Skessuhorn


Skessuhorn - 13.10.2021, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 13.10.2021, Blaðsíða 15
MiðViKUdAgUR 13. oKTóBER 2021 15 SK ES SU H O R N 2 02 0 Hunda- og kattaeigendur athugið Samkvæmt 15. kafla reglugerðar um hollustuhætti nr. 941/2002 er hunda- og kattaeigendum skylt að láta ormahreinsa dýr sín árlega. Gunnar Gauti Gunnarsson dýralæknir annast hreinsunina og er ormahreinsun hunda og katta innifalin í leyfisgjaldi. Hundahreinsun verður frá kl. 13.00-20.00 mánudaginn 18. október Kattahreinsun verður frá kl. 13.00-20.00 þriðjudaginn 19. október Staðsetning: Þjónustumiðstöð Akraness að Laugarbraut 6 (gamla slökkvistöðin) Dýralæknir býður einnig upp á bólusetningar Smáveirusótt (Parvo), lifrarbólgu, hótelhósta og hundafári, • verð kr. 4.000 Örmerkingu hunda og katta, verð kr. 4.500• Ófrjósemissprauta í hunda og ketti, verð kr. 3.000-7.000 • fer eftir þyngd Bólusetningu gegn kattafári, verð kr. 4.000• Seinni hreinsun laugardaginn 13. nóvember. Athugið að greiða þarf með peningum - enginn posi verður á staðnum. Nánari upplýsingar veitir dýraeftirlitsmaður í síma 898-9478 eða dýralæknir í síma 892-3230. SK ES SU H O R N 2 02 1 Byggingaréttur á Sementsreit á Akranesi - Uppbyggingarreitir D og C Akraneskaupstaður óskar eftir tilboði í byggingarétt á 6 lóðum á Sementsreit á Akranesi. Um er að ræða byggingarétt á fjöleignarhúsum á 3 hæðum auk bílakjallara á 4 lóðum á uppbyggingarreit D og á 2 lóðum á uppbyggingarreit C. Öllum lóðunum verður úthlutað til sama aðila. Nokkrar stærðir í verkinu: - Lóðastærðir 9.450 m2 - Byggingaréttur íbúða 11.450 m2 - Byggingaréttur kjallara og bílakjallara 7.900 m2 Útboðsgögn eru aðgengileg á rafrænu formi frá mánudeginum 11. október 2021 í gegnum útboðsvef Mannvits á slóðinni https://mannvit.ajoursystem.is/ Tilboðum ásamt tillögum skal skilað fyrir kl. 12:00 föstudaginn 3. desember 2021 í afgreiðslu Mannvits, Urðarhvarfi 6, 203 Kópavogi. Ekki verður haldinn opnunarfundur aðgengilegur bjóðendum, niðurstöður útboðs verða sendar bjóðendum. www.skessuhorn.is Skagamærin Rósa Kristín Haf- steinsdóttir og Hafnfirðingur- inn Aron Logi Hrannarsson náðu glæsilegum árangri á opna breska meistaramótinu í samkvæmisdöns- um, sem haldið var í Blackpool á Englandi á dögunum. Náðu þau 5. sæti í flokki undir 21 árs í Latin dönsum sem verður að teljast mjög góður árangur, en þau Aron Logi og Rósa Kristín eru einungis 16 og 17 ára gömul og eiga því nokkur ár eftir í þessum flokki. Þá kepptu þau einnig í flokki áhugamanna, „Ris- ing star“ og enduðu þar í 8. sæti. Er það ekki síðri árangur þar sem í þeim flokki keppa allir aldurshóp- ar. Rósa Kristín hefur þrátt fyrir ungan aldur keppt á fjölda móta í samkvæmisdönsum bæði hér heima og erlendis og unnið til verðlauna sem og Íslands- og bikarmeistara- titla í sínum aldursflokkum. „Það má segja að ég hafi verið dansandi frá fæðingu,“ segir Rósa Kristín og hlær. „Strax sem barn fannst mér gaman að dansa og byrjaði á því að fara í tíma hjá dansstúdíó Írís- ar hérna á Akranesi. Síðan þegar ég var orðin eldri fór ég að fara í dans- skóla í Hafnarfirði ásamt frænku minni demi van den Berg, en við höfum verið samstíga í dansinum frá upphafi. Eftir að ég fór að stunda dansinn af meiri alvöru heillaðist ég algjörlega af honum og hefur ekki verið aftur snúið,“ segir hún. Rósa Kristín segist æfa alla vik- unnar hjá dansdeild HK í Kórnum í Kópavogi. „Ég æfi allt að því þrjá klukkutíma á dag.“ Þjálfarar hennar eru hjónin Karen og Adam Reeve. Karen, sem er íslensk og Adam sem er frá Ástralíu, voru atvinnudansar- ar og heimsmeistarar á sínum tíma, en starfa sem þjálfarar í dag. Rósa Kristín segir að dansinn sé fyrir breiðan aldurshóp. Þau yngstu væru alveg frá tíu ára aldri. En keppnis- hópurinn er yfirleitt aldurinn frá 15 til 35 ára. Auk þess að stunda dansinn af kappi þá er Rósa Kristín í námi á náttúrufræðibraut við Menntaskól- ann við Sund. Hún býr hjá foreldr- um sínum á Akranesi en ekur á milli daglega í skólann og á dansæfingar. Þannig að dagurinn hjá henni er oft ansi langur. Hún segir að fyrir utan hana og demi frænku hennar þá veit hún um eina stelpu til viðbótar frá Akranesi sem æfir samkvæmis- dansa. Á ferðum sínum og keppnum er- lendis þá spurðum við Rósu Krist- ínu hvað stæði upp úr? „Ég verð nú að segja eins og er að mér finnst skemmtilegast að keppa á dans- keppnunum í Blackpool og hef- ur okkur oft gengið mjög vel þar. Staðurinn er mjög heillandi og borgin er svona háborg samkvæm- isdansanna, alla vega í Bretlandi.“ Rósa Kristín segir að alveg frá byrjun hafi foreldrar hennar og fjölskyldan stutt hana með ráðum og dáð og færi móðir hennar með henni á flestar keppnir erlendis. En hvernig sér Rósa Kristín framtíðina fyrir sér í dansinum? „Hugurinn hjá mér stefnir í atvinnumennsku í samkvæmisdönsum,“ segir hún. „Ef svo verður þá er stefnan sett á að starfa erlendis að stórum hluta. Þá kæmi helst til greina Bretland, þar eru samkvæmisdansar mjög hátt skrifaðir. Einnig eru staðir eins og Bandaríkin líka spennandi. Síðar langar mig að verða þjálfari í sam- kvæmisdönsum og taka þetta alla leið. Alla vega er þetta markmið mitt í dag en svo verður bara að sjá hvaða stefnu lífið tekur,“ segir Rósa Kristín að lokum. se/ Ljósm. Facebook. Dansparið Rósa Kristín Hafsteinsdóttir og Aron Logi Hrann- arsson. Hugurinn stefnir í atvinnu- mennsku í samkvæmisdönsum -segir Rósa Kristín Hafsteinsdóttir Aron og Rósa Íslandsmeistarar í latíndönsum síðastliðið vor.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.