dögum. Að lokinni tínslu var komið að kaffi og kleinum sem Anna bauð upp á og kynnti um leið starf sitt. Skapaðist mikil umræða um Lions- hreyfinguna og það góða starf sem klúbbarnir eru að vinna að víðs veg- ar um landið. þa Söfnuðu fimmtán lítrum af birkifræi í Ólafsvík Börnin og Vagn Ingólfsson hjálpuðust að við gróðursetninguna. Grunnskólanemendur gróðursettu birkiplöntur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.