Skessuhorn


Skessuhorn - 08.12.2021, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 08.12.2021, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 202124 Í tilkynningu frá Matvælastofnun kemur fram að rannsókn á meint- um alvarlegum brotum á velferð blóðtökuhryssna heldur áfram hjá stofnuninni. Mast vinnur jafnframt að endurskoðun á þeim skilyrð- um sem sett eru fyrir starfseminni og eftirliti með henni. Þá segir að ábendingar um alvarleg dýravel- ferðarbrot séu ávallt teknar mjög alvarlega hjá stofnuninni. „Matvælastofnun þakkar dýra- velferðarsamtökunum AWF/STB fyrir veitta aðstoð við rannsókn- ina og hefur opið bréf, sem sam- tökin sendu frá sér 1. desember, til hliðsjónar. Stofnunin tekur undir með samtökunum að mikilvægt sé að rannsóknin beinist ekki síst að kerfisbundnum veikleikum í starf- seminni sem geta komið niður á velferð hryssnanna. Samkvæmt lögum um velferð dýra fer Mat- vælastofnun með rannsókn dýra- velferðarmála hér á landi. Að rann- sókn lokinni getur stofnunin lok- ið málum með stjórnvaldssektum eða vísað málunum til lögreglu. Matvælastofnun styður að heild- stæð umræða fari fram um fram- tíð greinarinnar en telur mikil- vægt að í þeirri umræðu sé ekki gripið til skyndiákvarðana. Slík ákvörðun gæti stefnt velferð allt að 5000 hryssna í voða, m.a. væri þá hætt við að fjöldi hryssna kæmi til slátrunar seint á meðgöngu.“ Að endingu vekur stofnunin athygli á að allar ábendingar er varða vel- ferð dýra er hægt að senda Mat- vælastofnun í gegnum ábendingar- kerfi á vefsíðu hennar, www.mast. is. mm Á vef Covid.is hafa verið birtar nýj- ar tölfræðiupplýsingar sem sýna annars vegar samanburð á fjórt- án daga nýgengi smita eftir aldurs- hópum og bóluefnastöðu og hins vegar nýgengi innlagna á sjúkrahús eftir stöðu bólusetningar. Sam- kvæmt tölfræðinni er nýgengi sjúkrahússinnlagna nú 0,5 (af 100 þúsund íbúum) hjá fullorðnum sem hafa fengið örvunarbólusetningu, það er um tólf sinnum hærra (5,9) hjá þeim sem eru fullbólusettir og 68 sinnum hærra (34,0) hjá þeim sem ekki eru fullbólusettir en hjá þeim sem fengið hafa örvunarbólu- setningu. mm Hafin er smíði á fyrsta nýja björg- unarskipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar hjá KewaTec í Finn- landi. Smíðin hófst formlega með svokallaðri kjöllagningu sem fram fór í skipasmíðastöð fyrir helgi. Nú er því formlega hafin smíði á fyrstu þremur björgunarskipun- um en markmið Landsbjargar er að endurnýja öll þrettán björgunar- skip sín og verður því áfram unnið að frekari fjármögnun verkefnisins. Hvert og eitt af nýjum björgunar- skipum Landsbjargar kostar 285 milljónir króna. Með samkomu- lagi sem gert var í janúar síðastliðn- um milli ríkis og Landsbjargar var tryggt að ríkið kostar allt að helm- ing skipanna. Slysavarnafélagið Landsbjörg hafði safnað í nýsmíða- sjóð í nokkurn tíma sem tryggði enn frekar getu þess til að ráðast í þetta verkefni, sem er stærsta eins- taka fjárfestingaverkefni félagsins í sögu þess. Áætluð afhending fyrsta skipsins er á goslokahátíð í Vestmannaeyj- um í júní 2022 þar sem fyrsta skipið verður með heimahöfn. Áætluð af- hending á öðru skipinu er fyrir árs- lok 2022 á Siglufirði. Smíði á þriðja skipinu hefst svo