Skessuhorn


Skessuhorn - 08.12.2021, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 08.12.2021, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 49. tbl. 24. árg. 8. desember 2021 - kr. 950 í lausasölu Gjafakort Arion banka er alltaf rétta gjöfin. Nú geta viðskiptavinir pantað gjafakort á netinu og fengið þau send heim. Gjöf sem gleður alla arionbanki.is Tilboð gildir út desember 2021 Gos úr vél frá CCEP fylgir meðBorgarnes: Akranes: Gosflaska frá CCEP fylgir með mÁLTÍÐ 1.695 kr. BÉRNAISE BURGER MEAL Landsvirkjun hefur ákveðið að tak- marka nú þegar afhendingu á raf- orku til fiskimjölsverksmiðja í landinu, en í síðustu viku hafði ver- ið boðað að skerðingin yrði frá og með janúar. Skerðingin nær ekki eingöngu til fiskimjölsverksmiðja, heldur einnig til annarra stórnot- enda með skerðanlega skammtíma- samninga, t.d. gagnavera og álvera. Þessi ákvörðun kemur sér illa nú í ljósi þess að vegna hagstæðra ytri skilyrða og hás heimsmarkaðsverðs er eftirspurn eftir raforku mik- il jafnt frá álverksmiðjunum, kísil- málmframleiðslu og gagnaverum, en öll þessi starfsemi kallar nú eftir meiri orku en til er í kerfinu. Fram kemur í tilkynningu að Lands- virkjun hefur hafnað öllum ósk- um nýrra viðskiptavina um orku- kaup vegna rafmynta. Skerðanleg orka er jafnan seld gegn hagstæðara verði. Nú mun í fyrsta skipti um árabil reyna á slíka skerðingu orku- afhendingar vegna orkuskorts og takmarkaðrar flutningsgetu í dreifi- kerfi raforku milli landshluta. Upp- bygging dreifikerfisins hefur geng- ið hægar en góðu hófu gegnir. Þessi ákvörðun um skerta raforkufram- leiðslu nú kemur sér sérlega illa, en hún er boðuð sama dag og útlit er fyrir að stærsta loðnuvertíð í tutt- ugu ár sé að hefjast. Samkvæmt tilkynningu frá Landsvirkjun eru nokkrar ástæð- ur fyrir því að skerðingin kemur fyrr til framkvæmda en áætlað hef- ur verið. Haustið var þurrt og kalt og þá er einnig sögð ástæða að raf- orkuvinnsla hjá öðrum framleið- anda, sem átti að koma inn í vik- unni, kæmi ekki inn í kerfið fyrr en í lok næstu viku. Þá nægir full keyrsla í Vatnsfelli ekki til að halda uppi orkuframleiðslu á Þjórsársvæði. Krókslón hefur lækkað það mikið að byrjað var að hleypa vatni fram- hjá Vatnsfelli til að stöðva lækkun. Því hafi verið dregið úr orkusölu til að draga mætti úr raforkuvinnslu. Loks nefnir Landsvirkjun að bilun hafi komið upp í vél í Búrfelli og fyrirséð að hún komi ekki í rekstur fyrr en með vorinu. Flutningskerfið flöskuháls Landsvirkjun hefur fullnýtt getu flutningskerfisins til að flytja orku frá Norðausturlandi til álagspunkta á Suðvesturlandi, en flutningskerf- ið ræður ekki við að flytja alla þá orku sem hægt væri að færa milli landshluta. 23. ágúst í sumar fylltist Hálslón á Kárahnjúkum og þremur dögum síðar nam afl yfirfallsins um 2000 MW. Á tíu dögum rann því fram hjá orka sem samsvarar heils- ársnotkun allra bræðslna á landinu, þegar vertíð er góð. „Með sterkara flutningskerfi hefði mátt nýta stór- an hluta þeirrar orku sem rann fram hjá. Áætla má að takmarkanir í flutningskerfinu dragi úr vinnslu- getu kerfisins sem nemur allt að 500 GWh. Að loknu sumri með jafn ójafnri dreifingu góðviðrisdaga og raun bar vitni koma áhrifin fram með sérstaklega sterkum hætti,“ segir í tilkynningu frá Landsvirkj- un. mm Orkuskortur og bágborið flutningskerfi ástæða skerðingar Horft yfir fiskimjöls- verksmiðju Brims og Akraneshöfn síðast- liðið föstudagskvöld. Ljósm. frg. Ljómalind Sveitamarkaður, Brúartorgi 4, Borgarnesi Sími 437-1400, Netfang: ljomalind@ljomalind.is Margt í jólamatinn og til jólagjafa. Sjón er sögu ríkari Sími 437-1400 Opið alla daga frá kl. 10:00-18:00

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.