Skessuhorn


Skessuhorn - 08.12.2021, Síða 30

Skessuhorn - 08.12.2021, Síða 30
MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 202130 Grundarfjarðarbær, í samvinnu við fyrirtæki og einstaklinga, er nú með aðventuglugga til að fylgjast með dagatalinu í desember. Þetta var einnig gert í fyrra og setti það skemmtilegan svip á aðventuna. Sami háttur er hafður í ár en á morgnana birtist gluggi dagsins á samfélagsmiðlum bæjarins og er oft kapp í fólki að giska hvar glugginn er. Allt til gamans gert að sjálfsögðu og skemmtileg leið til að telja dag- ana fram að jólum. tfk Nemendur í Grunnskóla Grundar- fjarðar eru að undirbúa sig und- ir kærkomið jólafrí sem er á næsta leiti. Þessir síðustu dagar fyrir jól eru stundum fjölbreyttir og skóla- starf brotið upp á einhvern hátt. Síðasta þriðjudagsmorgun var farið í svokallaða vasaljósagöngu þar sem nemendur komu með hverskyns ljósabúnað að heiman og héldu í skemmtilega ævintýragöngu í skógræktinni fyrir ofan bæinn. Að göngu lokinni var svo boðið upp á heitt kakó til að ná yl í kroppinn. tfk Meðlimir í Lionsklúbbi Grundar- fjarðar settu upp jólatré bæjar- ins á dögunum og er það tekið í nágrenni bæjarins. Tréð var svo skreytt eftir kúnstarinnar reglum og voru ljósin svo tendruð við lág- stemmda athöfn 1. desember. Örfá börn voru á svæðinu en það aftr- aði þeim ekki frá að taka lagið og hlaupa nokkra hringi í kringum tréð þó engir jólasveinar hafi látið sjá sig í þetta skiptið, enda er þeir mögulega í sóttkví eða einangrun uppi í fjalli. tfk Jólastemningin var allsráðandi í hinum ýmsu fyrirtækjum í Ólafs- vík miðvikudaginn 1. desember. Þá hafði verið áætlað að hafa Jóla- þorp Snæfellsbæjar sem hefur verið í nokkur ár í félagsheimilinu Klifi þar sem fyrirtæki og félagasamtök hafa boðið upp á hinar ýmsu vörur. Ekki var hægt að halda Jólaþorp- ið með þeim hætti sem áður hef- ur verið gert. Eigendur nokkurra fyrirtækja á svæðinu létu það ekki stoppa sig og auglýstu kvöldopnun þennan dag. Buðu þeir öðrum fyr- irtækjum og félagasamtökum að- stöðu hjá sér þar sem þeir gátu ver- ið með það sem þeir höfðu upp á að bjóða. Heppnaðist þetta nýja fyrirkomulag mjög vel og margir sem lögðu leið sína í verslanir þetta kvöld og voru mörg fyrirtækin með alls kyns tilboð og afslætti af þessu tilefni. Siggi Hösk og Olga Guðrún Gunnarsdóttir fóru á milli staða og sungu og spiluðu jólalög fyrir gesti og gangandi. Það gerði Jón Hauk- ur Hilmarsson einnig og vakti það mikla lukku. Höfðu margir bæjar- búar á orði að vonandi væri þetta fyrirkomulag komið til að vera, það væri svo gaman að geta farið svona á milli fyrirtækja, skoðað hvað er í boði, hlustað á fallega jólatóna og hitta fólk. þa Grunnskóli Grundarfjarðar í vasaljósagöngu Nemendur lýsa upp þennan undarlega náunga sem var að þvælast með myndavél í skólanum. Nemendur og kennarar á leið niður úr skógræktinni. Rökkrið færðist yfir og síðdegis 1. desember var kveikt á ljósunum. Jólatréð sómir sér vel í myrkrinu og íslenski fáninn blaktir við hún á fullveldisdaginn. Jólatréð komið upp í Grundarfirði Glugginn þann 6. desember var ekki eins auðveldur viðureignar en upp komst þó um staðsetninguna að lokum en hann er í Líkamsræktinni í Grundarfirði. Aðventugluggar í Grundarfirði Fyrsti glugginn var á bæjarskrifstofu Grundarfjarðarbæjar. Annar glugginn var svo í Fjölbrautaskóla Snæfellinga og var fólk snöggt til að giska á staðsetninguna enda auðþekkjanlegur litur á húsinu. Lifandi stemning í verslunum í stað Jólaþorpsins

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.