Skessuhorn


Skessuhorn - 13.10.2021, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 13.10.2021, Blaðsíða 10
MiðViKUdAgUR 13. oKTóBER 202110 Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitar- félaga var haldinn á þriðjudaginn í síðustu viku. Þar kom fram að heildarframlög sjóðsins hafi ver- ið um 53,4 milljarðar króna á síð- asta ári. Sigurður ingi Jóhanns- son, samgöngu- og sveitarstjórn- arráðherra, sagði í ávarpi sínu á fundinum að sveitarfélögin séu nú að njóta umfangsmikilla að- gerða ríkisins vegna heimsfarald- ursins og að þær hafi með bein- um eða óbeinum hætti orðið til þess að útkoma sveitarfélaganna hafi verið í samræmi við fjárhags- áætlanir á síðasta ári. „Það sama á við um Jöfnunarsjóð. Tekjurnar aukast um meira en 6% milli ár- anna 2019 og 2020. Þetta sýnir að okkur tókst að verja sjóðinn og tryggja lögbundið hlutverk hans,“ sagði Sigurður ingi. Hann segir þó að tekjur Jöfnunarsjóðs gætu orð- ið minni en í fyrra en að það komi betur í ljós þegar árið verður gert upp. Þá sagði hann að víða væri komin góður gangur í atvinnulíf- ið aftur og benti þar á ferðaþjón- ustuna. „Ég staðfesti nýlega end- urskoðaða áætlun fyrir útgjald- arjöfnunarframlög ársins og þar bættist milljarður við. Við getum því leyft okkur að vera bjartsýn,“ segir Sigurður ingi. guðni geir Einarsson, sérfræð- ingur hjá Jöfnunarsjóði, fór í ávarpi sínu yfir störf sjóðsins og ársreikn- ing síðasta árs. Eins og fram hefur komið var heildarframlag Jöfnun- arsjóðs 53,4 milljarðar króna árið 2020 og að sögn guðna var tekju- afgangur sjóðsins 48 milljónir á árinu. Skipti þar viðbótarframlag ríkissjóðs sköpum. En viðbótar- framlögum var varið þannig að 670 m.kr. fóru í að koma til móts við lækkun framlaga vegna þjón- ustu við fatlað fólk. 720 m.kr. fóru til sveitarfélaga þar sem rekstrar- kostnaður jókst vegna fjárhagsað- stoðar, 500 m.kr fóru til sveitarfé- laga sem voru að glíma við lækkun útsvars og 250 m.kr var varið til sameininga sveitarfélaga. Hér má sjá heildarframlög Jöfn- unarsjóðs til sveitarfélaga á Vest- urlandi: Akraneskaupstaður 838.902.398 kr. Skorradalshreppur 0 kr. Hvalfjarðarsveit 0 kr. Borgarbyggð 1.005.546.684 kr. Grundarfjörður 235.955.231 kr. Helgafellssveit 24.719.179 kr. Stykkishólmur 274.980.725 kr. Eyja- og Miklaholtshreppur 54.678.718 kr. Snæfellsbær 472.039.241 kr. Dalabyggð 311.971.163 kr. arg Í kvöld, miðvikudaginn 13. októ- ber, verður kynningarfundur á upp- byggingu LazyTown studio í Borg- arnesi. Fundurinn verður hald- inn í Hjálmakletti og hefst klukk- an 19. Forsvarsmenn Upplifunar- garðs Borgarness ehf. hafa unnið að undirbúningi fyrir uppbyggingu LazyTown studio í Borgarnesi. Munu þeir, ásamt Margréti Katr- ínu guðnadóttur, kaupfélagsstjóra Kaupfélags Borgfirðinga, kynna hugmyndir sem uppi eru um upp- byggingu húss á lóðinni við digra- nesgötu 4 í Borgarnesi. Þá mun Magnús Scheving einnig kynna hugmyndir tengdar uppsetning- unni. Nánari upplýsingar má finna á viðburðinum „Kynningarfundur um uppbyggingu LazyTown studio í Borgarnesi“ á Facebook. arg Lísa Ásgeirsdóttir í grundarfirði á og rekur fyrirtækið Rútuferðir ehf ásamt manni sínum Hjalta All- ani Sverrissyni. Rútuferðir ehf hef- ur verið að þjónusta ferðamenn á svæðinu ásamt því að aka fyrir Strætó bs. og nú nýverið fyrir Fjöl- brautaskóla Snæfellinga. Í nóvem- ber í fyrra opnaði Lísa svo versl- unina Álfar og tröll í húsnæði fyr- irtækisins. „Það var frekar rólegt hjá okkur í fyrrasumar og ég var búin að ganga með þessa hugmynd í maganum í mörg ár,“ segir Lísa í stuttu spjalli við Skessuhorn. „Ég hef prjónað frá því að ég var unglingur og lengi langað að prófa þetta.“ Lísa fjárfesti í saumamerkingavél og er komin með frábæra aðstöðu til að merkja fatnað, handklæði og nánast hvaða tauefni sem er. „Við opnuðum þetta í nóvember í fyrra og þetta byrjaði rólega en hefur verið að aukast jafnt og þétt. Það eru mest heimamenn sem eru að versla núna en það eru alltaf að aukast fyrirspurnir annars- staðar frá.“ Lísa hefur aðallega verið að merkja fyrir fyrirtæki sem koma þá með eigin fatnað. „Ég er líka að selja vörur í endursölu sem ég merki og er kannski mest ætlað til ferða- manna,“ segir Lísa en þó hafi ferða- menn mest verið að kaupa lopa- peysur sem hún og móðir henn- ar prjóna. Þau hjónin stefna á að auka umsvifin í þessari litlu verslun á næstu misserum og bjóða þá upp á hvers konar vörur ætlaða ferða- mönnum á Snæfellsnesi. „Við vor- um alltaf með það í huga að opna svona lundabúð hérna með ferða- þjónustunni og þetta er kannski fyrsta skrefið í því,“ segir Lísa að lokum. tfk Lísa í litlu versluninni þar sem hægt er að kaupa ýmislegt nytsamlegt og flott. Álfar og tröll í Grundarfirði Lísa við saumamerkingarvélina þar sem hún er að merkja peysu fyrir viðskipta- vin. Húfan góða sem fréttaritari Skessuhorns fékk að hafa á höfðinu að viðtali loknu. Kynningarfundur á uppbyggingu LazyTown í Borgarnesi Heildarframlög jöfnunarsjóðs

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.