Skessuhorn


Skessuhorn - 13.10.2021, Side 14

Skessuhorn - 13.10.2021, Side 14
MiðViKUdAgUR 13. oKTóBER 202114 Rannsóknanefnd samgönguslysa hefur lokið rannsókn og skýrslu- gerð vegna umferðarslyss sem varð á Heydalsvegi á Snæfells- nesi aðfararnótt 4. október 2020. 57 ára karlmaður lést í slysinu, en kona sem var með honum í bílnum komst lífs af. Niðurstaða áfengis- og lyfjarannsókna á báð- um einstaklingunum sýndi að þeir voru báðir undir áhrifum áfeng- is. Konan mundi ekki hvort hafði ekið bifreiðinni þegar slysið varð. Um atvikið segir í skýrslunni: „Myrkur var úti og milt veður. Ummerki voru á vettvangi um að bifreiðinni hafi verið ekið út af veginum handan við vegræsi við Haffjarðardalsgil. Bifreiðin fór niður vegfláa án þess að velta og stöðvaðist þar. Ekki voru um- merki á vettvangi um hraðakstur. Ökumaður reyndi síðan að aka bifreiðinni aftur upp á veginn. Ummerki voru um nokkrar til- raunir til þess sem enduðu með því að bíllinn endasteyptist nið- ur í vegræsið. Bifreiðin steyptist fram fyrir sig, snerist og hafnaði á hvolfi í hyl neðan við vegræsið.“ Þá segir í skýrslunni að farþega- rými í bifreiðinni hafi nánast allt verið undir vatnsyfirborðinu og loftrými eingöngu aftast í bifreið- inni. „Vegfarendur sem að slysinu komu, líklega um 30 mínútum eftir að slysið varð, náðu að losa báða aðilana út úr ökutækinu, en annar þeirra sýndi engin lífsmörk. dánarorsök var drukknun. Hinn aðilinn var kaldur og hrakinn en man að sögn ekki eftir slysinu eða aðdraganda þess, þ.m.t. hvor að- ilanna ók bifreiðinni. Engin vitni voru að slysinu,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndar samgöngu- slysa. mm Rannsókn lokið á banaslysi við Heydalsveg Í grundarfirði er unnið að um- fangsmiklum gatna- og stíga- framkvæmdum þar sem áherslan er lögð á að gera bæinn göngu- Grænn og gönguvænn Grundarfjörður vænni. „Við eigum mikið af gang- stéttum sem þarf að endurnýja og í stað þess að fara í hefðbundn- ar endurbætur á einstökum stöð- um þá tókum við þær til skoðun- ar í stærra samhengi og spurðum hvernig við gætum gert bæinn okkar enn gönguvænni og örugg- ari fyrir vegfarendur og umhverf- ið hlýlegra,“ segir Björg Ágústs- dóttir, bæjarstjóri í grundarfirði í samtali við Skessuhorn. „Við reyndum að horfa til þess hvern- ig þarfir fólks myndu verða til framtíðar, því góðar gangstétt- ar eiga að endast í áratugi. Þetta verkefni á sér grunn í nýju aðal- skipulagi bæjarins en þar erum við með nokkur markmið sem við fléttum hér saman í eitt. Í að- alskipulaginu er markmið sem heitir „gönguvænn grundar- fjörður“ og gengur út á að það sé auðvelt að ganga um bæinn og út fyrir hann og að vegfara- endur séu öruggir í umferðinni. Enn fremur eru markmið um að styrkja miðbæ, um aukinn gróð- ur í bæjarumhverfinu, um „græn svæði“ og um það að meðhöndla regnvatn á nýjan hátt og létta á holræsakerfi bæjarins,“ seg- ir Björg. „Við sáum að við þyrft- um að horfa á margvíslegar þarf- ir samfélagsins til lengri framtíð- ar, við undirbúning framkvæmda, með hönnun gatna og stíga og aðliggjandi svæða.