í janúar 2023 og afhending á því verður eftir mitt það ár. Sjóvá styrkir Nýverið var tilkynnt að Lands- björgu barst styrkur frá Sjóvá að upphæð 142,5 milljónum króna til smíða á fyrstu þremur björgunar- skipunum sem búið að er ganga frá kaupum á. „Fáheyrt er að svo rausnarlegar gjafir berist til sjálf- boðaliðasamtaka og eru þetta sér- staklega ánægjulegar fréttir fyr- ir endurnýjun allra þrettán björg- unarskipa félagsins, en Landsbjörg og Sjóvá hafa um áratugaskeið átt í farsælu samstarfi,“ segir í tilkynn- ingu frá Landsbjörgu. mm Árlegt jólaútvarp Nemendafélags Grunnskóla Borgarness, Útvarp Óðal, fór í loftið á mánudaginn og standa útsendingar yfir í fimm daga frá klukkan 10-23, en þeim lýkur klukkan 18.30 á föstudaginn. Fyrir marga er Útvarp Óðal órjúfanlegur hluti af jólahátíðinni og er dagskrá- in í ár ekki af verri endanum. „Fyrir marga er Útvarp Óðal fastur liður í jólahefðinni,“ segir Kristín Valgarðsdóttir, deildarstjóri í Grunnskólanum í Borgarnesi í samtali við Skessuhorn. Hún heldur utan um skipulag útvarps- ins fimmta árið í röð ásamt stjórn nemendafélagsins. „Krakkarn- ir hafa lagt mjög mikið á sig til að gera framúrskarandi gott útvarps- efni,“ segir Kristín og bætir við að öllum nemendum skólans gefist kostur á að koma fram í útvarpinu. „Nemendur í unglingadeild hafa unnið handrit í íslenskutímum og fer síðan meirihluti þeirra í beina útsendingu með þáttinn en þeir hafa val um það. Þættir nemenda á yngsta- og miðstigi eru ekki sendir út beint og fóru upptökur á þeim fram fyrir tveimur vikum,“ segir Kristín. „Það verða mjög fjölbreytt- ir þættir þar sem meðal annars má finna þætti um tónlist, íþróttir, jólin og um allt á milli himins og jarðar og svo er auglýsingapakkinn alltaf spennandi. Krakkarnir búa sjálfir til auglýsingarnar, syngja, tala inn á þær og leika jafnvel. Það kem- ur alltaf skemmtilega út og ég vil þakka fyrirtækjum í Borgarbyggð sem hafa stutt vel við okkur,“ seg- ir Kristín. Nemendur sjá einnig um fréttaflutning og í hádeginu er tekinn púlsinn á bæjarlífinu, flutt- ar fréttir dagsins ásamt íþróttaf- réttum. Hápunktur fréttastofunn- ar er síðan þátturinn „Bæjarmálin í beinni“ sem er sendur út klukkan 13 í hádeginu síðasta útsendingar- daginn og enginn má missa af. Útvarpsstjóri er Valborg Elva Bragadóttir, formaður nemendafé- lagsins, og tæknimenn nemenda- félagsins sem sjá um allt gangi snurðulaust fyrir sig. Hægt er að hlusta á Útvarp Óðal í útvarpstækj- um á FM 101,3 eða á netinu í gegn- um spilarinn.is. vaks Matvælastofnun viðurkennir kerfislæga galla í eftirliti með blóðtökuhryssum Hér má sjá skjáskot af myndriti frá 1. desember með þessari tölfræði af vefnum Covid.is. Þar eru upplýsingarnar uppfærðar reglulega og hægt að fylgjast með þróuninni. Ný tölfræði sýnir ótvírætt gagnsemi bólusetningar Hér er svipmynd úr Útvarpi Óðals frá árinu 2008. Þessi „börn“ eru nú orðin fullorðin. Ljósm. úr safni. Útvarp Óðal er í loftinu þessa vikuna Viðbragðstími björgunarskipa mun skerpast töluvert með meiri ganghraða og bæta þannig öryggi sjófarenda töluvert. Smíði hafin á fyrstu björgunarskipum Landsbjargar Teikning af nýju björgunarskipi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.