“ Skapa betri aðstæður fyrir gangandi Verkefnið snýst um að endur- bæta og breikka verulega gang- stéttir og um að göngutenging- ar verði öruggar og skýrar, þann- ig að bærinn verði læsilegri fyrir gangandi og hjólandi vegfarend- ur. Nýjar gangstéttir í grundar- firði eru nú steyptar eða malbik- aðar og verða allt að þrír metr- ar að breidd. „Í sumar og haust höfum við endurnýjað rúmlega 1000 lengdarmetra af gangstétt- um sem eru malbikaðar og rúm- lega 600 lengdarmetra af gang- stéttum, en meirihluti gangstétta er um þriggja metra breiðar. Það vill svo til að götur eru breið- ar hjá okkur, sumar mjög breið- ar og því er rými til staðar til að breikka göngusvæði og koma fyr- ir gróðri í götukössunum,“ segir Björg. Markmiðið er að skapa betri aðstæður fyrir fólk til að ganga eða hjóla og að bæta aðgengi fyr- ir þau sem eiga erfiðara með að komast um. „Þetta er lýðheilsu- mál og aðgengismál. Með því að hvetja til göngu eða hjólreiða og gera það auðvelt og þægilegt, þá ýtir það undir að fólk hreyfi sig og noti á sama tíma bílinn minna. Það er því umhverfismál líka að gera það gott og gaman að fara gangandi eða hjólandi á milli staða,“ segir Björg. Öruggar gönguleiðir Aðspurð segir hún verkefnið snúast um að tengja bæinn betur fyrir gangandi. „Þá skiptir máli hvernig við tengjum gangstéttir og stíga eins og net í gegnum bæ- inn. Mikilvægur partur af þessu verkefni er að setja skýrar teng- ingar á gönguleiðum. Þegar fólk kemur út af gangstétt, að það sé skýrt hvað tekur við hinum meg- in. Þá þarf gangstéttin að halda áfram hinum megin við veginn og tengjast með gangbraut. Þetta þarf að vera skýrt og læsilegt. Við erum ekki bara að endurnýja gangstéttir og stíga heldur líka að endurbæta göngutengingar. Við getum gert svæðin öruggari fyrir fólk sem á erfitt með gang, fólk í hjólastól, fólk með barna- vagna eða fólk sem fer út með litla barnið sitt sem er nýbúið að læra að hjóla. Það er grundvall- aratriði að allir geti farið öruggir um bæinn,“ segir Björg og bæt- ir við að verkefnið sé hugsað til framtíðar, enda eigi gangstétt- ir að endast í áratugi. „Miðbær- inn mun að auki fá sérstaka yfir- ferð, þar sem ætlunin sé að hann sé eilítið meira huggulegur, eins og gjarnan er um miðbæi. Fram- kvæmdir muni standa yfir all- mörg næstu ár.“ Blágrænar lausnir Auk þess að gera bæinn göngu- vænni á að stækka og fjölga græn- um svæðum í grundarfirði. „Við erum að vinna með svokallaðar blágrænar lausnir, þar sem við erum með sérstök regnbeð sem eru þannig úr garði gerð að þau eru mjög gegndræp svo regnið eigi sérstaklega greiða leið niður í jörðina,“ segir Björg og held- ur áfram: „Við sáum í flóðunum á ólafsfirði og Siglufirði hvern- ig það flæddi inn í kjallara því holræsakerfið réði ekki við þetta vatnsmagn. Það er dýrt að end- urnýja holræsakerfið og setja breiðari rör til að taka við öllu þessu vatni en það er líka ekki nóg. Við ættum að leggja áherslu á að taka við vatninu á náttúru- legan hátt, með gróðri. Ef við horfum á það hvernig við höfum byggt, alls staðar lendir rigning- in á steyptum plönum og vegum eða þökum á húsum. Þar erum við svo með alls konar pípur og rör sem leiða vatnið niður í hol- ræsakerfi. En kerfið ræður ekki við þessa öfgarigningu sem við sjáum oftar og oftar. Veðurfar- ið er að breytast og á næstu ára- tugum þarf að stækka öll rör og efla kerfið okkar gífurlega til að takast á við svona rigningu. En spurningin er hvort náttúran geti ekki hjálpað, hvort við get- um ekki frekar notað náttúru- lega ferla fyrir vatnið. Fyrir utan byggð tekur náttúran við vatn- inu, jörðin getur kannski orð- ið eins og fullur svampur til að byrja með en vatnið rennur svo hratt í gegn. Þetta viljum við efla í grundarfirði og sjá hvern- ig kemur út,“ segir Björg Ágústs- dóttir, bæjarstjóri í grundarfirði arg Þessa mynd sem Herborg Árnadóttir gerði sýnir hvernig gönguvænn Grundarfjörður gæti litið út.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.